Óttast „stjórnlausan“ flaum hjúkrunarfræðinga frá bágstöddum ríkjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. júní 2023 08:49 Sjúklingar þurfa að bíða lengur vegna skorts á heilbrigðisstarfsfólki og þá er hætt við að ekki verði hægt að sinna ákveðinni þjónustu, svo sem bólusetningum. Getty Áhyggjur eru uppi vegna „stjórnlauss“ brottflutnings hjúkrunarfræðinga frá bágstöddum ríkjum á borð við Ghana til efnaðri ríkja, til að mynda Bretlands. Árið 2022 voru 1.200 hjúkrunarfræðingar frá Ghana nýskráðir á lista yfir hjúkrunarfræðinga á Bretlandseyjum. Samkvæmt reglum er breskum heilbrigðisyfirvöldum ekki heimilt að leita utan landsteinanna eftir hjúkrunarfræðingum en reglurnar koma hins vegar ekki í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar annars staðar í heiminum fylgist með atvinnuauglýsingum og sæki um. „Það er mín tilfinning að ástandið sé stjórnlaust,“ segir Howard Catton, framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICN) um brotthvarf hjúkrunarfræðinga frá bágstaddari ríkjum til betur settra ríkja. Hann segir ástandið drifið áfram af ráðningum í sex eða sjö ríkjum en að stórum hluta er um að ræða sérmenntaða hjúkrunarfræðinga frá fátækum ríkjum sem hafa varið umtalsverðum fjármunum í þjálfun heilbrigðisstarfsmannanna og mega ekki við því að missa þá. BBC ræddi við yfirmenn á tveimur sjúkrahúsum í Ghana, þar sem um tuttugu hjúkrunarfræðingar höfðu sagt upp og ráðið sig til starfa í Bretlandi eða Bandaríkjunum á síðustu sex til tólf mánuðum. „Allir bráðahjúkrunarfræðingarnir okkar, reyndu hjúkrunarfræðingarnir okkar, eru farnir. Þannig að við stöndum uppi tómhent; ekkert reynt starfsfólk að vinna með. Jafnvel þótt stjórnvöld ráði starfsfólk þurfum við að þjálfa það upp á nýtt,“ segir Caroline Agbodza, hjúkrunarforstjóri á Cape Coast Municipal Hospital. Þeir sem BBC ræddu við segja atgervisflóttann hafa bein áhrif á gæði heilbrigðisþjónustunnar og að hann sé bókstaflega að valda dauðsföllum. Einn yfirlæknir benti meðal annars á að sú staða gæti komið upp að það yrðu engir hjúkrunarfræðingar til að bólusetja börn gegn banvænum sjúkdómum. Hjúkrunarfræðingar frá Ghana þéna allt að sjö sinnum meira á Bretlandi en í heimalandinu en framkvæmdastjóri heilbrigðisstétta hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni segir Brexit þátt í því að Bretar ráði jafn marga starfsmenn frá Afríku og raun ber vitni. Samkeppnin um heilbrigðisstarfsmenn sé mikil og þegar Evrópa hafi lokast hafi Bretar leitað á ný mið. Heilbrigðismál Gana Bretland Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira
Samkvæmt reglum er breskum heilbrigðisyfirvöldum ekki heimilt að leita utan landsteinanna eftir hjúkrunarfræðingum en reglurnar koma hins vegar ekki í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar annars staðar í heiminum fylgist með atvinnuauglýsingum og sæki um. „Það er mín tilfinning að ástandið sé stjórnlaust,“ segir Howard Catton, framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICN) um brotthvarf hjúkrunarfræðinga frá bágstaddari ríkjum til betur settra ríkja. Hann segir ástandið drifið áfram af ráðningum í sex eða sjö ríkjum en að stórum hluta er um að ræða sérmenntaða hjúkrunarfræðinga frá fátækum ríkjum sem hafa varið umtalsverðum fjármunum í þjálfun heilbrigðisstarfsmannanna og mega ekki við því að missa þá. BBC ræddi við yfirmenn á tveimur sjúkrahúsum í Ghana, þar sem um tuttugu hjúkrunarfræðingar höfðu sagt upp og ráðið sig til starfa í Bretlandi eða Bandaríkjunum á síðustu sex til tólf mánuðum. „Allir bráðahjúkrunarfræðingarnir okkar, reyndu hjúkrunarfræðingarnir okkar, eru farnir. Þannig að við stöndum uppi tómhent; ekkert reynt starfsfólk að vinna með. Jafnvel þótt stjórnvöld ráði starfsfólk þurfum við að þjálfa það upp á nýtt,“ segir Caroline Agbodza, hjúkrunarforstjóri á Cape Coast Municipal Hospital. Þeir sem BBC ræddu við segja atgervisflóttann hafa bein áhrif á gæði heilbrigðisþjónustunnar og að hann sé bókstaflega að valda dauðsföllum. Einn yfirlæknir benti meðal annars á að sú staða gæti komið upp að það yrðu engir hjúkrunarfræðingar til að bólusetja börn gegn banvænum sjúkdómum. Hjúkrunarfræðingar frá Ghana þéna allt að sjö sinnum meira á Bretlandi en í heimalandinu en framkvæmdastjóri heilbrigðisstétta hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni segir Brexit þátt í því að Bretar ráði jafn marga starfsmenn frá Afríku og raun ber vitni. Samkeppnin um heilbrigðisstarfsmenn sé mikil og þegar Evrópa hafi lokast hafi Bretar leitað á ný mið.
Heilbrigðismál Gana Bretland Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira