Ósáttur við að pólitíkusar þverskallist við að fara að lögum Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2023 18:07 Binni veit ekki hvað honum á að finnast um þetta mál en Vinnslustöðinni ásamt Hugin voru samtals dæmdar bætur vegna úthlutunar á makríklvóta sem nemur rúmum milljarði króna. Í sjálfu sér er niðurstaðan fagnaðarefni segir hann en honum þykir verra að stjórnmálamenn hafi þumbast nú í áraraðir við að fara að lögum. vinnslustöðin Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segist í sjálfu sér vera ánægður með nýfallinn dóm en ríkið hefur verið dæmt til að greiða Vinnslustöðinni auk Hugins bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 til 2018. Það sé hins vegar ekkert gleðiefni að stjórnmálamenn hafi þverskallast við að fara að lögum. Vísir greindi frá niðurstöðu sem féll í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurgeir, sem ávallt er kallaður Binni, gerir fastlega ráð fyrir því að dómnum verði áfrýjað af hálfu ríkisins. „Þetta er auðvitað þannig að í þessu máli hefur réttlætið sigrað,“ segir Binni í samtali við Vísi. Spurður hvort Vinnslustöðin hafi verið á báðum áttum með að fara í mál við ríkið vegna þessa segir Binni að það hafi í raun aldrei verið neitt hik á þeim með það. „Aðalmálið er að við vildum semja við ríkið. Við vildum að ríkið áttaði sig á því að með úrskurði umboðsmanns Alþingis, sem kom ef ég man rétt 2014, að ríkinu bæri að leiðrétta og fara eftir lögum. Rétt eins og þegar Alþingi setti lög um skiptingu á kvótanum 2018, þá vildum við semja við ríkið.“ Enginn pólitíkus þorði að taka á málinu eða bera ábyrgð Binni segir að þau hafi þá haft samband við þáverandi sjávarútvegsráðherra með það erindi við þáverandi sjávarútvegsráðherra, sem var Kristján Þór Júlíusson, og þar með myndi málið niður falla. „En það vildi hann ekki. Á engu stigi þorði nokkur að semja eða taka ábyrgð á gerðum ríkisins. Sú er megin niðurstaðan í þessu.“ Þennan hnút má rekja allt til ákvarðana Jóns Bjarnasonar sem á sínum tíma var sjávarútvegsráðherra í Jóhönnustjórninni svokallaðri. Um það hvernig bæri að skipta makrílkvótanum. Þetta var 2009 en þá, fyrsta árið í embætti, hafði Jón svokallaðar ólympískar veiðar á makríl. „Þegar skipta átti kvótanum á grundvelli veiðireynslu. En vinstri stjórnin hafði tekið við og þau vildu auðvitað ekki skipta kvótanum eða fara að lögum. Afleiðingar ákvörðunar Jóns var sú að makrílkvótinn var búinn 10. júlí og fór allur í bræðslu. Þetta var gríðarleg sóun á verðmætum eins og í öllum sóknarkerfum,“ segir Binni. Hann segir að útreikningar þeirra hjá Vinnslustöðinni hafi leitt í ljós að þann skaða megi meta á 3 til 5 milljarða króna. Að öllu samanlögðu ætlar ráðherratíð Jóns að reynast þjóðinni dýrkeypt. „Það fyrir íslenskt þjóðarbú sem þá átti hvorki til hnífs né skeiðar. Og veitti ekki af hverri krónu í búið. En í kjölfarið ákvað hann að skipta kvótanum, en vildi ekki fara að lögum, og lét þá sem enga veiðireynslu höfðu fá fullt af kvóta.“ Jóns Bjarnason og Litla gula hænan Sigurgeir segir lög kveða skýrt á um að þar eigi veiðireynsla að ráða en Jón hafi snúið sögunni um Litlu gulu hænuna á haus. Það voru ekki þeir sem höfðu bakað brauðið með frumkvæði sínu sem áttu að fá heldur þeir sem höfðu ekki komið neitt að málum í upphafi. Jón hafi viljað láta þá fá sem stigu fram, menn sem höfðu þá komið fyrir frystibúnaði í skipum sínum, en höfðu enga veiðireynslu. „Jón Bjarnason bjó til reglugerð sem svo stóðst ekki lög þar sem þeir sem höfðu yfir veiðireynslu að búa fengu um 85 prósent. Hann fór ekki að lögum þegar þetta gerðist, og var varaður við þessu af þeim sérfræðingum sem voru í sjávarútvegsráðuneytinu. Og við í útveginum vissum auðvitað að þetta var rangt – röng niðurstaða.“ Binni segir að þeim hafi ekki fundist þetta sanngjarnt. Í lögum segi að þeir sem upphaflega bjuggu til veiðireynsluna, frumkvöðlar í veiðunum, eigi að fá fimm prósent aukalega og skutu málinu eins og áður segir til umboðsmanns Alþingis sem sagði þá reglugerðina stangast á við lög. „En þá var komin ný stjórn og það þorði enginn að breyta þessu neitt. Úthlutað var á grundvelli þess sem ólöglega hafði verið gert. Makrílkvótinn var tekinn ófrjálsri hendi og ríkið hélt áfram að úthluta honum með þeim hætti. Kristján Þór staðfesti ranglætið með því að setja lög, sem staðfestu ranglætið sem umboðsmaður hafði sagt vera og það eru núgildandi lög. Við sækjum þennan rétt til þess tímabils, þegar ríkið fór ekki að lögum. Og það er þessi niðurstaða.“ Uggvænlegt að ríkið fari ekki að lögum Binni segir þetta atvikaröðina eins og hann man hana best. Þegar lögin voru sett höfðu þeir í útveginum óskað eftir því að þessu yrði breytt. „Já, og við sem höfðum aflað þessa upphaflega fengjum aukna hlutdeild og þeir sem höfðu fengið hana ranglega fengju þá minna. Við myndum þá ekki sækja ríkið til saka. En það var ekki gert.“ Binni segir fyrir liggja viðurkenningamál sem hæstiréttur staðfesti, að þeir hafi sannarlega orðið fyrir tjóni, og niðurstaðan í þessu máli snúist um hvert það tjón hafi verið. Sem er rúmur milljarður samtals fyrir bæði félögin með vöxtum. Þeir telji tjónið meira, þetta hafi verið varakrafa og sú hafi verið niðurstaða dómsins nú. Spurður hvað hann taki helst út úr þessu máli segist Sigurgeir ekki lögspekingur. En hann hafi rætt við lögmann sem hafi bent á að þarna hafi ríkið verið dæmt fyrir að fara ekki að lögum. „Og það er merkilegt. Og annað merkilegt í þessu sem er að verið er að dæma um lög og stjórn fiskveiða þar sem ríkið fer ekki að lögunum, er bótaskylt og hefur valdið okkur tjóni.“ Blendnar tilfinningar Binna til dómsins Hver býst hann við að viðbrögðin verði? „Ég veit það ekki. Einhverjir eiga eftir að segja þetta ómaklegt. En ef við snerum þessu við og segjum að Vinnslustöðin hefði verið dæmd fyrir skattsvik, brot gegn ríkinu, þá yrðum við dæmdir hiklaust og ríkið sendi út reikning til innheimtu með dráttarvöxtum. Enginn spyrði hverjar afleiðingarnar væru af því. Allir væru sannfærðir um að við hefðum svikið undan skatti. Dæmdir skattsvikarar.“ Binni telur líklegast að þeim yrði ekki hlíft í neinu. Binni segir það nöturlegt að árum saman hafi stjórnmálamenn kosið að fara ekki að lögum.stöð2 „En í okkar tilfelli… ég er ekki vissu um að allir segi að við höfum verið beittir rangindum. Frekar að einhverjir segi að við höfum verið að taka eitthvað sem við eigum ekki. Helvítis kvikindin, segja einhverjir. En það er einu sinni þannig að við búum í réttarríki og ég held að þarna hafi lögum verið fylgt, dómarar komist að réttri niðurstöðu,“ segir Binni. Hann býst við því að málinu verði áfrýjað af hálfu ríkisins en það verði þá bara til að þrefa um hversu miklar bæturnar eigi að vera. Spurður hvort hann sé ekki kátur með dóminn segist Binni hafa blendnar tilfinningar til hans. „Auðvitað er þetta út úr korti, allan tímann höfum við bent stjórnamálamönnum á að fara að lögum, það er heilladrýgst. Auðvitað er maður ekkert glaður með að stjórnmálamönnum detti ekki í hug að fara að landslögum. Maður getur ekki verið glaður með það. En sú er niðurstaðan. En maður á kannski ekki að vera að belgja sig mikið á þessu stigi, áður en þetta fer lengra.“ Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Dómsmál Alþingi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Vísir greindi frá niðurstöðu sem féll í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurgeir, sem ávallt er kallaður Binni, gerir fastlega ráð fyrir því að dómnum verði áfrýjað af hálfu ríkisins. „Þetta er auðvitað þannig að í þessu máli hefur réttlætið sigrað,“ segir Binni í samtali við Vísi. Spurður hvort Vinnslustöðin hafi verið á báðum áttum með að fara í mál við ríkið vegna þessa segir Binni að það hafi í raun aldrei verið neitt hik á þeim með það. „Aðalmálið er að við vildum semja við ríkið. Við vildum að ríkið áttaði sig á því að með úrskurði umboðsmanns Alþingis, sem kom ef ég man rétt 2014, að ríkinu bæri að leiðrétta og fara eftir lögum. Rétt eins og þegar Alþingi setti lög um skiptingu á kvótanum 2018, þá vildum við semja við ríkið.“ Enginn pólitíkus þorði að taka á málinu eða bera ábyrgð Binni segir að þau hafi þá haft samband við þáverandi sjávarútvegsráðherra með það erindi við þáverandi sjávarútvegsráðherra, sem var Kristján Þór Júlíusson, og þar með myndi málið niður falla. „En það vildi hann ekki. Á engu stigi þorði nokkur að semja eða taka ábyrgð á gerðum ríkisins. Sú er megin niðurstaðan í þessu.“ Þennan hnút má rekja allt til ákvarðana Jóns Bjarnasonar sem á sínum tíma var sjávarútvegsráðherra í Jóhönnustjórninni svokallaðri. Um það hvernig bæri að skipta makrílkvótanum. Þetta var 2009 en þá, fyrsta árið í embætti, hafði Jón svokallaðar ólympískar veiðar á makríl. „Þegar skipta átti kvótanum á grundvelli veiðireynslu. En vinstri stjórnin hafði tekið við og þau vildu auðvitað ekki skipta kvótanum eða fara að lögum. Afleiðingar ákvörðunar Jóns var sú að makrílkvótinn var búinn 10. júlí og fór allur í bræðslu. Þetta var gríðarleg sóun á verðmætum eins og í öllum sóknarkerfum,“ segir Binni. Hann segir að útreikningar þeirra hjá Vinnslustöðinni hafi leitt í ljós að þann skaða megi meta á 3 til 5 milljarða króna. Að öllu samanlögðu ætlar ráðherratíð Jóns að reynast þjóðinni dýrkeypt. „Það fyrir íslenskt þjóðarbú sem þá átti hvorki til hnífs né skeiðar. Og veitti ekki af hverri krónu í búið. En í kjölfarið ákvað hann að skipta kvótanum, en vildi ekki fara að lögum, og lét þá sem enga veiðireynslu höfðu fá fullt af kvóta.“ Jóns Bjarnason og Litla gula hænan Sigurgeir segir lög kveða skýrt á um að þar eigi veiðireynsla að ráða en Jón hafi snúið sögunni um Litlu gulu hænuna á haus. Það voru ekki þeir sem höfðu bakað brauðið með frumkvæði sínu sem áttu að fá heldur þeir sem höfðu ekki komið neitt að málum í upphafi. Jón hafi viljað láta þá fá sem stigu fram, menn sem höfðu þá komið fyrir frystibúnaði í skipum sínum, en höfðu enga veiðireynslu. „Jón Bjarnason bjó til reglugerð sem svo stóðst ekki lög þar sem þeir sem höfðu yfir veiðireynslu að búa fengu um 85 prósent. Hann fór ekki að lögum þegar þetta gerðist, og var varaður við þessu af þeim sérfræðingum sem voru í sjávarútvegsráðuneytinu. Og við í útveginum vissum auðvitað að þetta var rangt – röng niðurstaða.“ Binni segir að þeim hafi ekki fundist þetta sanngjarnt. Í lögum segi að þeir sem upphaflega bjuggu til veiðireynsluna, frumkvöðlar í veiðunum, eigi að fá fimm prósent aukalega og skutu málinu eins og áður segir til umboðsmanns Alþingis sem sagði þá reglugerðina stangast á við lög. „En þá var komin ný stjórn og það þorði enginn að breyta þessu neitt. Úthlutað var á grundvelli þess sem ólöglega hafði verið gert. Makrílkvótinn var tekinn ófrjálsri hendi og ríkið hélt áfram að úthluta honum með þeim hætti. Kristján Þór staðfesti ranglætið með því að setja lög, sem staðfestu ranglætið sem umboðsmaður hafði sagt vera og það eru núgildandi lög. Við sækjum þennan rétt til þess tímabils, þegar ríkið fór ekki að lögum. Og það er þessi niðurstaða.“ Uggvænlegt að ríkið fari ekki að lögum Binni segir þetta atvikaröðina eins og hann man hana best. Þegar lögin voru sett höfðu þeir í útveginum óskað eftir því að þessu yrði breytt. „Já, og við sem höfðum aflað þessa upphaflega fengjum aukna hlutdeild og þeir sem höfðu fengið hana ranglega fengju þá minna. Við myndum þá ekki sækja ríkið til saka. En það var ekki gert.“ Binni segir fyrir liggja viðurkenningamál sem hæstiréttur staðfesti, að þeir hafi sannarlega orðið fyrir tjóni, og niðurstaðan í þessu máli snúist um hvert það tjón hafi verið. Sem er rúmur milljarður samtals fyrir bæði félögin með vöxtum. Þeir telji tjónið meira, þetta hafi verið varakrafa og sú hafi verið niðurstaða dómsins nú. Spurður hvað hann taki helst út úr þessu máli segist Sigurgeir ekki lögspekingur. En hann hafi rætt við lögmann sem hafi bent á að þarna hafi ríkið verið dæmt fyrir að fara ekki að lögum. „Og það er merkilegt. Og annað merkilegt í þessu sem er að verið er að dæma um lög og stjórn fiskveiða þar sem ríkið fer ekki að lögunum, er bótaskylt og hefur valdið okkur tjóni.“ Blendnar tilfinningar Binna til dómsins Hver býst hann við að viðbrögðin verði? „Ég veit það ekki. Einhverjir eiga eftir að segja þetta ómaklegt. En ef við snerum þessu við og segjum að Vinnslustöðin hefði verið dæmd fyrir skattsvik, brot gegn ríkinu, þá yrðum við dæmdir hiklaust og ríkið sendi út reikning til innheimtu með dráttarvöxtum. Enginn spyrði hverjar afleiðingarnar væru af því. Allir væru sannfærðir um að við hefðum svikið undan skatti. Dæmdir skattsvikarar.“ Binni telur líklegast að þeim yrði ekki hlíft í neinu. Binni segir það nöturlegt að árum saman hafi stjórnmálamenn kosið að fara ekki að lögum.stöð2 „En í okkar tilfelli… ég er ekki vissu um að allir segi að við höfum verið beittir rangindum. Frekar að einhverjir segi að við höfum verið að taka eitthvað sem við eigum ekki. Helvítis kvikindin, segja einhverjir. En það er einu sinni þannig að við búum í réttarríki og ég held að þarna hafi lögum verið fylgt, dómarar komist að réttri niðurstöðu,“ segir Binni. Hann býst við því að málinu verði áfrýjað af hálfu ríkisins en það verði þá bara til að þrefa um hversu miklar bæturnar eigi að vera. Spurður hvort hann sé ekki kátur með dóminn segist Binni hafa blendnar tilfinningar til hans. „Auðvitað er þetta út úr korti, allan tímann höfum við bent stjórnamálamönnum á að fara að lögum, það er heilladrýgst. Auðvitað er maður ekkert glaður með að stjórnmálamönnum detti ekki í hug að fara að landslögum. Maður getur ekki verið glaður með það. En sú er niðurstaðan. En maður á kannski ekki að vera að belgja sig mikið á þessu stigi, áður en þetta fer lengra.“
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Dómsmál Alþingi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira