Refsivöndurinn hefur engu skilað Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. júní 2023 07:00 Engum dyljast ömurlegar afleiðingar neyslu löglegra og ólöglegra vímuefna fyrir fólk og fjölskyldur. Flest okkar hafa kynnst fíknivanda nálægt sér og jafnvel glímt við slíkan vanda sjálf. Undanfarið hefur faraldur ópíóðalyfja fært okkur heim sanninn um skaðsemi þessara efna og hve lítið þarf til að ánetjast þeim. Sérfræðingar sem vinna með fólk í fíknivanda, heilbrigðisstarfsfólk og fólk sem ánetjast hefur efnunum hefur með réttu náð að beina sviðsljósinu að þessum veruleika undanfarið auk tónleika sem haldnir voru í Hörpu undir yfirskriftinni Vaknið. Og það eru orð að sönnu. Samfélagið þarf að vakna. Við heyrum sögur af ólöglegum efnum sem ungt fólk tekur, blandað dauðaskammti af löglegu læknadópi, án vitundar fórnarlambsins. Afleiðingarnar eru ömurlegar; ungmenni í blóma lífsins er fyrirvaralaust hrifsað frá sínum nánustu allt of snemma. Þetta eru ömurlegar fórnir. En hvað er til ráða? Reynsla annarra landa bendir til að faraldrinum haldi engin bönd. Gömlu ráðin virka ekki. Lyfin sem ráða þessum ömurlegu örlögum fólks í blóma lífsins eru lögleg sum hver, en önnur ekki. Meðferðarstofnanir eru sprungnar og úrræðin standa ekki til boða. Og fólk er eðlilega farið að grípa til sinna ráða. Á för minni um miðbæinn á dögunum sá ég fyrirtæki auglýsa starfsemi sína líkt og eðlilegt er. Fyrirtækið sérhæfir sig í innflutningi og sölu á vímuefnaprófum til einkanota. Prófin eru ekki til þess að skima fyrir því hvort fólk hafi notað vímuefni heldur eru þau ætluð til að prófa sjálf efnin. Prófin skima fyrir virkum efnum, íblöndunarefnum og styrkleika efna. Sala og dreifing á forræði ískaldra undirheima Framtak þessa fyrirtækis endurspeglar blindgötuna sem við stöndum frammi fyrir. Sala og dreifing þessara efna fer fram í myrkri - í ísköldum undirheimum þar sem hvorki er hirt um innihaldslýsingar né hefðbundin lögmál um ábyrgð söluaðila. Fyrirtækið býður upp á þjónustu sem þörf er á. Smá ljóstýru í myrkrinu. Eins konar gæðaeftirlit með eitri undirheimanna sem forðar fólki frá banvænni neyslu. Fræðsla um notkun ólöglegra og löglegra vímuefna þarf líka að vera meiri og í þróun. Ný efni bætast við og þekking okkar og nálgun á fíknivanda breytist líka eftir því sem við lærum meira. Ef til vill kann einhverjum að finnast skjóta skökku við að þingmaður setji á dagskrá umræðu um hvernig öruggast er að neyta fíkniefna. En hvað ef framtak á borð við þjónustu þessa fyrirtækis bjargar mannslífum? Við notkun vímuefna skiptir einfaldlega máli að sá sem neytir þeirra viti hvað hann er að taka. Að berja höfðinu við steininn Það er kominn tími til að við sem setjum reglurnar í samfélaginu horfumst í augu við veruleikann. Fíkniefnalaust Ísland árið 2000 gekk nefnilega ekki eftir. Stríðið gegn fíkniefnum hefur bara aukið á vandann og ýtt fólki sem áður var á jaðrinum enn lengra í þá átt. Hverjar eru leiðirnar til að draga úr þeirri óáran sem við okkur blasir? Hvernig ætlum við að passa upp á unga fólkið okkar? Ætlum við ekki að horfast í augu við vandann heldur halda áfram að láta eins og hann sé ekki til staðar? Ef vímuefnaprófanir bjarga mannslífum, skal ég glöð tala fyrir þeim hvar sem er. Samtalið þarf að snúast um það hvernig við minnkum skaðann. Stefna Viðreisnar er að fólk með fíknivanda verði meðhöndlað í heilbrigðiskerfinu, en ekki sem glæpamenn. Fyrst útvegun nála, góð aðhlynning, boðlegar vistarverur, spjall og fræðsla bjarga fólki er engin ástæða til að hika. Framtak á borð við Frú Ragnheiði er ómetanlegt í baráttunni. Hugmyndafræði skaðaminnkunar sem þar er unnið eftir, á að vera fyrirmynd annarra. Og svo þarf meira til. Að taka ranga ákvörðun, missa tökin eða jafnvel sýna ítrekaðan dómgreindarbrest er hluti af því að vera mannlegur. En samfélagið hefur ýtt fólki í fíknivanda beinlínis út á glæpabrautina. Fyrst illa gengur að lækna sjúkdóminn hlýtur svarið að felast í því að breyta lögunum. Minnka skaðann, fremur en að taka upp refsivöndinn. Mætum fólki þar sem það er statt. Gerum allt sem í okkar valdi stendur til að draga það aftur inn í ljósið fremur en að horfa á eftir því hverfa endanlega í myrkrið. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Fíkn Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Engum dyljast ömurlegar afleiðingar neyslu löglegra og ólöglegra vímuefna fyrir fólk og fjölskyldur. Flest okkar hafa kynnst fíknivanda nálægt sér og jafnvel glímt við slíkan vanda sjálf. Undanfarið hefur faraldur ópíóðalyfja fært okkur heim sanninn um skaðsemi þessara efna og hve lítið þarf til að ánetjast þeim. Sérfræðingar sem vinna með fólk í fíknivanda, heilbrigðisstarfsfólk og fólk sem ánetjast hefur efnunum hefur með réttu náð að beina sviðsljósinu að þessum veruleika undanfarið auk tónleika sem haldnir voru í Hörpu undir yfirskriftinni Vaknið. Og það eru orð að sönnu. Samfélagið þarf að vakna. Við heyrum sögur af ólöglegum efnum sem ungt fólk tekur, blandað dauðaskammti af löglegu læknadópi, án vitundar fórnarlambsins. Afleiðingarnar eru ömurlegar; ungmenni í blóma lífsins er fyrirvaralaust hrifsað frá sínum nánustu allt of snemma. Þetta eru ömurlegar fórnir. En hvað er til ráða? Reynsla annarra landa bendir til að faraldrinum haldi engin bönd. Gömlu ráðin virka ekki. Lyfin sem ráða þessum ömurlegu örlögum fólks í blóma lífsins eru lögleg sum hver, en önnur ekki. Meðferðarstofnanir eru sprungnar og úrræðin standa ekki til boða. Og fólk er eðlilega farið að grípa til sinna ráða. Á för minni um miðbæinn á dögunum sá ég fyrirtæki auglýsa starfsemi sína líkt og eðlilegt er. Fyrirtækið sérhæfir sig í innflutningi og sölu á vímuefnaprófum til einkanota. Prófin eru ekki til þess að skima fyrir því hvort fólk hafi notað vímuefni heldur eru þau ætluð til að prófa sjálf efnin. Prófin skima fyrir virkum efnum, íblöndunarefnum og styrkleika efna. Sala og dreifing á forræði ískaldra undirheima Framtak þessa fyrirtækis endurspeglar blindgötuna sem við stöndum frammi fyrir. Sala og dreifing þessara efna fer fram í myrkri - í ísköldum undirheimum þar sem hvorki er hirt um innihaldslýsingar né hefðbundin lögmál um ábyrgð söluaðila. Fyrirtækið býður upp á þjónustu sem þörf er á. Smá ljóstýru í myrkrinu. Eins konar gæðaeftirlit með eitri undirheimanna sem forðar fólki frá banvænni neyslu. Fræðsla um notkun ólöglegra og löglegra vímuefna þarf líka að vera meiri og í þróun. Ný efni bætast við og þekking okkar og nálgun á fíknivanda breytist líka eftir því sem við lærum meira. Ef til vill kann einhverjum að finnast skjóta skökku við að þingmaður setji á dagskrá umræðu um hvernig öruggast er að neyta fíkniefna. En hvað ef framtak á borð við þjónustu þessa fyrirtækis bjargar mannslífum? Við notkun vímuefna skiptir einfaldlega máli að sá sem neytir þeirra viti hvað hann er að taka. Að berja höfðinu við steininn Það er kominn tími til að við sem setjum reglurnar í samfélaginu horfumst í augu við veruleikann. Fíkniefnalaust Ísland árið 2000 gekk nefnilega ekki eftir. Stríðið gegn fíkniefnum hefur bara aukið á vandann og ýtt fólki sem áður var á jaðrinum enn lengra í þá átt. Hverjar eru leiðirnar til að draga úr þeirri óáran sem við okkur blasir? Hvernig ætlum við að passa upp á unga fólkið okkar? Ætlum við ekki að horfast í augu við vandann heldur halda áfram að láta eins og hann sé ekki til staðar? Ef vímuefnaprófanir bjarga mannslífum, skal ég glöð tala fyrir þeim hvar sem er. Samtalið þarf að snúast um það hvernig við minnkum skaðann. Stefna Viðreisnar er að fólk með fíknivanda verði meðhöndlað í heilbrigðiskerfinu, en ekki sem glæpamenn. Fyrst útvegun nála, góð aðhlynning, boðlegar vistarverur, spjall og fræðsla bjarga fólki er engin ástæða til að hika. Framtak á borð við Frú Ragnheiði er ómetanlegt í baráttunni. Hugmyndafræði skaðaminnkunar sem þar er unnið eftir, á að vera fyrirmynd annarra. Og svo þarf meira til. Að taka ranga ákvörðun, missa tökin eða jafnvel sýna ítrekaðan dómgreindarbrest er hluti af því að vera mannlegur. En samfélagið hefur ýtt fólki í fíknivanda beinlínis út á glæpabrautina. Fyrst illa gengur að lækna sjúkdóminn hlýtur svarið að felast í því að breyta lögunum. Minnka skaðann, fremur en að taka upp refsivöndinn. Mætum fólki þar sem það er statt. Gerum allt sem í okkar valdi stendur til að draga það aftur inn í ljósið fremur en að horfa á eftir því hverfa endanlega í myrkrið. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun