Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - FH 0-2 | Hafnfirðingar gerðu góða ferð norður Ester Ósk Árnadóttir skrifar 1. júní 2023 20:24 FH-konur voru ánægðar í dag. vísir/anton FH vann sinn annan sigur í Bestu deild kvenna á tímabilinu þegar liðið vann 2-0 sigur á Þór/KA fyrir norðan í kvöld. FH fer úr fallsæti með sigrinum. Heimkonur byrjuðu leikinn af krafti og fyrstu fimmtán mínúturnar voru algjör eign heimakvenna sem fengu hálffæri, eitt dauðafæri og sjö hornspyrnur en náðu ekki að nýta sér þá yfirburði. Dauðfæri heimakvenna kom á fimmtu mínútu þegar Karen María Sigurgeirsdóttir átti skot af stuttu færi innan úr teig en boltinn yfir markið. FH náði að vinna sig hægt og rólega inn í leikinn og á 16. mínútu átti Esther Rós Arnarsdóttir skot fyrir utan teig sem Melissa Anne Lowder í marki Þór/KA varði. Á 30. mínútu dróg svo til tíðinda þegar Mackenzie Marie George átti skot sem hafnaði í stönginni og út, þar var Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir rétt kona á réttum stað þegar boltinn datt í teignum og smellti honum í netið. Gestirnir komnir yfir þvert á gang leiksins. Þetta virtist slá heimakonur alveg út af laginu og gestirnir komust í miklu betri takt við leikinn. Fátt markvert gerðist eftir markið og því voru hálfleikstölur 0-1 fyrir gestina. FH kom af miklum krafti inn í síðari hálfleikinn og voru miklu betri á öllum sviðum. Þór/KA náði ekki að mæta kraftinum sem gestirnir komu með út í síðari hálfleikinn og áttu í basli. Seinni hálfleikurinn tíðindarlítill þar til á 89. mínútu að varamaðurinn Sara Montoro rak smiðshöggið með öðru marki gestanna. Sofandaháttur í vörn Þór/KA og Sara lét ekki segja sér það tvisvar og kloppaði Melissu Anne Lowder í marki Þór/KA. Lokatölur 0-2 fyrir FH. Afhverju vann FH? Þær stóðust áhlaupið í upphafi leiks og ná svo þessu marki inn sem breyti heldur betur gang leiksins. Heimakonur náðu sér aldrei almennilega á strik eftir markið og gestirnir gengu á lagið og voru miklu betri í síðari hálfleik, sanngjarn 0-2 sigur. Hverjar stóðu upp úr? Varnarlína FH eins og hún lagði sig var frábær þegar áhlaup heimakvenna var í upphafi leiks og köstuðu sér fyrir hvern boltann á fætur öðrum og héldu svo hreinu það sem eftir var. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði fyrsta markið og var stöðugt ógnandi og þá átti Mackenzie Marie George góðan leik. Hvað gekk illa? Eftir að FH komst yfir virtust heimakonur algjörlega missa trú á verkefninu, sóknaruppbygging varð stirð og í síðari hálfleik náðu þær einfaldlega ekki að mæta orkustigi FH. FH vann nánast allar tæklingar og seinni boltann. Hvað gerist næst? Þór/KA heimsækir Hlíðarenda á þriðjudaginn í næstu viku. FH fær Selfoss í heimsókn sama dag. Jóhann Kristinn Gunnarsson: „Komum svolítið brött inn í mótið“ Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.Vísir/Vilhelm „Við bara náum ekki að skora og þær skora úr sínu fyrsta færi. Við tökum það of mikið inn á okkur og það hefur of mikil áhrif, sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir 0-2 tap á móti FH á heimavelli. „Leikurinn breytist í kjölfarið eftir mjög sterka byrjun hjá okkur, trúin hjá FH lifnaði og okkar dofnaði því miður. Mörk breyta leikjum og við erum að lenda í því annan leikinn í röð að byrja mjög vel en ná ekki að nýta þá yfirburði. Það er áhyggjuefni hvað þetta hefur mikil áhrif á okkur að lenda undir en við erum bara lið í mótun eins og mörg önnur og við verðum bara að þroskast og læra betur hvernig við höndlum mótlæti.“ Þór/KA byrjaði leikinn miklu betur en FH en eftir því sem leið á, áttu heimakonur erfitt með að mæta orkustigi gestanna. „Það var mikill kraftur í þessu FH liði, þetta er gott lið. Það var rosalega orka í þessu hjá þeim og það er nú þannig að trú og von færir manni það og FH fann lyktina af sigrinum í seinni hálfleik. Þær eiga sigurinn skilið í dag og ég óska þeim bara til hamingju.“ Þetta er þriðji tapleikur Þór/KA í röð. „Ég held að við séum bara í vondum fasa þegar við töpum leikjum sama hvaða lið það er. Ég var að segja stelpunum inn í klefa að það breytir því ekki að við þurfum að læra og þroskast, við erum að móta okkar lið. Við komum kannski svolítið brött inn í þetta mót, það gekk allt upp þá og kannski gleymdum við okkur aðeins og það vantaði pínu jarðtengingu. Við erum að fá þetta svolítið harkalega og okkur er skellt á jörðina.“ Besta deild kvenna Þór Akureyri KA FH
FH vann sinn annan sigur í Bestu deild kvenna á tímabilinu þegar liðið vann 2-0 sigur á Þór/KA fyrir norðan í kvöld. FH fer úr fallsæti með sigrinum. Heimkonur byrjuðu leikinn af krafti og fyrstu fimmtán mínúturnar voru algjör eign heimakvenna sem fengu hálffæri, eitt dauðafæri og sjö hornspyrnur en náðu ekki að nýta sér þá yfirburði. Dauðfæri heimakvenna kom á fimmtu mínútu þegar Karen María Sigurgeirsdóttir átti skot af stuttu færi innan úr teig en boltinn yfir markið. FH náði að vinna sig hægt og rólega inn í leikinn og á 16. mínútu átti Esther Rós Arnarsdóttir skot fyrir utan teig sem Melissa Anne Lowder í marki Þór/KA varði. Á 30. mínútu dróg svo til tíðinda þegar Mackenzie Marie George átti skot sem hafnaði í stönginni og út, þar var Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir rétt kona á réttum stað þegar boltinn datt í teignum og smellti honum í netið. Gestirnir komnir yfir þvert á gang leiksins. Þetta virtist slá heimakonur alveg út af laginu og gestirnir komust í miklu betri takt við leikinn. Fátt markvert gerðist eftir markið og því voru hálfleikstölur 0-1 fyrir gestina. FH kom af miklum krafti inn í síðari hálfleikinn og voru miklu betri á öllum sviðum. Þór/KA náði ekki að mæta kraftinum sem gestirnir komu með út í síðari hálfleikinn og áttu í basli. Seinni hálfleikurinn tíðindarlítill þar til á 89. mínútu að varamaðurinn Sara Montoro rak smiðshöggið með öðru marki gestanna. Sofandaháttur í vörn Þór/KA og Sara lét ekki segja sér það tvisvar og kloppaði Melissu Anne Lowder í marki Þór/KA. Lokatölur 0-2 fyrir FH. Afhverju vann FH? Þær stóðust áhlaupið í upphafi leiks og ná svo þessu marki inn sem breyti heldur betur gang leiksins. Heimakonur náðu sér aldrei almennilega á strik eftir markið og gestirnir gengu á lagið og voru miklu betri í síðari hálfleik, sanngjarn 0-2 sigur. Hverjar stóðu upp úr? Varnarlína FH eins og hún lagði sig var frábær þegar áhlaup heimakvenna var í upphafi leiks og köstuðu sér fyrir hvern boltann á fætur öðrum og héldu svo hreinu það sem eftir var. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði fyrsta markið og var stöðugt ógnandi og þá átti Mackenzie Marie George góðan leik. Hvað gekk illa? Eftir að FH komst yfir virtust heimakonur algjörlega missa trú á verkefninu, sóknaruppbygging varð stirð og í síðari hálfleik náðu þær einfaldlega ekki að mæta orkustigi FH. FH vann nánast allar tæklingar og seinni boltann. Hvað gerist næst? Þór/KA heimsækir Hlíðarenda á þriðjudaginn í næstu viku. FH fær Selfoss í heimsókn sama dag. Jóhann Kristinn Gunnarsson: „Komum svolítið brött inn í mótið“ Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.Vísir/Vilhelm „Við bara náum ekki að skora og þær skora úr sínu fyrsta færi. Við tökum það of mikið inn á okkur og það hefur of mikil áhrif, sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir 0-2 tap á móti FH á heimavelli. „Leikurinn breytist í kjölfarið eftir mjög sterka byrjun hjá okkur, trúin hjá FH lifnaði og okkar dofnaði því miður. Mörk breyta leikjum og við erum að lenda í því annan leikinn í röð að byrja mjög vel en ná ekki að nýta þá yfirburði. Það er áhyggjuefni hvað þetta hefur mikil áhrif á okkur að lenda undir en við erum bara lið í mótun eins og mörg önnur og við verðum bara að þroskast og læra betur hvernig við höndlum mótlæti.“ Þór/KA byrjaði leikinn miklu betur en FH en eftir því sem leið á, áttu heimakonur erfitt með að mæta orkustigi gestanna. „Það var mikill kraftur í þessu FH liði, þetta er gott lið. Það var rosalega orka í þessu hjá þeim og það er nú þannig að trú og von færir manni það og FH fann lyktina af sigrinum í seinni hálfleik. Þær eiga sigurinn skilið í dag og ég óska þeim bara til hamingju.“ Þetta er þriðji tapleikur Þór/KA í röð. „Ég held að við séum bara í vondum fasa þegar við töpum leikjum sama hvaða lið það er. Ég var að segja stelpunum inn í klefa að það breytir því ekki að við þurfum að læra og þroskast, við erum að móta okkar lið. Við komum kannski svolítið brött inn í þetta mót, það gekk allt upp þá og kannski gleymdum við okkur aðeins og það vantaði pínu jarðtengingu. Við erum að fá þetta svolítið harkalega og okkur er skellt á jörðina.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti