Þjónustustofnunin MAST Hrönn Ólína Jörundsdóttir skrifar 13. júní 2023 17:01 Kjarnastarfsemi Matvælastofnunar (MAST) er að standa vörð um heilsu manna, dýra og plantna. En hvernig gerum við það og hver er ávinningurinn? Hver ber ábyrgð á matvælaöryggi og dýravelferð? Hvar hefst og endar ábyrgðarsvið MAST? Orðinu „eftirlitsiðnaður“ hefur oft verið fleygt fram í samfélagsumræðunni um eftirlitsstofnanir og þá gjarnan á neikvæðan hátt. Að mínu mati er eftirlitsstofnun í raun þjónustustofnun. Tökum Matvælastofnun sem dæmi. Hver er tilgangurinn með eftirlitsstofnuninni MAST og hver er ávinningurinn af starfsemi MAST fyrir samfélagið? Er MAST hugsanlega ekki síður þjónustustofnun en eftirlitsstofnun? Til að svara þessu þá þarf fyrst að vera skýrt að ábyrgðin á matvælaöryggi er ávallt hjá framleiðandanum sjálfum. Eins er ábyrgðin á velferð dýra ávallt á höndum eigandans. Hins vegar stendur MAST vörð um að þeir aðilar sem eru í matvælaframleiðslu, framleiði matvæli án þess að afurðin ógni heilsu neytandans og að dýraeigendur tryggi velferð sinna dýra. Öflugt eftirlit styður við matvælaframleiðendur og eigendur dýra í að fara eftir settum lögum og reglum. Skjólstæðingar okkar eru neytendur og málleysingjar, en viðskiptavinir okkar, eða þjónustuþegar (eftirlitsþegar), eru matvælaframleiðendur, bændur, dýraeigendur, innflytjendur og útflytjendur. Ávinningurinn af starfsemi MAST er því aukin velferð og verðmætasköpun í samfélaginu því með eftirliti MAST þróast sterkari og betri framleiðendur og öryggi neytenda og velferð dýra er tryggt. Því er MAST er ekki einungis eftirlitsstofnun, heldur einnig þjónustustofnun. En er raunverulega þörf fyrir MAST í samfélaginu? Í hinum fullkomna heimi væri ekki þörf á MAST frekar enn nokkurri annarri eftirlitsstofnun eins og Fjármálaeftirlitinu, Samkeppniseftirlitinu, Lögreglunni o.s.frv. En við lifum ekki í fullkomnum heimi og því miður er ennþá (og líklega alltaf) þörf á eftirlitsstofnunum. Öflugt eftirlit, sem er hnitmiðað, málefnalegt og skilvirkt vinnur MEÐ öflugum iðnaði, hvort sem það er matvælaiðnaður eða annar iðnaður. Meginþorri matvælaframleiðanda vinna af heilindum og metnaði og vilja gera vel. Gott samtal framleiðandans og eftirlitsaðilans er lykilatriði ásamt skilningi framleiðandans á tilgangi eftirlitsins. Þegar allt kemur til alls eru markmið framleiðandans og eftirlitsaðilans það sama, að afurðin ógni ekki öryggi neytandans. Þegar báðir aðilar vinna að þessu sama markmiði þá næst samhljómur. Hins vegar geta komið upp atvik, svo sem mannleg mistök, sem geta orsakað áhættu fyrir neytandann. Eins eru því miður alltaf aðilar inn á milli sem vinna ekki af heilindum og metnaði og þá annað hvort meðvitað eða ómeðvitað stofna öryggi neytandans í hættu. Öflugt eftirlit á að koma auga á þessa aðila og annaðhvort, sjá til þess að þeir geri úrbætur eða, í einstaka tilfellum, að stíga inn og stöðva framleiðsluna. Þetta öfluga eftirlit leiðir af sér aukið öryggi fyrir okkar skjólstæðinga og þar af leiðandi traust neytandans til iðnaðarins. Framleiðandi sem nýtur ekki trausts neytandans á ekki bjarta framtíð fyrir sér. Matvælastofnun veitir samfélaginu mikilvæga þjónustu. Það er á okkar ábyrgð að tryggja það að þjónustan okkar fylgi breytingum og þörfum samfélagsins. Það er okkar ábyrgð að Matvælastofnun sé lifandi stofnun sem þróist og dafnar eftir því hvað er að gerast og breytast í heiminum. Við verðum að vera tilbúin að bregðast við þegar nýjar ógnir birtast á sjóndeildarhringnum. En hvernig eflum við þennan samhljóm og samtal milli okkar í MAST og samfélagsins, milli okkar og þjónustuþeganna okkar? Ábyrgð MAST er að fræða, ræða og miðla okkar hlutverki, tilgangi og kjarnastarfsemi. Þessi grein er bara fyrsta skrefið í þeirri vegferð. Höfundur er forstjóri Matvælastofnunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Stjórnsýsla Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Kjarnastarfsemi Matvælastofnunar (MAST) er að standa vörð um heilsu manna, dýra og plantna. En hvernig gerum við það og hver er ávinningurinn? Hver ber ábyrgð á matvælaöryggi og dýravelferð? Hvar hefst og endar ábyrgðarsvið MAST? Orðinu „eftirlitsiðnaður“ hefur oft verið fleygt fram í samfélagsumræðunni um eftirlitsstofnanir og þá gjarnan á neikvæðan hátt. Að mínu mati er eftirlitsstofnun í raun þjónustustofnun. Tökum Matvælastofnun sem dæmi. Hver er tilgangurinn með eftirlitsstofnuninni MAST og hver er ávinningurinn af starfsemi MAST fyrir samfélagið? Er MAST hugsanlega ekki síður þjónustustofnun en eftirlitsstofnun? Til að svara þessu þá þarf fyrst að vera skýrt að ábyrgðin á matvælaöryggi er ávallt hjá framleiðandanum sjálfum. Eins er ábyrgðin á velferð dýra ávallt á höndum eigandans. Hins vegar stendur MAST vörð um að þeir aðilar sem eru í matvælaframleiðslu, framleiði matvæli án þess að afurðin ógni heilsu neytandans og að dýraeigendur tryggi velferð sinna dýra. Öflugt eftirlit styður við matvælaframleiðendur og eigendur dýra í að fara eftir settum lögum og reglum. Skjólstæðingar okkar eru neytendur og málleysingjar, en viðskiptavinir okkar, eða þjónustuþegar (eftirlitsþegar), eru matvælaframleiðendur, bændur, dýraeigendur, innflytjendur og útflytjendur. Ávinningurinn af starfsemi MAST er því aukin velferð og verðmætasköpun í samfélaginu því með eftirliti MAST þróast sterkari og betri framleiðendur og öryggi neytenda og velferð dýra er tryggt. Því er MAST er ekki einungis eftirlitsstofnun, heldur einnig þjónustustofnun. En er raunverulega þörf fyrir MAST í samfélaginu? Í hinum fullkomna heimi væri ekki þörf á MAST frekar enn nokkurri annarri eftirlitsstofnun eins og Fjármálaeftirlitinu, Samkeppniseftirlitinu, Lögreglunni o.s.frv. En við lifum ekki í fullkomnum heimi og því miður er ennþá (og líklega alltaf) þörf á eftirlitsstofnunum. Öflugt eftirlit, sem er hnitmiðað, málefnalegt og skilvirkt vinnur MEÐ öflugum iðnaði, hvort sem það er matvælaiðnaður eða annar iðnaður. Meginþorri matvælaframleiðanda vinna af heilindum og metnaði og vilja gera vel. Gott samtal framleiðandans og eftirlitsaðilans er lykilatriði ásamt skilningi framleiðandans á tilgangi eftirlitsins. Þegar allt kemur til alls eru markmið framleiðandans og eftirlitsaðilans það sama, að afurðin ógni ekki öryggi neytandans. Þegar báðir aðilar vinna að þessu sama markmiði þá næst samhljómur. Hins vegar geta komið upp atvik, svo sem mannleg mistök, sem geta orsakað áhættu fyrir neytandann. Eins eru því miður alltaf aðilar inn á milli sem vinna ekki af heilindum og metnaði og þá annað hvort meðvitað eða ómeðvitað stofna öryggi neytandans í hættu. Öflugt eftirlit á að koma auga á þessa aðila og annaðhvort, sjá til þess að þeir geri úrbætur eða, í einstaka tilfellum, að stíga inn og stöðva framleiðsluna. Þetta öfluga eftirlit leiðir af sér aukið öryggi fyrir okkar skjólstæðinga og þar af leiðandi traust neytandans til iðnaðarins. Framleiðandi sem nýtur ekki trausts neytandans á ekki bjarta framtíð fyrir sér. Matvælastofnun veitir samfélaginu mikilvæga þjónustu. Það er á okkar ábyrgð að tryggja það að þjónustan okkar fylgi breytingum og þörfum samfélagsins. Það er okkar ábyrgð að Matvælastofnun sé lifandi stofnun sem þróist og dafnar eftir því hvað er að gerast og breytast í heiminum. Við verðum að vera tilbúin að bregðast við þegar nýjar ógnir birtast á sjóndeildarhringnum. En hvernig eflum við þennan samhljóm og samtal milli okkar í MAST og samfélagsins, milli okkar og þjónustuþeganna okkar? Ábyrgð MAST er að fræða, ræða og miðla okkar hlutverki, tilgangi og kjarnastarfsemi. Þessi grein er bara fyrsta skrefið í þeirri vegferð. Höfundur er forstjóri Matvælastofnunar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun