Hver mun sinna þér? Sandra B. Franks skrifar 5. júní 2023 10:00 Treystir þú á að gervigreindin muni sinna þér í ellinni? Reiknar þú með að gervigreindin komi til með að hjúkra þér, hjálpa þér við að sinna frumþörfum þínum? Já, eða halda í höndina á þér þegar erfiðleikar steðja að? Varla. Vel menntað fagfólk með þekkingu og færni til að takast á við breytingar og framþróun velferðarsamfélagsins mun sjá um þessi störf um ókomna framtíð. En hvernig sérðu fyrir þér heilbrigðiskerfið þegar þú kemst á efri ár, - að því gefnu að þú sért ekki þar nú þegar? Alþekkt er að þörf eftir heilbrigðis- og hjúkrunarþjónustu eykst með hækkandi aldri. Í fjölmiðlum berast þær fréttir að núverandi kerfi nær varla að sinna þeim sem til kerfisins leita. Meinið er ýmist kallað „fráflæðisvandi“ eða “mönnunarvandi”. Ætli almenningur viti að fjöldi eldri borgara, sem helst þarf á umfangsmikilli heilbrigðisþjónustu að halda, mun tvöfaldast á næstu 25 árum? Hvernig ætli heilbrigðiskerfið verði þá? Vandi heilbrigðiskerfisins Hver er vandinn? Vafalaust er hann margþættur en það sem blasir við er að það vantar fleira heilbrigðismenntað fólk. Við þurfum einnig að geta haldið betur í þá sem þó hafa menntað sig í heilbrigðisfræðum. Inn í þá mynd spilast vinnuaðstæður og launakjör. Staðreyndirnar tala sínu máli þegar farið er yfir eftirfarandi þætti sem snerta næstfjölmennustu heilbrigðisstétt landsins: Rúmlega helmingur sjúkraliða hefur íhugað að hætta í starfi sínu á síðasta ári. Um helmingur útskrifaðra sjúkraliða fer að vinna við eitthvað annað fagið. Tæplega helmingur sjúkraliða telur sig þurfa að vinna við ófullægjandi mönnun á vinnustað. Um 80% sjúkraliða upplifa álag í vinnunni. Aðrar heilbrigðisstéttir s.s. hjúkrunarfræðingar hafa svipaða sögu að segja. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti nýverið að ekki væru til viðmið um lágmarksmönnun sjúkraliða á heilbrigðisstofnunum. Þá skilgreinir Landspítalinn ekki heldur lágmarksviðmið um mönnun sjúkraliða heldur miðast það við það fjármagn sem spítalinn fær. Það er áhyggjuefni að lágmarksviðmið um mönnun heilbrigðisstétta miðast ekki við þörf heldur úthlutað fjármagn. Fólk nefnilega slasast og veikist burtséð frá opinberum fjárveitingum. Lausnin á þessum vanda er engin geimvísindi. Það þarf meira fjármagn til að geta bætt starfsaðstæður og launakjör. Störfin í heilbrigðiskerfinu þurfa að vera eftirsóknarverð og samkeppnishæf. Aðeins þannig er hægt að tryggja mönnun. Mönnunarvandinn er því fjármagnsvandi. Börn og biðlistar Mönnunarvandinn býr hins vegar ekki bara til vanda fyrir starfsfólkið sem vinnur í heilbrigðiskerfinu, því hann skapar einnig of marga og of langa biðlista. Og jafnvel hjá börnum. Ætli fólk viti almennt hvernig þessum málum er háttað? Skoðum það aðeins. Meðalbiðtími barns eftir þjónustu sálfræðings eru 168 dagar. Meðalbiðtími barns eftir göngudeild Barna- og unglingageðdeildar eru um 7 mánuðir. Meðalbiðtími barns eftir þverfaglegri greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð eru um 15-16 mánuðir. Meðalbiðtími barns eftir ADHD greiningu er um 12-14 mánuðir. Meðalbiðtími barns eftir einhverfugreiningu er um 22– 24 mánuðir. Börn eiga ekki heima á biðlistum. Biðlistar eru því einnig fjármagnsvandi. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu Í könnun Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins frá árinu 2022, kemur í ljós að um 15% kvenna og 13% karla höfðu neitað sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna efnahags. Átti það við um 25% einstæðra mæðra og 23% einstæðra feðra. Þetta eru þúsundir einstaklinga. Það getur kostað talsvert að veikjast og slasast á Íslandi. Því til viðbótar hafa samningar við sérgreinalækna verið lausir frá árinu 2019. Hefur það leitt til þess að kostnaðarhlutdeild þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda hefur aukist verulega. Notendur þessarar þjónustu eru varnarlausir gagnvart þessari hækkun sem stjórnvöld hafa í reynd enga stjórn á. Þetta er líka fjármagnsvandi. Væri ekki ráð að stjórnvöld bæti núverandi heilbrigðiskerfi og standa við stóru orðin? Það þarf að forgangsraða fjármunum ríkissjóðs í samræmi við þörfina og setja miklu meira fjármagn í heilbrigðismálin. Eða er það ekki það sem við öll viljum? Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Heilbrigðismál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Treystir þú á að gervigreindin muni sinna þér í ellinni? Reiknar þú með að gervigreindin komi til með að hjúkra þér, hjálpa þér við að sinna frumþörfum þínum? Já, eða halda í höndina á þér þegar erfiðleikar steðja að? Varla. Vel menntað fagfólk með þekkingu og færni til að takast á við breytingar og framþróun velferðarsamfélagsins mun sjá um þessi störf um ókomna framtíð. En hvernig sérðu fyrir þér heilbrigðiskerfið þegar þú kemst á efri ár, - að því gefnu að þú sért ekki þar nú þegar? Alþekkt er að þörf eftir heilbrigðis- og hjúkrunarþjónustu eykst með hækkandi aldri. Í fjölmiðlum berast þær fréttir að núverandi kerfi nær varla að sinna þeim sem til kerfisins leita. Meinið er ýmist kallað „fráflæðisvandi“ eða “mönnunarvandi”. Ætli almenningur viti að fjöldi eldri borgara, sem helst þarf á umfangsmikilli heilbrigðisþjónustu að halda, mun tvöfaldast á næstu 25 árum? Hvernig ætli heilbrigðiskerfið verði þá? Vandi heilbrigðiskerfisins Hver er vandinn? Vafalaust er hann margþættur en það sem blasir við er að það vantar fleira heilbrigðismenntað fólk. Við þurfum einnig að geta haldið betur í þá sem þó hafa menntað sig í heilbrigðisfræðum. Inn í þá mynd spilast vinnuaðstæður og launakjör. Staðreyndirnar tala sínu máli þegar farið er yfir eftirfarandi þætti sem snerta næstfjölmennustu heilbrigðisstétt landsins: Rúmlega helmingur sjúkraliða hefur íhugað að hætta í starfi sínu á síðasta ári. Um helmingur útskrifaðra sjúkraliða fer að vinna við eitthvað annað fagið. Tæplega helmingur sjúkraliða telur sig þurfa að vinna við ófullægjandi mönnun á vinnustað. Um 80% sjúkraliða upplifa álag í vinnunni. Aðrar heilbrigðisstéttir s.s. hjúkrunarfræðingar hafa svipaða sögu að segja. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti nýverið að ekki væru til viðmið um lágmarksmönnun sjúkraliða á heilbrigðisstofnunum. Þá skilgreinir Landspítalinn ekki heldur lágmarksviðmið um mönnun sjúkraliða heldur miðast það við það fjármagn sem spítalinn fær. Það er áhyggjuefni að lágmarksviðmið um mönnun heilbrigðisstétta miðast ekki við þörf heldur úthlutað fjármagn. Fólk nefnilega slasast og veikist burtséð frá opinberum fjárveitingum. Lausnin á þessum vanda er engin geimvísindi. Það þarf meira fjármagn til að geta bætt starfsaðstæður og launakjör. Störfin í heilbrigðiskerfinu þurfa að vera eftirsóknarverð og samkeppnishæf. Aðeins þannig er hægt að tryggja mönnun. Mönnunarvandinn er því fjármagnsvandi. Börn og biðlistar Mönnunarvandinn býr hins vegar ekki bara til vanda fyrir starfsfólkið sem vinnur í heilbrigðiskerfinu, því hann skapar einnig of marga og of langa biðlista. Og jafnvel hjá börnum. Ætli fólk viti almennt hvernig þessum málum er háttað? Skoðum það aðeins. Meðalbiðtími barns eftir þjónustu sálfræðings eru 168 dagar. Meðalbiðtími barns eftir göngudeild Barna- og unglingageðdeildar eru um 7 mánuðir. Meðalbiðtími barns eftir þverfaglegri greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð eru um 15-16 mánuðir. Meðalbiðtími barns eftir ADHD greiningu er um 12-14 mánuðir. Meðalbiðtími barns eftir einhverfugreiningu er um 22– 24 mánuðir. Börn eiga ekki heima á biðlistum. Biðlistar eru því einnig fjármagnsvandi. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu Í könnun Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins frá árinu 2022, kemur í ljós að um 15% kvenna og 13% karla höfðu neitað sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna efnahags. Átti það við um 25% einstæðra mæðra og 23% einstæðra feðra. Þetta eru þúsundir einstaklinga. Það getur kostað talsvert að veikjast og slasast á Íslandi. Því til viðbótar hafa samningar við sérgreinalækna verið lausir frá árinu 2019. Hefur það leitt til þess að kostnaðarhlutdeild þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda hefur aukist verulega. Notendur þessarar þjónustu eru varnarlausir gagnvart þessari hækkun sem stjórnvöld hafa í reynd enga stjórn á. Þetta er líka fjármagnsvandi. Væri ekki ráð að stjórnvöld bæti núverandi heilbrigðiskerfi og standa við stóru orðin? Það þarf að forgangsraða fjármunum ríkissjóðs í samræmi við þörfina og setja miklu meira fjármagn í heilbrigðismálin. Eða er það ekki það sem við öll viljum? Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar