Upptaka til af Trump ræða um leyniskjölin Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2023 09:09 Upptakan var gerð á fundi á Bedminster-golfvelli Trump í New Jersey í júlí 2021. Myndin er frá öðrum velli Trump í Virginíu fyrir nokkrum dögum. AP/Alex Brandon Bandarískir alríkissaksóknarar hafa komist yfir hljóðupptöku þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, heyrist ræða um leyniskjöl sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Orð Trump á henni benda til þess að hann hafi vitað að leynd ríkti yfir skjölunum, þvet á það sem hann hefur haldið fram opinberlega. Trump hafði með sér fjölda leynilegra skjala sem tilheyra alríkisstjórninni þegar hann lét af embætti forseta árið 2021. Eftir að opinber rannsókn hófst á því hvort að hann hefði brotið lög hélt hann því fram að hann hefði verið búinn að aflétta leynd af öllum skjölunum. Það hafi hann gert „sjálfkrafa“ með almennri skipun sem hann á að hafa gefið undirsátum sínum. CNN-fréttastöðin greindi frá því í gær að upptaka sem var gerð sumarið 2021 sé í andstöðu við þessar skýringar Trump. Hún gæti verið lykilsönnunargagn í rannsókn Jacks Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á hvort að Trump hafi brotið lög um meðferð leyniskjala og reynt að hindra fulltrúa alríkisstjórnarinnar í að endurheimta þau. Ræddi um skjal um mögulega árás á Íran Á upptökunni heyrist Trump viðurkenna að hafa hangið á leynilegum skjölum frá varnarmálaráðuneytinu um mögulega árás á Íran. Heimildir CNN herma að Trump hafi áttað sig á að skjölin sem hann tók með sér væru enn ríkisleyndarmál. New York Times staðfesti tilvist upptökunnar hjá eigin heimildarmönnum í kjölfarið. Upptakan er sögð hafa verið gerð á fundi í tengslum við ritun æviminninga Marks Meadows, skrifstofustjóra Hvíta hússins undir lok forsetatíðar Trump. Í bókinni lýsir Meadows því að Trump hafi rætt um skýrslu Marks Milley, formanns herforingjaráðs Bandaríkjanna, um árás á Íran. Á fundinum voru tveir menn sem unnu að æviminningum Meadows auk aðstoðarmanna Trump. Engin þeirra hafði öryggisheimild til þess að fá aðgang að leynilegum upplýsingum. Þannig kann Trump að hafa gerst sekur um að ljóstra upp um ríkisleyndarmál. Húsleit var gerð á heimili Trump í Flórída vegna rannsóknarinnar í fyrra. Fram að þessu hafa fundist fleiri en þrjú hundruð skjöl sem voru merkt leynileg í fórum Trump, þar á meðal nokkur sem voru skilgreind sem háleynileg. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Skoða viðskipti Trump við erlend ríki í samhengi við leyniskjöl Alríkissaksóknarar sem rannsaka leyniskjöl sem Donald Trump hafði með sér þegar hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna stefndu fyrirtæki hans um upplýsingar um viðskiptatengsl við sjö erlend ríki. Rannsóknin kann því að beinast að því hvort að Trump hafi nýtt sér skjölin í viðskiptum sínum á erlendri grundu. 23. maí 2023 11:01 Telja Trump hafa hindrað rannsókn á leyniskjölum Bandaríska dómsmálaráðuneytið og alríkislögreglan eru sögð hafa safnað nýjum sönnunargögnum sem benda til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafi reynt að leggja stein í götu rannsóknar á leyniskjölum sem fundust á heimili hans í fyrra. 3. apríl 2023 15:10 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Trump hafði með sér fjölda leynilegra skjala sem tilheyra alríkisstjórninni þegar hann lét af embætti forseta árið 2021. Eftir að opinber rannsókn hófst á því hvort að hann hefði brotið lög hélt hann því fram að hann hefði verið búinn að aflétta leynd af öllum skjölunum. Það hafi hann gert „sjálfkrafa“ með almennri skipun sem hann á að hafa gefið undirsátum sínum. CNN-fréttastöðin greindi frá því í gær að upptaka sem var gerð sumarið 2021 sé í andstöðu við þessar skýringar Trump. Hún gæti verið lykilsönnunargagn í rannsókn Jacks Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á hvort að Trump hafi brotið lög um meðferð leyniskjala og reynt að hindra fulltrúa alríkisstjórnarinnar í að endurheimta þau. Ræddi um skjal um mögulega árás á Íran Á upptökunni heyrist Trump viðurkenna að hafa hangið á leynilegum skjölum frá varnarmálaráðuneytinu um mögulega árás á Íran. Heimildir CNN herma að Trump hafi áttað sig á að skjölin sem hann tók með sér væru enn ríkisleyndarmál. New York Times staðfesti tilvist upptökunnar hjá eigin heimildarmönnum í kjölfarið. Upptakan er sögð hafa verið gerð á fundi í tengslum við ritun æviminninga Marks Meadows, skrifstofustjóra Hvíta hússins undir lok forsetatíðar Trump. Í bókinni lýsir Meadows því að Trump hafi rætt um skýrslu Marks Milley, formanns herforingjaráðs Bandaríkjanna, um árás á Íran. Á fundinum voru tveir menn sem unnu að æviminningum Meadows auk aðstoðarmanna Trump. Engin þeirra hafði öryggisheimild til þess að fá aðgang að leynilegum upplýsingum. Þannig kann Trump að hafa gerst sekur um að ljóstra upp um ríkisleyndarmál. Húsleit var gerð á heimili Trump í Flórída vegna rannsóknarinnar í fyrra. Fram að þessu hafa fundist fleiri en þrjú hundruð skjöl sem voru merkt leynileg í fórum Trump, þar á meðal nokkur sem voru skilgreind sem háleynileg.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Skoða viðskipti Trump við erlend ríki í samhengi við leyniskjöl Alríkissaksóknarar sem rannsaka leyniskjöl sem Donald Trump hafði með sér þegar hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna stefndu fyrirtæki hans um upplýsingar um viðskiptatengsl við sjö erlend ríki. Rannsóknin kann því að beinast að því hvort að Trump hafi nýtt sér skjölin í viðskiptum sínum á erlendri grundu. 23. maí 2023 11:01 Telja Trump hafa hindrað rannsókn á leyniskjölum Bandaríska dómsmálaráðuneytið og alríkislögreglan eru sögð hafa safnað nýjum sönnunargögnum sem benda til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafi reynt að leggja stein í götu rannsóknar á leyniskjölum sem fundust á heimili hans í fyrra. 3. apríl 2023 15:10 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Skoða viðskipti Trump við erlend ríki í samhengi við leyniskjöl Alríkissaksóknarar sem rannsaka leyniskjöl sem Donald Trump hafði með sér þegar hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna stefndu fyrirtæki hans um upplýsingar um viðskiptatengsl við sjö erlend ríki. Rannsóknin kann því að beinast að því hvort að Trump hafi nýtt sér skjölin í viðskiptum sínum á erlendri grundu. 23. maí 2023 11:01
Telja Trump hafa hindrað rannsókn á leyniskjölum Bandaríska dómsmálaráðuneytið og alríkislögreglan eru sögð hafa safnað nýjum sönnunargögnum sem benda til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafi reynt að leggja stein í götu rannsóknar á leyniskjölum sem fundust á heimili hans í fyrra. 3. apríl 2023 15:10