Þjónustustofnunin MAST Hrönn Ólína Jörundsdóttir skrifar 13. júní 2023 17:01 Kjarnastarfsemi Matvælastofnunar (MAST) er að standa vörð um heilsu manna, dýra og plantna. En hvernig gerum við það og hver er ávinningurinn? Hver ber ábyrgð á matvælaöryggi og dýravelferð? Hvar hefst og endar ábyrgðarsvið MAST? Orðinu „eftirlitsiðnaður“ hefur oft verið fleygt fram í samfélagsumræðunni um eftirlitsstofnanir og þá gjarnan á neikvæðan hátt. Að mínu mati er eftirlitsstofnun í raun þjónustustofnun. Tökum Matvælastofnun sem dæmi. Hver er tilgangurinn með eftirlitsstofnuninni MAST og hver er ávinningurinn af starfsemi MAST fyrir samfélagið? Er MAST hugsanlega ekki síður þjónustustofnun en eftirlitsstofnun? Til að svara þessu þá þarf fyrst að vera skýrt að ábyrgðin á matvælaöryggi er ávallt hjá framleiðandanum sjálfum. Eins er ábyrgðin á velferð dýra ávallt á höndum eigandans. Hins vegar stendur MAST vörð um að þeir aðilar sem eru í matvælaframleiðslu, framleiði matvæli án þess að afurðin ógni heilsu neytandans og að dýraeigendur tryggi velferð sinna dýra. Öflugt eftirlit styður við matvælaframleiðendur og eigendur dýra í að fara eftir settum lögum og reglum. Skjólstæðingar okkar eru neytendur og málleysingjar, en viðskiptavinir okkar, eða þjónustuþegar (eftirlitsþegar), eru matvælaframleiðendur, bændur, dýraeigendur, innflytjendur og útflytjendur. Ávinningurinn af starfsemi MAST er því aukin velferð og verðmætasköpun í samfélaginu því með eftirliti MAST þróast sterkari og betri framleiðendur og öryggi neytenda og velferð dýra er tryggt. Því er MAST er ekki einungis eftirlitsstofnun, heldur einnig þjónustustofnun. En er raunverulega þörf fyrir MAST í samfélaginu? Í hinum fullkomna heimi væri ekki þörf á MAST frekar enn nokkurri annarri eftirlitsstofnun eins og Fjármálaeftirlitinu, Samkeppniseftirlitinu, Lögreglunni o.s.frv. En við lifum ekki í fullkomnum heimi og því miður er ennþá (og líklega alltaf) þörf á eftirlitsstofnunum. Öflugt eftirlit, sem er hnitmiðað, málefnalegt og skilvirkt vinnur MEÐ öflugum iðnaði, hvort sem það er matvælaiðnaður eða annar iðnaður. Meginþorri matvælaframleiðanda vinna af heilindum og metnaði og vilja gera vel. Gott samtal framleiðandans og eftirlitsaðilans er lykilatriði ásamt skilningi framleiðandans á tilgangi eftirlitsins. Þegar allt kemur til alls eru markmið framleiðandans og eftirlitsaðilans það sama, að afurðin ógni ekki öryggi neytandans. Þegar báðir aðilar vinna að þessu sama markmiði þá næst samhljómur. Hins vegar geta komið upp atvik, svo sem mannleg mistök, sem geta orsakað áhættu fyrir neytandann. Eins eru því miður alltaf aðilar inn á milli sem vinna ekki af heilindum og metnaði og þá annað hvort meðvitað eða ómeðvitað stofna öryggi neytandans í hættu. Öflugt eftirlit á að koma auga á þessa aðila og annaðhvort, sjá til þess að þeir geri úrbætur eða, í einstaka tilfellum, að stíga inn og stöðva framleiðsluna. Þetta öfluga eftirlit leiðir af sér aukið öryggi fyrir okkar skjólstæðinga og þar af leiðandi traust neytandans til iðnaðarins. Framleiðandi sem nýtur ekki trausts neytandans á ekki bjarta framtíð fyrir sér. Matvælastofnun veitir samfélaginu mikilvæga þjónustu. Það er á okkar ábyrgð að tryggja það að þjónustan okkar fylgi breytingum og þörfum samfélagsins. Það er okkar ábyrgð að Matvælastofnun sé lifandi stofnun sem þróist og dafnar eftir því hvað er að gerast og breytast í heiminum. Við verðum að vera tilbúin að bregðast við þegar nýjar ógnir birtast á sjóndeildarhringnum. En hvernig eflum við þennan samhljóm og samtal milli okkar í MAST og samfélagsins, milli okkar og þjónustuþeganna okkar? Ábyrgð MAST er að fræða, ræða og miðla okkar hlutverki, tilgangi og kjarnastarfsemi. Þessi grein er bara fyrsta skrefið í þeirri vegferð. Höfundur er forstjóri Matvælastofnunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Stjórnsýsla Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Sjá meira
Kjarnastarfsemi Matvælastofnunar (MAST) er að standa vörð um heilsu manna, dýra og plantna. En hvernig gerum við það og hver er ávinningurinn? Hver ber ábyrgð á matvælaöryggi og dýravelferð? Hvar hefst og endar ábyrgðarsvið MAST? Orðinu „eftirlitsiðnaður“ hefur oft verið fleygt fram í samfélagsumræðunni um eftirlitsstofnanir og þá gjarnan á neikvæðan hátt. Að mínu mati er eftirlitsstofnun í raun þjónustustofnun. Tökum Matvælastofnun sem dæmi. Hver er tilgangurinn með eftirlitsstofnuninni MAST og hver er ávinningurinn af starfsemi MAST fyrir samfélagið? Er MAST hugsanlega ekki síður þjónustustofnun en eftirlitsstofnun? Til að svara þessu þá þarf fyrst að vera skýrt að ábyrgðin á matvælaöryggi er ávallt hjá framleiðandanum sjálfum. Eins er ábyrgðin á velferð dýra ávallt á höndum eigandans. Hins vegar stendur MAST vörð um að þeir aðilar sem eru í matvælaframleiðslu, framleiði matvæli án þess að afurðin ógni heilsu neytandans og að dýraeigendur tryggi velferð sinna dýra. Öflugt eftirlit styður við matvælaframleiðendur og eigendur dýra í að fara eftir settum lögum og reglum. Skjólstæðingar okkar eru neytendur og málleysingjar, en viðskiptavinir okkar, eða þjónustuþegar (eftirlitsþegar), eru matvælaframleiðendur, bændur, dýraeigendur, innflytjendur og útflytjendur. Ávinningurinn af starfsemi MAST er því aukin velferð og verðmætasköpun í samfélaginu því með eftirliti MAST þróast sterkari og betri framleiðendur og öryggi neytenda og velferð dýra er tryggt. Því er MAST er ekki einungis eftirlitsstofnun, heldur einnig þjónustustofnun. En er raunverulega þörf fyrir MAST í samfélaginu? Í hinum fullkomna heimi væri ekki þörf á MAST frekar enn nokkurri annarri eftirlitsstofnun eins og Fjármálaeftirlitinu, Samkeppniseftirlitinu, Lögreglunni o.s.frv. En við lifum ekki í fullkomnum heimi og því miður er ennþá (og líklega alltaf) þörf á eftirlitsstofnunum. Öflugt eftirlit, sem er hnitmiðað, málefnalegt og skilvirkt vinnur MEÐ öflugum iðnaði, hvort sem það er matvælaiðnaður eða annar iðnaður. Meginþorri matvælaframleiðanda vinna af heilindum og metnaði og vilja gera vel. Gott samtal framleiðandans og eftirlitsaðilans er lykilatriði ásamt skilningi framleiðandans á tilgangi eftirlitsins. Þegar allt kemur til alls eru markmið framleiðandans og eftirlitsaðilans það sama, að afurðin ógni ekki öryggi neytandans. Þegar báðir aðilar vinna að þessu sama markmiði þá næst samhljómur. Hins vegar geta komið upp atvik, svo sem mannleg mistök, sem geta orsakað áhættu fyrir neytandann. Eins eru því miður alltaf aðilar inn á milli sem vinna ekki af heilindum og metnaði og þá annað hvort meðvitað eða ómeðvitað stofna öryggi neytandans í hættu. Öflugt eftirlit á að koma auga á þessa aðila og annaðhvort, sjá til þess að þeir geri úrbætur eða, í einstaka tilfellum, að stíga inn og stöðva framleiðsluna. Þetta öfluga eftirlit leiðir af sér aukið öryggi fyrir okkar skjólstæðinga og þar af leiðandi traust neytandans til iðnaðarins. Framleiðandi sem nýtur ekki trausts neytandans á ekki bjarta framtíð fyrir sér. Matvælastofnun veitir samfélaginu mikilvæga þjónustu. Það er á okkar ábyrgð að tryggja það að þjónustan okkar fylgi breytingum og þörfum samfélagsins. Það er okkar ábyrgð að Matvælastofnun sé lifandi stofnun sem þróist og dafnar eftir því hvað er að gerast og breytast í heiminum. Við verðum að vera tilbúin að bregðast við þegar nýjar ógnir birtast á sjóndeildarhringnum. En hvernig eflum við þennan samhljóm og samtal milli okkar í MAST og samfélagsins, milli okkar og þjónustuþeganna okkar? Ábyrgð MAST er að fræða, ræða og miðla okkar hlutverki, tilgangi og kjarnastarfsemi. Þessi grein er bara fyrsta skrefið í þeirri vegferð. Höfundur er forstjóri Matvælastofnunar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun