Bitcoinvirkjunin Snæbjörn Guðmundsson skrifar 11. júní 2023 10:01 Enginn veit hve mikil raforka fer í bitcoinvinnslu hérlendis. Og þó, einhverjir vita það, en almenningur á Íslandi er ekki þeirra á meðal. Um umfang bitcoinvinnslu á Íslandi er helst ekki rætt opinberlega þótt örfáir metnaðargjarnir fjölmiðlamenn hafi stundum reynt að grafast fyrir um það og þingmenn m.a.s. spurt umhverfisráðherra á Alþingi. Upplýsingarnar eru sagðar einkamál gagnavera vegna samkeppnissjónarmiða. Ætli það sé ekki enda affarasælast fyrir orkufyrirtæki í almannaeigu eins og Landsvirkjun að gefa sem minnst upp um umfang hins óvinsæla, orkufreka og óumhverfisvæna iðnaðar? Samkvæmt tölum Orkustofnunar (sjá OS-2023-T003-01) var uppsett afl sem gagnaver fengu árið 2022 alls 140 MW og þau notuðu um 1.170 GWst af raforku, eða um 6% af heildarraforkunotkun á Íslandi (30% meira en íslensk heimili nota samanlagt). Hve hátt hlutfall af þessari orkunotkun fer í bitcoingröft? Af því fer tvennum sögum. Í skýrslu KPMG frá 2018 kom fram að um 90% af raforkunotkun íslenskra gagnavera hafi verið til að grafa eftir bitcoin. Samtök iðnaðarins hafa síðan þá reynt að fegra stöðuna með því að segjast áætla að aðeins um helmingur af „starfsemi gagnavera“ hér á landi tengist vinnslu rafmynta og gagnaverin öðlist sífellt fjölbreyttari hlutverk. Hvernig „starfsemi gagnavera“ er skilgreind af samtökunum er með öllu óljóst og þau skauta fimlega framhjá því að ræða aðalatriðið: hlutfall raforkunotkunar gagnavera sem fer til bitcoinvinnslu. Þá hefur Landsvirkjun allt frá 2021 sagst ýmist ætla að draga úr raforkusölu til rafmyntagraftar, ekki endurnýja samninga, hætta að veita raforkumyntgrefti forgangsorku eða jafnvel hætta sölu í slíkt alfarið, en yfirlýsingar fyrirtækisins eru ekki mjög skýrar. Í viðtali í mars 2022 fullyrti forstjóri Verne Global sem rekur gagnaver í Reykjanesbæ aftur á móti að öll gagnaver Íslands önnur en hans eigið gerðu lítið annað en að grafa eftir bitcoin. Hann hefur vissulega hagsmuni af því að fegra eigin rekstur en er sá eini innan úr iðnaðinum sem hefur tjáð sig um rafmyntagröft á Íslandi. Aðrir eru þöglir sem gröfin. En þótt nánast enginn hér á landi vilji ræða málin opinskátt þá gera bitcoinsérfræðingar erlendis það. Í nýbirtri greiningu bitcoinsérfræðingsins Jaran Mellerud bendir hann á að „reiknigeta“ (e. hashrate) íslensks bitcoiniðnaðar nemi um 1,3% af heildarreiknigetu heimsins. Þar sem íbúar Íslands eru aðeins um 370.000 (0,005% af íbúafjölda jarðar) þýðir þetta að Ísland er langmesta bitcoinframleiðsluland heims miðað við íbúafjölda. Enn eitt heimsmetið. Þá áætlar Mellerud að bitcoingröftur á Íslandi nýti um 120 MW af uppsettu afli, en það eru heil 85% af því 140 MW heildarafli sem íslensk gagnaver notuðu árið 2022 samkvæmt tölum Orkustofnunar. Hér grafa því gagnaver (kannski er réttara að nefna þau „bitcoin-ver“?) enn af miklum móð og fátt virðist hafa breyst í þessum efnum á síðustu fimm árum þrátt fyrir margs konar fullyrðingar um samdrátt og yfirlýsingar orkufyrirtækja eins og Landsvirkjunar um að ekki yrði áframhald á raforkusölu í bitcoingröft. Af opinberum gögnum má ætla að Landsvirkjun sé langtum umfangsmest íslenskra orkufyrirtækja í raforkusölu til gagnavera, enda selur fyrirtækið öllum stóru gagnaversfyrirtækjum landsins raforku. Líklegast vita fáir utan veggja Landsvirkjunar hvert raunverulegt umfang raforkusölu fyrirtækisins til bitcoingraftar er, en auðveldlega má draga þá ályktun af framangreindu að hún sé mjög mikil, jafnvel um og yfir 100 MW í uppsettu afli ef áætlanir Mellerud reynast á rökum reistar. Landsvirkjun hefur lýst því yfir að ekki verði virkjað sérstaklega fyrir gagnaver. En hvað þýðir það nákvæmlega þegar um stórvirkjanir er að ræða? Núna er bygging Hvammsvirkjunar í Þjórsá yfirvofandi en uppsett afl hennar er 95 MW og raforkuframleiðslugeta 720 GWst/ári. Hörður Arnarson sagði í viðtali í Kveik 18. apríl síðastliðinn að ekki væri ljóst í hvað orkan frá Hvammsvirkjun myndi fara, en talaði um „almenna aukningu á markaðnum“ og jú, gagnaver (á mín. 32:40 í þættinum). Það er kannski áhugavert að benda á að afl og framleiðsla Hvammsvirkjun passar hér um bil nákvæmlega við ætlaða raforkusölu Landsvirkjunar til bitcoingraftar. Þótt Hvammsvirkjun yrði þannig ekki reist beinlínis fyrir íslenskan bitcoingröft þá myndi hún að öllum líkindum standa undir honum og viðhalda jafnvel með því að styrkja aukinn gagnaversiðnað á Íslandi sem sóar orku í bitcoin. Hvammsvirkjun passar því í raun fullkomlega til að halda áfram úti bitcoingrefti sem á rót sína hjá Landsvirkjun, hún yrði sannkölluð bitcoinvirkjun. Risastóra vandamálið er að Hvammsvirkjun á að reisa á fiskgengu svæði Þjórsár og fjölmargir sérfræðingar hafa í meira en 12 ár margbent með vísindalegum gögnum á þá miklu hættu sem laxastofni Þjórsár og öðru lífríki stendur af virkjanaáformunum og að mótvægisaðgerðir til verndar fiskistofnum muni ekki virka. Landsvirkjun og opinberar stofnanir hafa allan þann tíma hunsað þau varnaðarorð með öllu. Nú síðast lagði dr. Margaret Filardo, bandarískur líffræðingur og sérfræðingur í áhrifum virkjunarmannvirkja á göngufiska, fram nýtt minnisblað þar sem hún ítrekar eindregnar fyrri áhyggjur sínar af villta laxinum og líffræðilegum fjölbreytileika við strendur Íslands, verði af Hvammsvirkjun. En rafmyntir og gagnaver eru greinilega mikilvægari í hugum forsvarsmanna Landsvirkjunar og stjórnvalda en náttúra og laxfiskar. Laxastofni Þjórsár skal því fórnað fyrir bitcoinvirkjunina Hvammsvirkjun og það hryggilega tilgangsleysi sem bitcoingröftur er. Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Umhverfismál Orkumál Rafmyntir Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Enginn veit hve mikil raforka fer í bitcoinvinnslu hérlendis. Og þó, einhverjir vita það, en almenningur á Íslandi er ekki þeirra á meðal. Um umfang bitcoinvinnslu á Íslandi er helst ekki rætt opinberlega þótt örfáir metnaðargjarnir fjölmiðlamenn hafi stundum reynt að grafast fyrir um það og þingmenn m.a.s. spurt umhverfisráðherra á Alþingi. Upplýsingarnar eru sagðar einkamál gagnavera vegna samkeppnissjónarmiða. Ætli það sé ekki enda affarasælast fyrir orkufyrirtæki í almannaeigu eins og Landsvirkjun að gefa sem minnst upp um umfang hins óvinsæla, orkufreka og óumhverfisvæna iðnaðar? Samkvæmt tölum Orkustofnunar (sjá OS-2023-T003-01) var uppsett afl sem gagnaver fengu árið 2022 alls 140 MW og þau notuðu um 1.170 GWst af raforku, eða um 6% af heildarraforkunotkun á Íslandi (30% meira en íslensk heimili nota samanlagt). Hve hátt hlutfall af þessari orkunotkun fer í bitcoingröft? Af því fer tvennum sögum. Í skýrslu KPMG frá 2018 kom fram að um 90% af raforkunotkun íslenskra gagnavera hafi verið til að grafa eftir bitcoin. Samtök iðnaðarins hafa síðan þá reynt að fegra stöðuna með því að segjast áætla að aðeins um helmingur af „starfsemi gagnavera“ hér á landi tengist vinnslu rafmynta og gagnaverin öðlist sífellt fjölbreyttari hlutverk. Hvernig „starfsemi gagnavera“ er skilgreind af samtökunum er með öllu óljóst og þau skauta fimlega framhjá því að ræða aðalatriðið: hlutfall raforkunotkunar gagnavera sem fer til bitcoinvinnslu. Þá hefur Landsvirkjun allt frá 2021 sagst ýmist ætla að draga úr raforkusölu til rafmyntagraftar, ekki endurnýja samninga, hætta að veita raforkumyntgrefti forgangsorku eða jafnvel hætta sölu í slíkt alfarið, en yfirlýsingar fyrirtækisins eru ekki mjög skýrar. Í viðtali í mars 2022 fullyrti forstjóri Verne Global sem rekur gagnaver í Reykjanesbæ aftur á móti að öll gagnaver Íslands önnur en hans eigið gerðu lítið annað en að grafa eftir bitcoin. Hann hefur vissulega hagsmuni af því að fegra eigin rekstur en er sá eini innan úr iðnaðinum sem hefur tjáð sig um rafmyntagröft á Íslandi. Aðrir eru þöglir sem gröfin. En þótt nánast enginn hér á landi vilji ræða málin opinskátt þá gera bitcoinsérfræðingar erlendis það. Í nýbirtri greiningu bitcoinsérfræðingsins Jaran Mellerud bendir hann á að „reiknigeta“ (e. hashrate) íslensks bitcoiniðnaðar nemi um 1,3% af heildarreiknigetu heimsins. Þar sem íbúar Íslands eru aðeins um 370.000 (0,005% af íbúafjölda jarðar) þýðir þetta að Ísland er langmesta bitcoinframleiðsluland heims miðað við íbúafjölda. Enn eitt heimsmetið. Þá áætlar Mellerud að bitcoingröftur á Íslandi nýti um 120 MW af uppsettu afli, en það eru heil 85% af því 140 MW heildarafli sem íslensk gagnaver notuðu árið 2022 samkvæmt tölum Orkustofnunar. Hér grafa því gagnaver (kannski er réttara að nefna þau „bitcoin-ver“?) enn af miklum móð og fátt virðist hafa breyst í þessum efnum á síðustu fimm árum þrátt fyrir margs konar fullyrðingar um samdrátt og yfirlýsingar orkufyrirtækja eins og Landsvirkjunar um að ekki yrði áframhald á raforkusölu í bitcoingröft. Af opinberum gögnum má ætla að Landsvirkjun sé langtum umfangsmest íslenskra orkufyrirtækja í raforkusölu til gagnavera, enda selur fyrirtækið öllum stóru gagnaversfyrirtækjum landsins raforku. Líklegast vita fáir utan veggja Landsvirkjunar hvert raunverulegt umfang raforkusölu fyrirtækisins til bitcoingraftar er, en auðveldlega má draga þá ályktun af framangreindu að hún sé mjög mikil, jafnvel um og yfir 100 MW í uppsettu afli ef áætlanir Mellerud reynast á rökum reistar. Landsvirkjun hefur lýst því yfir að ekki verði virkjað sérstaklega fyrir gagnaver. En hvað þýðir það nákvæmlega þegar um stórvirkjanir er að ræða? Núna er bygging Hvammsvirkjunar í Þjórsá yfirvofandi en uppsett afl hennar er 95 MW og raforkuframleiðslugeta 720 GWst/ári. Hörður Arnarson sagði í viðtali í Kveik 18. apríl síðastliðinn að ekki væri ljóst í hvað orkan frá Hvammsvirkjun myndi fara, en talaði um „almenna aukningu á markaðnum“ og jú, gagnaver (á mín. 32:40 í þættinum). Það er kannski áhugavert að benda á að afl og framleiðsla Hvammsvirkjun passar hér um bil nákvæmlega við ætlaða raforkusölu Landsvirkjunar til bitcoingraftar. Þótt Hvammsvirkjun yrði þannig ekki reist beinlínis fyrir íslenskan bitcoingröft þá myndi hún að öllum líkindum standa undir honum og viðhalda jafnvel með því að styrkja aukinn gagnaversiðnað á Íslandi sem sóar orku í bitcoin. Hvammsvirkjun passar því í raun fullkomlega til að halda áfram úti bitcoingrefti sem á rót sína hjá Landsvirkjun, hún yrði sannkölluð bitcoinvirkjun. Risastóra vandamálið er að Hvammsvirkjun á að reisa á fiskgengu svæði Þjórsár og fjölmargir sérfræðingar hafa í meira en 12 ár margbent með vísindalegum gögnum á þá miklu hættu sem laxastofni Þjórsár og öðru lífríki stendur af virkjanaáformunum og að mótvægisaðgerðir til verndar fiskistofnum muni ekki virka. Landsvirkjun og opinberar stofnanir hafa allan þann tíma hunsað þau varnaðarorð með öllu. Nú síðast lagði dr. Margaret Filardo, bandarískur líffræðingur og sérfræðingur í áhrifum virkjunarmannvirkja á göngufiska, fram nýtt minnisblað þar sem hún ítrekar eindregnar fyrri áhyggjur sínar af villta laxinum og líffræðilegum fjölbreytileika við strendur Íslands, verði af Hvammsvirkjun. En rafmyntir og gagnaver eru greinilega mikilvægari í hugum forsvarsmanna Landsvirkjunar og stjórnvalda en náttúra og laxfiskar. Laxastofni Þjórsár skal því fórnað fyrir bitcoinvirkjunina Hvammsvirkjun og það hryggilega tilgangsleysi sem bitcoingröftur er. Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar