Staða lóðamála í Reykjavík Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 6. júní 2023 07:31 Það hefur verið dapurt að fylgjast með umræðunni um lóðamál í Reykjavík. Lögaðili segir engar lóðir að fá og engar óseldar lóðir séu til en starfsmaður borgarinnar þvertekur fyrir það í svari í Morgunblaðinu. Flokkur fólksins hefur látið sig þessi mál varða enda óþolandi hversu mikill framboðsskortur er í Reykjavík þrátt fyrir að byggt hafi verið talsvert. Vissulega hefur borgarbúum fjölgað mikið. Vandinn er að varla er lóð að fá hvorki fyrir einstaklinga né lögaðila. Samt má sjá á vefsjá borgarinnar tölu um að tæpar 2600 lóðir virðast vera til sölu og sagðar byggingarhæfar. Þegar rýnt er í kortið sjálft má reyndar eingöngu sjá agnarlítið brot af þeirri tölu. Í allri þessari umræðu mætti halda að gert sé ráð fyrir að lögaðilar eigi að kaupa lóðir sem eru í einkaeign. Hér er vísað í viðtal við Þorvald Gissurarson forstjóra ÞG Verks í Morgunblaðinu 5. júní þar sem hann spyr um þetta og segir jafnframt að „á þéttingarreitum er lóðaverð komið allt að og jafnvel yfir 200 þúsund krónur fyrir hvern byggðan fermetra að meðtöldum gjöldum sveitarfélagsins. Það samsvarar 20 milljónum á 100 fermetra íbúð“. Hvað er rétt? Er verið að hagræða sannleikanum þegar sagt er að það sé nóg framboð af lóðum í borginni? Fram hefur komið að lögaðilar bíði eftir að lóð sé boðin út. Enginn sé tekinn fram fyrir, ekki heldur þeir lögaðilar sem óska eftir lóðum til að byggja íbúðir sem hægt er að selja og/eða leigja á viðráðanlegu verði. Á meðan líður tíminn og sá hópur sem ekki hefur tryggt húsnæði sem það getur kallað heimili sitt stækkar. Þessi hópur er fólk sem er tekjulægst og aðrir viðkvæmir hópar. Fullyrða má að borgin úthlutar ekki lóðum í samræmi við þörf eins og lofað hefur verið. Framboðsskorturinn er borgarmeirihlutanum að kenna. Kallað er eftir loforði frá Framsóknarflokknum í aðdraganda kosninga en ekkert heyrist frá þeim bænum í þessum málum. Reynt að fá heiðarleg svör Flokkur fólksins hefur lagt fram fyrirspurnir um þessi mál og leggur fram fleiri á fimmtudag þegar borgarráð kemur saman. Það þurfa að koma skýr svör. Þéttingaráform meirihlutans hafa sett stein í götu þeirra sem vilja fá lóðir til að byggja íbúðir til að selja á viðráðanlegu. Við það er ekki hægt að una. Hinn 25. maí sl. lagði Flokkur fólksins í borgarstjórn fram þessar fyrirspurnir: Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um stöðu lóðaúthlutana hjá Reykjavíkurborg. Getur verið að óhagnaðardrifin leigufélög séu stopp í sínum áætlunum vegna þess að lóðir í Reykjavík eru ýmist ekki tilbúnar eða hreinlega fást ekki?Jafnframt er óskað upplýsinga um hvort einstaklingar geti fengið lóð í Reykjavík, hvort sem það sé lóð fyrir eigið hús eða fjöleignarhús í samvinnu við aðra. Í fyrra þurfti Bjarg íbúðafélag að skila inn stofnframlögum vegna þess að lóðir þar sem byggja átti eru ekki tilbúnar. Bjarg íbúðafélag er óhagnaðardrifið leigufélag að danskri fyrirmynd sem byggja íbúðir sem seldar eru á viðráðanlegu verði. Þá sagði formaður VR lóðaskort standa í vegi fyrir uppbyggingu nýrra íbúða og kallað var eftir aðgerðum í húsnæðismálum. Spurt er nú hvort þessi sama staða sé uppi nú? Á fimmtudaginn næstkomandi leggur Flokkur fólksins fram í borgarráði eftirfarandi: Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um gildandi reglur og fyrirkomulag lóðaúthlutana hjá Reykjavíkurborg. Óskað er eftir því að í svarinu komi fram allar þær leiðir sem unnt er að fara til að fá lóð úthlutaðri hjá borginni, hvaða skilyrði lögaðilar og einstaklingar þurfa að uppfylla til að geta fengið lóð. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um fjölda lóða sem hefur verið úthlutað á tímabilinu 2018 til dagsins í dag og hversu mörgum hefur verið úthlutað til einstaklinga og hversu mörgum til lögaðila. Þess er vænst að svar komi fljótt og að það verði heiðarlegt svar en ekki útúrsnúningur. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið dapurt að fylgjast með umræðunni um lóðamál í Reykjavík. Lögaðili segir engar lóðir að fá og engar óseldar lóðir séu til en starfsmaður borgarinnar þvertekur fyrir það í svari í Morgunblaðinu. Flokkur fólksins hefur látið sig þessi mál varða enda óþolandi hversu mikill framboðsskortur er í Reykjavík þrátt fyrir að byggt hafi verið talsvert. Vissulega hefur borgarbúum fjölgað mikið. Vandinn er að varla er lóð að fá hvorki fyrir einstaklinga né lögaðila. Samt má sjá á vefsjá borgarinnar tölu um að tæpar 2600 lóðir virðast vera til sölu og sagðar byggingarhæfar. Þegar rýnt er í kortið sjálft má reyndar eingöngu sjá agnarlítið brot af þeirri tölu. Í allri þessari umræðu mætti halda að gert sé ráð fyrir að lögaðilar eigi að kaupa lóðir sem eru í einkaeign. Hér er vísað í viðtal við Þorvald Gissurarson forstjóra ÞG Verks í Morgunblaðinu 5. júní þar sem hann spyr um þetta og segir jafnframt að „á þéttingarreitum er lóðaverð komið allt að og jafnvel yfir 200 þúsund krónur fyrir hvern byggðan fermetra að meðtöldum gjöldum sveitarfélagsins. Það samsvarar 20 milljónum á 100 fermetra íbúð“. Hvað er rétt? Er verið að hagræða sannleikanum þegar sagt er að það sé nóg framboð af lóðum í borginni? Fram hefur komið að lögaðilar bíði eftir að lóð sé boðin út. Enginn sé tekinn fram fyrir, ekki heldur þeir lögaðilar sem óska eftir lóðum til að byggja íbúðir sem hægt er að selja og/eða leigja á viðráðanlegu verði. Á meðan líður tíminn og sá hópur sem ekki hefur tryggt húsnæði sem það getur kallað heimili sitt stækkar. Þessi hópur er fólk sem er tekjulægst og aðrir viðkvæmir hópar. Fullyrða má að borgin úthlutar ekki lóðum í samræmi við þörf eins og lofað hefur verið. Framboðsskorturinn er borgarmeirihlutanum að kenna. Kallað er eftir loforði frá Framsóknarflokknum í aðdraganda kosninga en ekkert heyrist frá þeim bænum í þessum málum. Reynt að fá heiðarleg svör Flokkur fólksins hefur lagt fram fyrirspurnir um þessi mál og leggur fram fleiri á fimmtudag þegar borgarráð kemur saman. Það þurfa að koma skýr svör. Þéttingaráform meirihlutans hafa sett stein í götu þeirra sem vilja fá lóðir til að byggja íbúðir til að selja á viðráðanlegu. Við það er ekki hægt að una. Hinn 25. maí sl. lagði Flokkur fólksins í borgarstjórn fram þessar fyrirspurnir: Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um stöðu lóðaúthlutana hjá Reykjavíkurborg. Getur verið að óhagnaðardrifin leigufélög séu stopp í sínum áætlunum vegna þess að lóðir í Reykjavík eru ýmist ekki tilbúnar eða hreinlega fást ekki?Jafnframt er óskað upplýsinga um hvort einstaklingar geti fengið lóð í Reykjavík, hvort sem það sé lóð fyrir eigið hús eða fjöleignarhús í samvinnu við aðra. Í fyrra þurfti Bjarg íbúðafélag að skila inn stofnframlögum vegna þess að lóðir þar sem byggja átti eru ekki tilbúnar. Bjarg íbúðafélag er óhagnaðardrifið leigufélag að danskri fyrirmynd sem byggja íbúðir sem seldar eru á viðráðanlegu verði. Þá sagði formaður VR lóðaskort standa í vegi fyrir uppbyggingu nýrra íbúða og kallað var eftir aðgerðum í húsnæðismálum. Spurt er nú hvort þessi sama staða sé uppi nú? Á fimmtudaginn næstkomandi leggur Flokkur fólksins fram í borgarráði eftirfarandi: Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um gildandi reglur og fyrirkomulag lóðaúthlutana hjá Reykjavíkurborg. Óskað er eftir því að í svarinu komi fram allar þær leiðir sem unnt er að fara til að fá lóð úthlutaðri hjá borginni, hvaða skilyrði lögaðilar og einstaklingar þurfa að uppfylla til að geta fengið lóð. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um fjölda lóða sem hefur verið úthlutað á tímabilinu 2018 til dagsins í dag og hversu mörgum hefur verið úthlutað til einstaklinga og hversu mörgum til lögaðila. Þess er vænst að svar komi fljótt og að það verði heiðarlegt svar en ekki útúrsnúningur. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar