Laxastofninn í Þjórsá hefur margfaldast að stærð Jóna Bjarnadóttir skrifar 6. júní 2023 10:00 Margt hefur verið fullyrt um neikvæð áhrif virkjana Landsvirkjunar í Þjórsá á fiskistofna árinnar og ekki allt sannleikanum samkvæmt. Raunin er sú að virkjanirnar hafa haft verulega jákvæð áhrif á stærð stofnanna og gengd þeirra upp Þjórsá og þverár hennar. Þjórsá var fyrst virkjuð við Búrfell árið 1969 og síðan hafa verið byggðar sex virkjanir til viðbótar í ánni. Á þessari hálfu öld hefur rennsli árinnar jafnast út og aurarnir þar sem áin flæmdist áður um eru nú óðum að gróa upp. Áhrif virkjana eru auðvitað töluverð á vatnalíf. Áin er orðin tærari en hún var, svo sólarljósið nær lengra niður í árvatnið og ljóstillífun þörunga og plantna hefur aukist. Þetta tvennt – jafnt rennsli og minna jökulgrugg - hefur aukið lífræna framleiðslu í ánni og fiskistofnar árinnar hafa því stækkað. Sé litið á veiðitölur sem endurspegla laxagöngur í ánni má ætla að laxastofninn hafi um það bil tvöfaldast að stærð vegna þessara áhrifa virkjananna. Góð reynsla af laxastigum Fyrir rúmum 30 árum var laxastigi við Búðafoss tekinn í notkun. Um 27 kílómetra leið er frá Búðafossi að Búrfelli en auk þess falla þverár til Þjórsár á þessu svæði. Stiginn opnaði stór, ný búsvæði fyrir laxinn. Nú gengur lax frá sjó og upp að Búrfelli og í flestar fiskgengar þverár Þjórsár. Stofninn stækkaði því enn og tvöfaldaðist aftur að stærð. Það þýðir að laxastofn Þjórsár er nú um það bil fjórum sinnum stærri en hann var fyrir virkjanir. Rúmlega 40% stofnsins eru veidd á hverju ári svo veiðin hefur að sama skapi margfaldast. Nú stendur til að bæta einni virkjun við virkjanaröðina í Þjórsá, en Hvammsvirkjun verður um átta kílómetra ofan við Búðafoss. Við hönnun virkjunarinnar er mjög vel gætt að fiskigöngum. Í stíflu virkjunarinnar verður fiskistigi af bestu gerð til að tryggja að fiskur komist upp fyrir hana. Umfangsmiklar straumfræðirannsóknir Svokölluð seiðafleyta tryggir svo göngur seiðanna niður ána en hönnun hennar er afrakstur eins umfangsmesta rannsóknarverkefnis á sviði straumfræði sem unnið hefur verið á Íslandi. Í rannsóknum á straumfræði eru notuð ýmis mælitæki en einnig eru notaðar einfaldar en áreiðanlegar aðferðir til að skilja flókna straumfræðilega hegðun. Nýtt eru litarefni og flot með mismunandi flotvægi til að sjá og mæla strauma, þar á meðal perlur. Flot sem fljóta rétt undir yfirborði nýtast vel til að sjá yfirborðsstrauma, sem getur verið krefjandi að mæla með öðrum mælitækjum, en þessa yfirborðsstrauma nýta niðurgönguseiði til að fara niður straumvötn til sjávar. Perlur eru nýttar til að skilja straumfræði, en ekki hegðun lífvera. Ósæmileg aðför að heiðri vísindafólks Reynt hefur verið að gera lítið úr ítarlegum og vönduðum rannsóknum vísindafólksins með upphrópunum um að Landsvirkjun sé bara að perla, hella hrúgum af litlum plastsívalningum í módel og ganga út frá að laxaseiði hegði sér eins. Vísindin að baki eru miklu flóknari en svo og engum til sóma að vega með þessum hætti að heiðri vísindafólks. Í verkefnið fóru þúsundir vinnustunda við að skilja betur og bæta hönnunina. Afrakstur verkefnisins var m.a. þrjú meistaraverkefni, auk skýrslna, fjölda greina og kynninga innanlands og utan, að ótalinni þeirri þekkingu sem skapaðist og betur hannað mannvirki. Það er einnig mikilvægt að benda á að plastperlurnar voru einvörðungu notaðar í lokuðu hermilíkani en ekki úti í náttúrunni eins og einhverjir vilja halda. Til að viðhalda lífríki árinnar í farveginum neðan stíflunnar verður tryggt 10 m3/s lágmarkrennsli en það samsvarar 3-4 Elliðaám að sumri. Þannig er líka öruggt að fiskur komist þessa leið að stiganum við Hvammsvirkjun. Fiskistofnar munu dafna áfram Rúm 5% af búsvæðum laxins tapast í Hagalóni, inntakslóni virkjunarinnar. Á móti kemur að búsvæði urriða og bleikju stækkar, því þær tegundir geta nýtt sér lónið. Straumhraði í Hagalóni er allmikill þannig að fiskur finnur vel strauminn til að ganga upp og niður. Allt er því gert til að tryggja að fiskistofnarnir haldi áfram að dafna í ánni. Eftir að virkjunin rís verður haldið áfram með rannsóknir á laxagöngunni. Teljari verður í fiskistiga Hvammsvirkjunar þar sem sést hvenær og hversu margir fiskar fara þar um. Bæði fullorðinn lax á leið upp ána og gönguseiði á leið niður verða merkt og fylgst með hvernig för þeirra gengur. Landsvirkjun er umhugað um umhverfið og til að lágmarka neikvæð áhrif af starfseminni eru margir umhverfisþættir á öllum vinnslusvæðum okkar vaktaðir, jafnt á meðan framkvæmdum við virkjanir stendur og eftir gangsetningu þeirra. Umhverfisþættir í vatni eru vaktaðir, vatnalíf og fiskistofnar og fylgst er með gróðri og dýralífi á landi. Margar af fremstu náttúruvísindastofnunum landsins sinna þessum rannsóknum í samstarfi við Landsvirkjun og eru niðurstöður þeirra opnar og aðgengilegar öllum. Við erum stolt af þessu starfi okkar og munum hvergi slá slöku við. Það er metnaður Landsvirkjunar að tryggja sterka fiskistofna í Þjórsá. Með þeim aðgerðum sem áætlaðar eru meðfram byggingu Hvammsvirkjunar er tryggt að svo verði áfram. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Margt hefur verið fullyrt um neikvæð áhrif virkjana Landsvirkjunar í Þjórsá á fiskistofna árinnar og ekki allt sannleikanum samkvæmt. Raunin er sú að virkjanirnar hafa haft verulega jákvæð áhrif á stærð stofnanna og gengd þeirra upp Þjórsá og þverár hennar. Þjórsá var fyrst virkjuð við Búrfell árið 1969 og síðan hafa verið byggðar sex virkjanir til viðbótar í ánni. Á þessari hálfu öld hefur rennsli árinnar jafnast út og aurarnir þar sem áin flæmdist áður um eru nú óðum að gróa upp. Áhrif virkjana eru auðvitað töluverð á vatnalíf. Áin er orðin tærari en hún var, svo sólarljósið nær lengra niður í árvatnið og ljóstillífun þörunga og plantna hefur aukist. Þetta tvennt – jafnt rennsli og minna jökulgrugg - hefur aukið lífræna framleiðslu í ánni og fiskistofnar árinnar hafa því stækkað. Sé litið á veiðitölur sem endurspegla laxagöngur í ánni má ætla að laxastofninn hafi um það bil tvöfaldast að stærð vegna þessara áhrifa virkjananna. Góð reynsla af laxastigum Fyrir rúmum 30 árum var laxastigi við Búðafoss tekinn í notkun. Um 27 kílómetra leið er frá Búðafossi að Búrfelli en auk þess falla þverár til Þjórsár á þessu svæði. Stiginn opnaði stór, ný búsvæði fyrir laxinn. Nú gengur lax frá sjó og upp að Búrfelli og í flestar fiskgengar þverár Þjórsár. Stofninn stækkaði því enn og tvöfaldaðist aftur að stærð. Það þýðir að laxastofn Þjórsár er nú um það bil fjórum sinnum stærri en hann var fyrir virkjanir. Rúmlega 40% stofnsins eru veidd á hverju ári svo veiðin hefur að sama skapi margfaldast. Nú stendur til að bæta einni virkjun við virkjanaröðina í Þjórsá, en Hvammsvirkjun verður um átta kílómetra ofan við Búðafoss. Við hönnun virkjunarinnar er mjög vel gætt að fiskigöngum. Í stíflu virkjunarinnar verður fiskistigi af bestu gerð til að tryggja að fiskur komist upp fyrir hana. Umfangsmiklar straumfræðirannsóknir Svokölluð seiðafleyta tryggir svo göngur seiðanna niður ána en hönnun hennar er afrakstur eins umfangsmesta rannsóknarverkefnis á sviði straumfræði sem unnið hefur verið á Íslandi. Í rannsóknum á straumfræði eru notuð ýmis mælitæki en einnig eru notaðar einfaldar en áreiðanlegar aðferðir til að skilja flókna straumfræðilega hegðun. Nýtt eru litarefni og flot með mismunandi flotvægi til að sjá og mæla strauma, þar á meðal perlur. Flot sem fljóta rétt undir yfirborði nýtast vel til að sjá yfirborðsstrauma, sem getur verið krefjandi að mæla með öðrum mælitækjum, en þessa yfirborðsstrauma nýta niðurgönguseiði til að fara niður straumvötn til sjávar. Perlur eru nýttar til að skilja straumfræði, en ekki hegðun lífvera. Ósæmileg aðför að heiðri vísindafólks Reynt hefur verið að gera lítið úr ítarlegum og vönduðum rannsóknum vísindafólksins með upphrópunum um að Landsvirkjun sé bara að perla, hella hrúgum af litlum plastsívalningum í módel og ganga út frá að laxaseiði hegði sér eins. Vísindin að baki eru miklu flóknari en svo og engum til sóma að vega með þessum hætti að heiðri vísindafólks. Í verkefnið fóru þúsundir vinnustunda við að skilja betur og bæta hönnunina. Afrakstur verkefnisins var m.a. þrjú meistaraverkefni, auk skýrslna, fjölda greina og kynninga innanlands og utan, að ótalinni þeirri þekkingu sem skapaðist og betur hannað mannvirki. Það er einnig mikilvægt að benda á að plastperlurnar voru einvörðungu notaðar í lokuðu hermilíkani en ekki úti í náttúrunni eins og einhverjir vilja halda. Til að viðhalda lífríki árinnar í farveginum neðan stíflunnar verður tryggt 10 m3/s lágmarkrennsli en það samsvarar 3-4 Elliðaám að sumri. Þannig er líka öruggt að fiskur komist þessa leið að stiganum við Hvammsvirkjun. Fiskistofnar munu dafna áfram Rúm 5% af búsvæðum laxins tapast í Hagalóni, inntakslóni virkjunarinnar. Á móti kemur að búsvæði urriða og bleikju stækkar, því þær tegundir geta nýtt sér lónið. Straumhraði í Hagalóni er allmikill þannig að fiskur finnur vel strauminn til að ganga upp og niður. Allt er því gert til að tryggja að fiskistofnarnir haldi áfram að dafna í ánni. Eftir að virkjunin rís verður haldið áfram með rannsóknir á laxagöngunni. Teljari verður í fiskistiga Hvammsvirkjunar þar sem sést hvenær og hversu margir fiskar fara þar um. Bæði fullorðinn lax á leið upp ána og gönguseiði á leið niður verða merkt og fylgst með hvernig för þeirra gengur. Landsvirkjun er umhugað um umhverfið og til að lágmarka neikvæð áhrif af starfseminni eru margir umhverfisþættir á öllum vinnslusvæðum okkar vaktaðir, jafnt á meðan framkvæmdum við virkjanir stendur og eftir gangsetningu þeirra. Umhverfisþættir í vatni eru vaktaðir, vatnalíf og fiskistofnar og fylgst er með gróðri og dýralífi á landi. Margar af fremstu náttúruvísindastofnunum landsins sinna þessum rannsóknum í samstarfi við Landsvirkjun og eru niðurstöður þeirra opnar og aðgengilegar öllum. Við erum stolt af þessu starfi okkar og munum hvergi slá slöku við. Það er metnaður Landsvirkjunar að tryggja sterka fiskistofna í Þjórsá. Með þeim aðgerðum sem áætlaðar eru meðfram byggingu Hvammsvirkjunar er tryggt að svo verði áfram. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar