Mourinho úthúðaði dómaranum Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júní 2023 06:31 Jose Mourinho var ekki lengi að taka af sér silfurpeninginn eftir leik. Vísir/Getty Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. Sevilla vann í gærkvöldi sinn sjöunda Evrópudeildartitil þegar liðið lagði Roma í úrslitaleik eftir vítaspyrnukeppni. Jose Mourinho tapaði þar sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni en hann hefur unnið Meistaradeildina með Porto og Inter, Evrópudeildina með Manchester United og Sambandsdeildina með Roma auk þess að vinna Uefa-bikarinn, forvera Evrópudeildarinnar, með Porto árið 2003. Mourinho var ósáttur með dómara leiksins í gær og lét skoðun sína í ljós eftir leik. Anthony Taylor sýnir Mourinho gula spjaldið í leiknum í gær.Vísir/Getty „Ég sagði að annað hvort stæðum við uppi sem sigurvegarar eða myndum vera dauðir eftir leik. Við erum dauðir líkamlega, dauðir andlega og dauðir því okkur finnst úrslitin ósanngjörn og mörg umdeild atvik. Mér fannst dómarinn vera spænskur og hann var alltaf að gefa gul spjöld. Erik Lamela hefði átt að vera rekinn af velli,“ sagði Mourinho eftir leik en dómarinn sem honum fannst vera spænskur er hinn enski Anthony Taylor. Taylor lyfti gula spjaldinu þrettán sinnum í leiknum, leikmenn Sevilla fengu sex spjöld og Roma sjö en aldrei hafa jafn mörg gul spjöld verið gefin í leik í Evrópudeildinni. „Ég vona að Taylor dæmi bara í Meistaradeildinni á næsta tímabili og haldi áfram að taka sínar skítaákvarðanir þar.“ Kastaði silfrinu upp í stúku Mourinho var ekki lengi að losa sig við silfurverðlaunapeninginn sem hann fékk eftir leik. Hann tók hann af sér um leið og hann labbaði af verðlaunapallinum, gekk að stúkunni og kastaði peningnum til stuðningsmanna Roma. „Ég á bara gullpeninga. Ég vil ekki fá neina silfurpeninga og þess vegna gaf ég hann. Ég held gullpeningum en gef silfrið.“ Hann var sáttur stuðningsmaður Roma sem fékk silfurpening Mourinho þegar sá portúgalski kastaði peningnum upp í stúku.Vísir/Getty Mourinho hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá franska stórliðinu PSG en hann vildi lítið tjá sig um framhaldið. „Ég fer í frí á mánudag. Ef við náum að tala saman fyrir þann tíma þá munum við taka ákvörðun, annars gerum við það eftir það,“ sagði Mourinho sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Roma. Evrópudeild UEFA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Sevilla vann í gærkvöldi sinn sjöunda Evrópudeildartitil þegar liðið lagði Roma í úrslitaleik eftir vítaspyrnukeppni. Jose Mourinho tapaði þar sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni en hann hefur unnið Meistaradeildina með Porto og Inter, Evrópudeildina með Manchester United og Sambandsdeildina með Roma auk þess að vinna Uefa-bikarinn, forvera Evrópudeildarinnar, með Porto árið 2003. Mourinho var ósáttur með dómara leiksins í gær og lét skoðun sína í ljós eftir leik. Anthony Taylor sýnir Mourinho gula spjaldið í leiknum í gær.Vísir/Getty „Ég sagði að annað hvort stæðum við uppi sem sigurvegarar eða myndum vera dauðir eftir leik. Við erum dauðir líkamlega, dauðir andlega og dauðir því okkur finnst úrslitin ósanngjörn og mörg umdeild atvik. Mér fannst dómarinn vera spænskur og hann var alltaf að gefa gul spjöld. Erik Lamela hefði átt að vera rekinn af velli,“ sagði Mourinho eftir leik en dómarinn sem honum fannst vera spænskur er hinn enski Anthony Taylor. Taylor lyfti gula spjaldinu þrettán sinnum í leiknum, leikmenn Sevilla fengu sex spjöld og Roma sjö en aldrei hafa jafn mörg gul spjöld verið gefin í leik í Evrópudeildinni. „Ég vona að Taylor dæmi bara í Meistaradeildinni á næsta tímabili og haldi áfram að taka sínar skítaákvarðanir þar.“ Kastaði silfrinu upp í stúku Mourinho var ekki lengi að losa sig við silfurverðlaunapeninginn sem hann fékk eftir leik. Hann tók hann af sér um leið og hann labbaði af verðlaunapallinum, gekk að stúkunni og kastaði peningnum til stuðningsmanna Roma. „Ég á bara gullpeninga. Ég vil ekki fá neina silfurpeninga og þess vegna gaf ég hann. Ég held gullpeningum en gef silfrið.“ Hann var sáttur stuðningsmaður Roma sem fékk silfurpening Mourinho þegar sá portúgalski kastaði peningnum upp í stúku.Vísir/Getty Mourinho hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá franska stórliðinu PSG en hann vildi lítið tjá sig um framhaldið. „Ég fer í frí á mánudag. Ef við náum að tala saman fyrir þann tíma þá munum við taka ákvörðun, annars gerum við það eftir það,“ sagði Mourinho sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Roma.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira