Móðir þungt hugsi eftir að sonur varð vitni að látunum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. júní 2023 19:14 Það var mikill hiti í mönnum að leik loknum, enda mikið undir hjá tveimur bestu liðum landsins. Vísir/Hulda Margrét Mikill hiti var í toppslag Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Slagsmál hófust við lok leiks, rautt spjald fór á loft og þjálfarar voru harðorðir í viðtölum. Þá skarst í odda milli stuðningsmanna liðanna. Móðir átta ára drengs veltir fyrir sér hvort slíkur fótboltaleikur sé æskilegur fyrir drenginn til að mæta á. Leikurinn endaði 2-2 eftir að Breiðablik skoraði tvö mörk í uppbótartíma og tryggði jafntefli. Arnar Gunnlagsson, þjálfari Víkinga, var ekki parsáttur með að dómari leiksins hafi farið rúma mínútu fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Logi Tómasson fékk að líta rauða spjaldið eftir að hrinda aðstoðarþjálfara Blika. Jenný Þórunn Stefánsdóttir lögfræðingur setur spurningamerki við ýmslegt sem sonur hennar hafði frá að segja að leiknum loknum: „Hann sagði okkur að hann hefði séð fulla menn kasta dósum í stúkunni, stuðningsmenn rífast við hvorn annan, stuðningsmenn með ögrandi hegðun í garð hvors annars sem gekk svo langt að menn voru nálægt því að lenda í slagsmálum,“ skrifar Jenný á Facebook. Jenný ásamt sonum sínum, Hafsteini Fjalari og Stefáni Fjalari.aðsend Á meðan hafi fótboltafyrirmyndirnar rifið kjaft, hrint hvor öðrum og þjálfararnir hnakkrifist. „Síðan sat mamman heima í stofu og hlustaði á viðtölin eftir leikinn þar sem þjálfari Víkings gerði lítið úr dómara leiksins og velti fyrir sér hvort hann hafi einhverntímann séð leik í ensku úrvalsdeildinni.“ Hún þurfi því að skoða gaumgæfilega hvort svona leikur sé staður sem hún vilji að barn sitt sé á. „Sonur minn lifir fyrir fótboltann, hann horfir á þessa leikmenn með stjörnur í augunum. Þetta eru hans fyrirmyndir og þjálfararnir leiðtogarnir sem bera á virðingu fyrir. Fótbolti á að snúast um fótbolta, sumt er hluti af leiknum annað á ekki heima í íþróttinni. Gildi KSÍ eru meðal annars virðing, samstaða og gleði. Ég sá ekkert af þessu á leiknum í gær,“ skrifar hún að lokum. Kópavogur Breiðablik Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Leikurinn endaði 2-2 eftir að Breiðablik skoraði tvö mörk í uppbótartíma og tryggði jafntefli. Arnar Gunnlagsson, þjálfari Víkinga, var ekki parsáttur með að dómari leiksins hafi farið rúma mínútu fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Logi Tómasson fékk að líta rauða spjaldið eftir að hrinda aðstoðarþjálfara Blika. Jenný Þórunn Stefánsdóttir lögfræðingur setur spurningamerki við ýmslegt sem sonur hennar hafði frá að segja að leiknum loknum: „Hann sagði okkur að hann hefði séð fulla menn kasta dósum í stúkunni, stuðningsmenn rífast við hvorn annan, stuðningsmenn með ögrandi hegðun í garð hvors annars sem gekk svo langt að menn voru nálægt því að lenda í slagsmálum,“ skrifar Jenný á Facebook. Jenný ásamt sonum sínum, Hafsteini Fjalari og Stefáni Fjalari.aðsend Á meðan hafi fótboltafyrirmyndirnar rifið kjaft, hrint hvor öðrum og þjálfararnir hnakkrifist. „Síðan sat mamman heima í stofu og hlustaði á viðtölin eftir leikinn þar sem þjálfari Víkings gerði lítið úr dómara leiksins og velti fyrir sér hvort hann hafi einhverntímann séð leik í ensku úrvalsdeildinni.“ Hún þurfi því að skoða gaumgæfilega hvort svona leikur sé staður sem hún vilji að barn sitt sé á. „Sonur minn lifir fyrir fótboltann, hann horfir á þessa leikmenn með stjörnur í augunum. Þetta eru hans fyrirmyndir og þjálfararnir leiðtogarnir sem bera á virðingu fyrir. Fótbolti á að snúast um fótbolta, sumt er hluti af leiknum annað á ekki heima í íþróttinni. Gildi KSÍ eru meðal annars virðing, samstaða og gleði. Ég sá ekkert af þessu á leiknum í gær,“ skrifar hún að lokum.
Kópavogur Breiðablik Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira