Hneyksluð vegna árása að Taylor Atli Arason skrifar 2. júní 2023 17:44 Anthony Taylor ásamt öryggisvörðum á flugvellinum í Budapest. Twitter PMGOL, samtök dómara á Englandi, hafa fordæmt árásir sem dómarinn Anthony Taylor varð fyrir á flugvellinum í Budapest í gær. UEFA hefur einnig gefið út yfirlýsingu. Taylor dæmdi úrslitaleik Evrópudeildarinnar á milli Roma og Sevilla á miðvikudaginn síðastliðinn. Roma tapaði leiknum í vítaspyrnukeppni en bæði leikmannahópur og stuðningsmenn Roma voru verulega ósáttir við frammistöðu Taylor í leiknum. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, var manna fyrstur að láta Taylor heyra það í bílakjallara á Puskas vellinum í Budapest. Mourinho sparaði ekki F-orðið þegar hann lét Taylor vita hvað honum fannst. Á flugvellinum í Budapest í gær áreittu stuðningsmenn Roma dómarann sem þurfti að komast leiða sinna með aðstoð öryggisvarða á flugvallarins. Einn stuðningsmaður liðsins hefur í kjölfarið verið handtekinn en m.a. var hrækt og kastað stól í áttina að Taylor og fjölskyldu. Referee Anthony Taylor, getting attacked at the airport by Roma fans.This is absolutely disgusting to see, wow! pic.twitter.com/q9g23LrBu3— Football Away Days (@FBAwayDays) June 1, 2023 Dómarasamtökin PMGOL gáfu í morgun út yfirlýsingu vegna málsins. „Við erum hneyksluð vegna þess óréttláta og ógeðfellda áreiti í garð Anthony og fjölskyldu hans þegar hann ferðast heim eftir að hafa dæmt úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Við munum veita honum og fjölskyldu hans okkar stuðning,“ segir í yfirlýsingu PMGOL. PGMOL statement on Anthony Taylor: "We are appalled at the unjustified and abhorrent abuse directed at Anthony and his family as he tries to make his way home from refereeing the UEFA Europa League final. We will continue to provide our full support to Anthony and his family."— Tom Roddy (@TomRoddy_) June 1, 2023 UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur einnig brugðist við málinu þar sem sambandið hvetur leikmenn, knattspyrnustjóra og stuðningsmenn til að koma fram við dómara af virðingu. Sambandið lofar að tryggja öryggi dómara betur og ætlar að rannsaka málið til hlítar. „UEFA er í nánu samstarfi við lögregluyfirvöld og öryggisverði flugvallarins á Budapest. Við munum fara vandlega yfir málið og atvik þess og innleiða frekari öryggisgæslu í næstu viðburðum sambandsins,“ segir m.a. í yfirlýsingu UEFA. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Ráðist að Anthony Taylor og fjölskyldu á flugvellinum í Búdapest Stuðningsmenn Roma réðust að Anthony Taylor og fjölskyldu hans þegar þau hugðust ferðast frá Búdapest í dag. Taylor dæmdi úrslitaleik Sevilla og Roma í Evrópudeildinni í gær. 1. júní 2023 22:30 Mourinho úthúðaði dómaranum Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. 1. júní 2023 06:31 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Sjá meira
Taylor dæmdi úrslitaleik Evrópudeildarinnar á milli Roma og Sevilla á miðvikudaginn síðastliðinn. Roma tapaði leiknum í vítaspyrnukeppni en bæði leikmannahópur og stuðningsmenn Roma voru verulega ósáttir við frammistöðu Taylor í leiknum. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, var manna fyrstur að láta Taylor heyra það í bílakjallara á Puskas vellinum í Budapest. Mourinho sparaði ekki F-orðið þegar hann lét Taylor vita hvað honum fannst. Á flugvellinum í Budapest í gær áreittu stuðningsmenn Roma dómarann sem þurfti að komast leiða sinna með aðstoð öryggisvarða á flugvallarins. Einn stuðningsmaður liðsins hefur í kjölfarið verið handtekinn en m.a. var hrækt og kastað stól í áttina að Taylor og fjölskyldu. Referee Anthony Taylor, getting attacked at the airport by Roma fans.This is absolutely disgusting to see, wow! pic.twitter.com/q9g23LrBu3— Football Away Days (@FBAwayDays) June 1, 2023 Dómarasamtökin PMGOL gáfu í morgun út yfirlýsingu vegna málsins. „Við erum hneyksluð vegna þess óréttláta og ógeðfellda áreiti í garð Anthony og fjölskyldu hans þegar hann ferðast heim eftir að hafa dæmt úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Við munum veita honum og fjölskyldu hans okkar stuðning,“ segir í yfirlýsingu PMGOL. PGMOL statement on Anthony Taylor: "We are appalled at the unjustified and abhorrent abuse directed at Anthony and his family as he tries to make his way home from refereeing the UEFA Europa League final. We will continue to provide our full support to Anthony and his family."— Tom Roddy (@TomRoddy_) June 1, 2023 UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur einnig brugðist við málinu þar sem sambandið hvetur leikmenn, knattspyrnustjóra og stuðningsmenn til að koma fram við dómara af virðingu. Sambandið lofar að tryggja öryggi dómara betur og ætlar að rannsaka málið til hlítar. „UEFA er í nánu samstarfi við lögregluyfirvöld og öryggisverði flugvallarins á Budapest. Við munum fara vandlega yfir málið og atvik þess og innleiða frekari öryggisgæslu í næstu viðburðum sambandsins,“ segir m.a. í yfirlýsingu UEFA.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Ráðist að Anthony Taylor og fjölskyldu á flugvellinum í Búdapest Stuðningsmenn Roma réðust að Anthony Taylor og fjölskyldu hans þegar þau hugðust ferðast frá Búdapest í dag. Taylor dæmdi úrslitaleik Sevilla og Roma í Evrópudeildinni í gær. 1. júní 2023 22:30 Mourinho úthúðaði dómaranum Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. 1. júní 2023 06:31 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Sjá meira
Ráðist að Anthony Taylor og fjölskyldu á flugvellinum í Búdapest Stuðningsmenn Roma réðust að Anthony Taylor og fjölskyldu hans þegar þau hugðust ferðast frá Búdapest í dag. Taylor dæmdi úrslitaleik Sevilla og Roma í Evrópudeildinni í gær. 1. júní 2023 22:30
Mourinho úthúðaði dómaranum Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. 1. júní 2023 06:31