Pavel um Kristó: Hann ákvað að vera áfram í Val Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júní 2023 21:30 Pavel Ermolinskij sýndi tilfinningar á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij reyndi að ná Kristófer Acox yfir til Tindastóls en segir að hann hafi ákveðið að vera áfram í Val. Hann segist hafa mestan trúverðugleika sem þjálfari með því nálgast starfið eins og leikmaður. Pavel tók við liði Tindastóls á miðri leiktíð í Subway-deild karla. Hann náði mögnuðum árangri á sinni fyrstu tímabili sem aðalþjálfari og gerði liðið að Íslandsmeisturum í fyrsta sinn. Hann skrifaði á dögunum undir áframhaldandi samning við Stólana. „Þrátt fyrir að hafa verið í þessari stöðu áður að hafa fagnað titli þá einhvern veginn var þetta svo fjarlægt þegar ég kom þarna. Ég sogaðist inn í þeirra stemmningu að vera búinn að bíða eftir þessu lengi og ég upplifði það í gegnum fólkið. Allt frá leikmönnum upp í áhorfendur lengst upp í stúku,“ sagði Pavel í viðtali við Svövu Kristínu en viðtalið birtist í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2. Pavel hefur nálgast þjálfarastarfið á annan hátt en margir þekkja. Hann býst ekki við því að verða þessi klassíski þjálfari á næstu árum. „Ég get ekki búið til einhverja þjálfarapersónu, þú ert það sem þú ert. Ef þú ætlar að fara að leika eitthvað þá verður það skrýtið og allir taka eftir því, sérstaklega leikmennirnir sem eru að reyna að hlusta á þig.“ „Ekki núna, eftir 10-15 ár mögulega. Í dag er þetta að nálgast þetta sem leikmaður og ég set mig inn í leikinn þannig. Þannig hef ég mestan trúverðugleika gagnvart strákunum.“ „Gangi honum og þeim vel“ Pavel og Kristófer Acox eiga langa körfuboltasögu saman. Hafa þeir unnið ófáa titlana og þá aðallega í KR en þeir urðu einnig Íslandsmeistarar með Val á þarsíðustu leiktíð. Fyrsta verkefni Pavel eftir að hafa skrifað undir samning við Tindastól var að reyna að fá Kristófer norður. „Hann ákvað að vera áfram í Val, það er ekkert sem ég get sagt...,“ sagði Pavel áður en Svava greip orðið. Sagðir þú við hann, Kristó þú getur ekki unnið án mín „Nei, það gerði ég ekki og hann getur það. Hann getur það. Það var ekki söluræðan. Kristófer hefur á síðustu árum þróast mjög mikið sem leiðtogi. Það var fyrst og fremst það sem ég var að reyna að ná í ofan á það sem hann gerir vel sem við vitum alveg hvað er. „Fyrst og fremst fyrir mig þá er þetta náungi sem ég þekki og það var það sem ég var að reyna að ná í, það gekk ekki. Gangi honum og þeim vel.“ Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Pavel tók við liði Tindastóls á miðri leiktíð í Subway-deild karla. Hann náði mögnuðum árangri á sinni fyrstu tímabili sem aðalþjálfari og gerði liðið að Íslandsmeisturum í fyrsta sinn. Hann skrifaði á dögunum undir áframhaldandi samning við Stólana. „Þrátt fyrir að hafa verið í þessari stöðu áður að hafa fagnað titli þá einhvern veginn var þetta svo fjarlægt þegar ég kom þarna. Ég sogaðist inn í þeirra stemmningu að vera búinn að bíða eftir þessu lengi og ég upplifði það í gegnum fólkið. Allt frá leikmönnum upp í áhorfendur lengst upp í stúku,“ sagði Pavel í viðtali við Svövu Kristínu en viðtalið birtist í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2. Pavel hefur nálgast þjálfarastarfið á annan hátt en margir þekkja. Hann býst ekki við því að verða þessi klassíski þjálfari á næstu árum. „Ég get ekki búið til einhverja þjálfarapersónu, þú ert það sem þú ert. Ef þú ætlar að fara að leika eitthvað þá verður það skrýtið og allir taka eftir því, sérstaklega leikmennirnir sem eru að reyna að hlusta á þig.“ „Ekki núna, eftir 10-15 ár mögulega. Í dag er þetta að nálgast þetta sem leikmaður og ég set mig inn í leikinn þannig. Þannig hef ég mestan trúverðugleika gagnvart strákunum.“ „Gangi honum og þeim vel“ Pavel og Kristófer Acox eiga langa körfuboltasögu saman. Hafa þeir unnið ófáa titlana og þá aðallega í KR en þeir urðu einnig Íslandsmeistarar með Val á þarsíðustu leiktíð. Fyrsta verkefni Pavel eftir að hafa skrifað undir samning við Tindastól var að reyna að fá Kristófer norður. „Hann ákvað að vera áfram í Val, það er ekkert sem ég get sagt...,“ sagði Pavel áður en Svava greip orðið. Sagðir þú við hann, Kristó þú getur ekki unnið án mín „Nei, það gerði ég ekki og hann getur það. Hann getur það. Það var ekki söluræðan. Kristófer hefur á síðustu árum þróast mjög mikið sem leiðtogi. Það var fyrst og fremst það sem ég var að reyna að ná í ofan á það sem hann gerir vel sem við vitum alveg hvað er. „Fyrst og fremst fyrir mig þá er þetta náungi sem ég þekki og það var það sem ég var að reyna að ná í, það gekk ekki. Gangi honum og þeim vel.“
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum