New York er að sökkva Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. júní 2023 16:31 Manhattan. New York sekkur hægt og rólega vegna þunga allra þeirra bygginga sem reistar hafa verið í borginni. Getty Images New York borg er hægt og rólega að sökkva. Rúmlega ein milljón bygginga eru í borginni og þar er leirkenndur jarðvegur borgarinnar smám saman að gefa eftir undan þunganum. Sekkur hægt og rólega New York kann að vera borgin sem aldrei sefur, en hún er vissulega borgin sem sekkur. Hægt og rólega. Talið er að borgin sökkvi um sem nemur 2 mm á ári. Þar við bætist hækkandi yfirborð sjávar, en frá 1950 hefur yfirborð sjávar við Manhattan risið um 23 cm. Í nýlegri rannsókn Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna, kemur fram að í borginni er rúmlega ein milljón bygginga sem samtals vega 762 milljónir tonna, það jafngildir tæplega tveimur milljónum fullhlaðinna Boeing 747 þota. Já, eða 140 milljónum fíla. Og þá á eftir að bæta við massann, öllum samgöngum, bílum, innréttingum og þeim 8,5 milljónum manna sem þramma um borgina dag hvern. Manhattan, Brooklyn og Queens í mestri hættu Fyrsti skýjakljúfur New York borgar var The Tower á Broadway. Byggingu hans lauk 27. september 1889. Hann var nú ekki nema 11 hæðir og þætti ekki einu sinni neitt sérstakt háhýsi í Skuggahverfinu í dag. Svæðin sem eru í mestri hættu eru suðurhluti Manhattan, Brooklyn og Queens, aðallega vegna þess að þar er undirlagið leir sem gefur hæglega undan miklum þunga. Höfundar skýrslunnar segja að New York sé ekki eina borgin við sjó sem sé í hættu. Vegna hækkandi yfirborðs sjávar séu margar borgir í hættu og sú hætta aukist eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga aukist. Stjórnvöld þurfa að gera ráðstafanir En er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af? Ekki í allra nánustu framtíð, og það er óþarfi að rjúka út í búð og kaupa björgunarvesti, segir Tom Parson, stjórnandi rannsóknarinnar. Hins vegar þurfi stjórnvöld að hafa varann á sér. Stál og annað byggingarefni sem kemst ítrekað í snertingu við saltan sjó getur byrjað að tærast og svo má ekki gleyma því að flóð í borgum geta verið mannskæð og það er kannski helsta áhyggjuefnið, segir Parson. Bandaríkin Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Sekkur hægt og rólega New York kann að vera borgin sem aldrei sefur, en hún er vissulega borgin sem sekkur. Hægt og rólega. Talið er að borgin sökkvi um sem nemur 2 mm á ári. Þar við bætist hækkandi yfirborð sjávar, en frá 1950 hefur yfirborð sjávar við Manhattan risið um 23 cm. Í nýlegri rannsókn Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna, kemur fram að í borginni er rúmlega ein milljón bygginga sem samtals vega 762 milljónir tonna, það jafngildir tæplega tveimur milljónum fullhlaðinna Boeing 747 þota. Já, eða 140 milljónum fíla. Og þá á eftir að bæta við massann, öllum samgöngum, bílum, innréttingum og þeim 8,5 milljónum manna sem þramma um borgina dag hvern. Manhattan, Brooklyn og Queens í mestri hættu Fyrsti skýjakljúfur New York borgar var The Tower á Broadway. Byggingu hans lauk 27. september 1889. Hann var nú ekki nema 11 hæðir og þætti ekki einu sinni neitt sérstakt háhýsi í Skuggahverfinu í dag. Svæðin sem eru í mestri hættu eru suðurhluti Manhattan, Brooklyn og Queens, aðallega vegna þess að þar er undirlagið leir sem gefur hæglega undan miklum þunga. Höfundar skýrslunnar segja að New York sé ekki eina borgin við sjó sem sé í hættu. Vegna hækkandi yfirborðs sjávar séu margar borgir í hættu og sú hætta aukist eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga aukist. Stjórnvöld þurfa að gera ráðstafanir En er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af? Ekki í allra nánustu framtíð, og það er óþarfi að rjúka út í búð og kaupa björgunarvesti, segir Tom Parson, stjórnandi rannsóknarinnar. Hins vegar þurfi stjórnvöld að hafa varann á sér. Stál og annað byggingarefni sem kemst ítrekað í snertingu við saltan sjó getur byrjað að tærast og svo má ekki gleyma því að flóð í borgum geta verið mannskæð og það er kannski helsta áhyggjuefnið, segir Parson.
Bandaríkin Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira