Spyr hver beri ábyrgð á bílhræi Árni Sæberg skrifar 11. júní 2023 21:59 Bíllinn er ansi illa farinn. Facebook/Ólöf Hallgrímsdóttir Kona sem rekur ferðaþjónustufyrirtæki spyr sig hver beri ábyrgð á bílhræi, sem legið hefur í vegkanti í sveitinni síðan á aðfaranótt laugardags. Hún segir vegfarendur um fjölfarinn veginn stöðva við hræið og það valdi þannig slysahættu. „Aðfaranótt laugardags varð hér í sveit, nálægt einum af vinsælli ferðamannastöðum sveitarinnar, bílslys. Fjórir voru í bílnum og sluppu ótrúlega vel. Bíllinn er á hvolfi, mjög illa farinn,“ svo hefst færsla Ólafar Hallgrímsdóttur á Facebook. Ólöf rekur ferðaþjónustufyrirtæki í Mývatnssveit. Hún segir að búið sé að hafa samband við lögregluna og biðja um að bíllinn verði fjarlægður, þar sem hann liggi í klessu við fjölfarinn veginn og valdi því að ökumenn stoppa við hann, sem einnig valdi slysahættu. „Þegar slysið varð mætti lögreglan a staðinn og gulur borði settur á hræið. Fróðlegt væri að vita á hvers ábyrgð er bílhræið þarna umvafið gulum löregluborða. Ég bara get ekki skilið afhverju er ekki drifið í að fjarlægja bílinn sem allra fyrst. Er þetta Ísland í dag, allir án ábyrgðar og allt gerist á hraða snigilsins?“ spyr Ólöf. Ökumaður og farþegar heppnir með bjargvætti Ríkisútvarpið greindi frá bílslysinu í gærkvöldi. Í frétt Rúv segir að vinahópur úr Reykjahlíð hafi fundið bílinn eftir að hafa heyrt lágt suð í fjarska. Vinirnir hafi verið nýkomnir heim eftir langan vinnudag en samt ákveðið að renna á hljóðið. Hljóðið hafi beint þeim í átt að Grjótagjá, þar sem bíllinn lá í klessu. Allir sem voru um borð í bílnum hafi verið komnir út úr honum og svo vel hafi viljað til að í vinahópnum úr Reykjahlíð voru tveir björgunarsveitarmenn og einn slökkviliðsmaður. Þeir hafi því hlúð að fólkinu og ekið því til móts við sjúkraflutningamenn, sem fluttu það á spítala tið skoðunar. Lögreglumál Þingeyjarsveit Samgönguslys Umhverfismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
„Aðfaranótt laugardags varð hér í sveit, nálægt einum af vinsælli ferðamannastöðum sveitarinnar, bílslys. Fjórir voru í bílnum og sluppu ótrúlega vel. Bíllinn er á hvolfi, mjög illa farinn,“ svo hefst færsla Ólafar Hallgrímsdóttur á Facebook. Ólöf rekur ferðaþjónustufyrirtæki í Mývatnssveit. Hún segir að búið sé að hafa samband við lögregluna og biðja um að bíllinn verði fjarlægður, þar sem hann liggi í klessu við fjölfarinn veginn og valdi því að ökumenn stoppa við hann, sem einnig valdi slysahættu. „Þegar slysið varð mætti lögreglan a staðinn og gulur borði settur á hræið. Fróðlegt væri að vita á hvers ábyrgð er bílhræið þarna umvafið gulum löregluborða. Ég bara get ekki skilið afhverju er ekki drifið í að fjarlægja bílinn sem allra fyrst. Er þetta Ísland í dag, allir án ábyrgðar og allt gerist á hraða snigilsins?“ spyr Ólöf. Ökumaður og farþegar heppnir með bjargvætti Ríkisútvarpið greindi frá bílslysinu í gærkvöldi. Í frétt Rúv segir að vinahópur úr Reykjahlíð hafi fundið bílinn eftir að hafa heyrt lágt suð í fjarska. Vinirnir hafi verið nýkomnir heim eftir langan vinnudag en samt ákveðið að renna á hljóðið. Hljóðið hafi beint þeim í átt að Grjótagjá, þar sem bíllinn lá í klessu. Allir sem voru um borð í bílnum hafi verið komnir út úr honum og svo vel hafi viljað til að í vinahópnum úr Reykjahlíð voru tveir björgunarsveitarmenn og einn slökkviliðsmaður. Þeir hafi því hlúð að fólkinu og ekið því til móts við sjúkraflutningamenn, sem fluttu það á spítala tið skoðunar.
Lögreglumál Þingeyjarsveit Samgönguslys Umhverfismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira