Tíðindi í heilbrigðisvísindum Sandra B. Franks skrifar 13. júní 2023 10:00 Síðasta laugardag áttu sér heilmikil tíðindi í sögu heilbrigðisvísinda á Íslandi. Í fyrsta sinn eru sjúkraliðar á Íslandi að ljúka sjúkraliðanámi á háskólastigi. Það hefur ekki gerst áður. Hingað til hefur allt nám sjúkraliða verið á framhaldsskólastigi en fyrir nokkrum misserum var ákveðið að bjóða upp á diplómanám fyrir sjúkraliða frá Háskólanum á Akureyri. Sjúkraliðar hafa alltaf verið námsfús stétt. Sjúkraliðar vinna í kviku og síbreytilegu umhverfi. Tækninni fleygir áfram og kröfur sjúklinga og skjólstæðinga okkar breytast og aukast með hverju árinu sem líður. Þá eru starfsaðstæður sjúkraliða síbreytilegar enda starfa þeir víðs vegar í heilbrigðiskerfinu, allt frá hátæknisjúkrahúsum yfir á heimili fólks. Þörfin til staðar Við vitum að þörf fyrir þjónustu sjúkraliða mun fara vaxandi, enda eru sjúkraliðar sérfræðingar í nærhjúkrun og ákall eftir slíkri þjónustu mun aukast. Fjöldi eldri borgara mun tvöfaldast á næstu 25 árum og það kallar á meiri þjónustu og meiri sérhæfingu. Við vitum einnig að geðræn vandamál hafa verið að aukast undanfarna áratugi og munu eflaust gera það áfram. Í ljósi þessa eru einmitt tvö fyrstu kjörsvið þessa nýja diplómanáms á háskólastigi eyrnamerkt annars vegar öldrunarmálum og hins vegar samfélagsgeðhjúkrun. Sjúkraliðafélagið hefur mikinn metnað í að fjölga kjörsviðum og höfum við nú þegar verið í samtali við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands um samstarf skólanna á þessu námi fyrir sjúkraliða. Auðvitað þyrfti slíkt að gerast á forsendum skólanna en hluti af þessu samtali gæti verið að móta samnýtt námskeið, ákvarða staðsetningu á staðarlotum, eða taka upp ný kjörsvið eða nýjar námslínur. Næstfjölmennasta heilbrigðisstéttin Þörfin fyrir frekari framhaldsnámi fyrir sjúkraliða, sem er næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins, er nefnilega mjög brýn. Ljóst er að skortur er og verður á sjúkraliðum, ekki síst þeim sem bætt við sig framhaldsmenntun og aukinni sérhæfingu. Við vitum að talsverð eftirspurn er eftir náminu við Háskólann á Akureyri, en tæplega 80 umsóknir bárust um að hefja nám við skólann næsta haust. Þá er einnig ljóst að mikill áhugi er á svona námi við Háskóla Íslands. Því til staðfestingar gerði Sjúkraliðafélagið nýverið könnun á meðal sjúkraliða um áhuga á frekara framhaldsnámi á háskólastigi. Um 500 sjúkraliðar tóku þátt í könnuninni og var skiptingin milli vinnustaða nokkuð jöfn. Af þeim sem tóku þátt kom fram að um 80% sjúkraliða gat hugsað sér að hefja fagháskólanám við Háskólann á Akureyri og rúmlega 60% gat hugsað sér að hefja fagháskólanám nám við Háskóla Íslands. Þetta sýnir mikinn áhuga sjúkraliða á frekari námi á háskólastigi og því þarf að mæta. Nýtt sérfræðileyfi fyrir sjúkraliða Við hjá Sjúkraliðafélaginu höfum átt í góðum samskiptum heilbrigðisráðuneytið um hvernig heilbrigðiskerfið geti tekið betur utan um þá sjúkraliða sem hafa lokið þessu námi. Það er ljóst að ekkert í þessum efnum gerist að sjálfu sér. Það er því virkilega ánægjulegt að ráðuneytið og ekki síst heilbrigðisráðherrann hefur tekið mjög vel í að skapa sérstakt sérfræðileyfi fyrir þá sjúkraliða sem ljúka þessu námi. Þetta yrði gert í reglugerð með sambærilegum hætti og sérfræðimenntaðir hjúkrunarfræðingar hafa. Með þessu er verið að viðurkenna þá faglegu færni og þekkingu í nærhjúkrun sem þessir sjúkraliðar öðlast í náminu, sem síðan auðveldar okkur öllum í baráttunni um að þessi prófgráða skili sér í aukinni ábyrgð, hærri launum og í spennandi störfum. Umfram allt hefur hæfni sjúkraliða í landinu tekið stórt og mikilvægt skref fram á við sem gagnast öllum í heilbrigðiskerfinu. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélag Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Heilbrigðismál Háskólar Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Síðasta laugardag áttu sér heilmikil tíðindi í sögu heilbrigðisvísinda á Íslandi. Í fyrsta sinn eru sjúkraliðar á Íslandi að ljúka sjúkraliðanámi á háskólastigi. Það hefur ekki gerst áður. Hingað til hefur allt nám sjúkraliða verið á framhaldsskólastigi en fyrir nokkrum misserum var ákveðið að bjóða upp á diplómanám fyrir sjúkraliða frá Háskólanum á Akureyri. Sjúkraliðar hafa alltaf verið námsfús stétt. Sjúkraliðar vinna í kviku og síbreytilegu umhverfi. Tækninni fleygir áfram og kröfur sjúklinga og skjólstæðinga okkar breytast og aukast með hverju árinu sem líður. Þá eru starfsaðstæður sjúkraliða síbreytilegar enda starfa þeir víðs vegar í heilbrigðiskerfinu, allt frá hátæknisjúkrahúsum yfir á heimili fólks. Þörfin til staðar Við vitum að þörf fyrir þjónustu sjúkraliða mun fara vaxandi, enda eru sjúkraliðar sérfræðingar í nærhjúkrun og ákall eftir slíkri þjónustu mun aukast. Fjöldi eldri borgara mun tvöfaldast á næstu 25 árum og það kallar á meiri þjónustu og meiri sérhæfingu. Við vitum einnig að geðræn vandamál hafa verið að aukast undanfarna áratugi og munu eflaust gera það áfram. Í ljósi þessa eru einmitt tvö fyrstu kjörsvið þessa nýja diplómanáms á háskólastigi eyrnamerkt annars vegar öldrunarmálum og hins vegar samfélagsgeðhjúkrun. Sjúkraliðafélagið hefur mikinn metnað í að fjölga kjörsviðum og höfum við nú þegar verið í samtali við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands um samstarf skólanna á þessu námi fyrir sjúkraliða. Auðvitað þyrfti slíkt að gerast á forsendum skólanna en hluti af þessu samtali gæti verið að móta samnýtt námskeið, ákvarða staðsetningu á staðarlotum, eða taka upp ný kjörsvið eða nýjar námslínur. Næstfjölmennasta heilbrigðisstéttin Þörfin fyrir frekari framhaldsnámi fyrir sjúkraliða, sem er næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins, er nefnilega mjög brýn. Ljóst er að skortur er og verður á sjúkraliðum, ekki síst þeim sem bætt við sig framhaldsmenntun og aukinni sérhæfingu. Við vitum að talsverð eftirspurn er eftir náminu við Háskólann á Akureyri, en tæplega 80 umsóknir bárust um að hefja nám við skólann næsta haust. Þá er einnig ljóst að mikill áhugi er á svona námi við Háskóla Íslands. Því til staðfestingar gerði Sjúkraliðafélagið nýverið könnun á meðal sjúkraliða um áhuga á frekara framhaldsnámi á háskólastigi. Um 500 sjúkraliðar tóku þátt í könnuninni og var skiptingin milli vinnustaða nokkuð jöfn. Af þeim sem tóku þátt kom fram að um 80% sjúkraliða gat hugsað sér að hefja fagháskólanám við Háskólann á Akureyri og rúmlega 60% gat hugsað sér að hefja fagháskólanám nám við Háskóla Íslands. Þetta sýnir mikinn áhuga sjúkraliða á frekari námi á háskólastigi og því þarf að mæta. Nýtt sérfræðileyfi fyrir sjúkraliða Við hjá Sjúkraliðafélaginu höfum átt í góðum samskiptum heilbrigðisráðuneytið um hvernig heilbrigðiskerfið geti tekið betur utan um þá sjúkraliða sem hafa lokið þessu námi. Það er ljóst að ekkert í þessum efnum gerist að sjálfu sér. Það er því virkilega ánægjulegt að ráðuneytið og ekki síst heilbrigðisráðherrann hefur tekið mjög vel í að skapa sérstakt sérfræðileyfi fyrir þá sjúkraliða sem ljúka þessu námi. Þetta yrði gert í reglugerð með sambærilegum hætti og sérfræðimenntaðir hjúkrunarfræðingar hafa. Með þessu er verið að viðurkenna þá faglegu færni og þekkingu í nærhjúkrun sem þessir sjúkraliðar öðlast í náminu, sem síðan auðveldar okkur öllum í baráttunni um að þessi prófgráða skili sér í aukinni ábyrgð, hærri launum og í spennandi störfum. Umfram allt hefur hæfni sjúkraliða í landinu tekið stórt og mikilvægt skref fram á við sem gagnast öllum í heilbrigðiskerfinu. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélag Íslands.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun