Sveitarstjórn, stattu með sjálfri þér í dag og segðu Nei! Margrét Erlendsdóttir skrifar 14. júní 2023 12:30 Umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu Hvammsvirkjunar verður afgreidd á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps kl. 17 í dag. Ef sveitarstjórnin ætlar ekki að ganga gegn eigin orðum og svíkja sjálfa sig þá á hún aðeins einn kost. Hún verður að hafna umsókninni. Þann 15. febrúar sl. var haldinn íbúafundur í Árnesi þar sem kynnt var staða framkvæmdaleyfis hjá sveitarstjórn. Frá því er skemmst að segja að sveitarstjórinn fór þar ýtarlega yfir hvort sveitarfélagið myndi hafa einhvern fjárhagslegan ávinning af Hvammsvirkjun. Stutta svarið var nei og afstaða sveitarstjórans var skýr þegar hann sagði: „Mér finnst nærsamfélagið ekki hafa neitt upp úr þessu mér finnst við ekki njóta ávinnings af þessari starfsemi. Þeim mun meiri gögn sem ég hef fengið og þeim mun meira sem ég fer í gegn um það þeim mun betri mynd fæ ég af þessu.“ Sveitarstjórinn skýrði m.a. út að samspil tekna sveitarsjóðs og framlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga gæti orðið til þess að sveitarsjóður myndi beinlínis tapa á framkvæmdinni. Sveitarstjórinn sagði enga hafa dregið í efa að útreikningar hans væru réttir. Hann sagði líka að orkumálaráðherra, forstjóri Landsvirkjunar og hann sjálfur væru sammála því að setja þyrfti einhvers konar breytingar í lög til að tryggja nærumhverfinu sanngjarna skiptingu á auðlindinni. Og sjálfur sagðist hann telja að þetta þyrfti Alþingi að gera fyrir vorið. Efasemdir um lögmæti Á íbúafundinum sagði sveitarstjóri frá því að hann hefði fengið lögfræðing sveitarfélagsins til að óska eftir lögfræðiáliti á því hvort sveitarstjórn sem beri ábyrgð á rekstri sveitarfélags sé heimilt að lögum að veita leyfi til framkvæmda sem hafa hugsanlega neikvæð fjárhagsleg áhrif á sveitarfélagið. Það sem blasir við Engar breytingar hafa verið gerðar á lögum. Ekkert hefur breyst sem gerir það að verkum að sveitarstjórn geti veitt leyfi fyrir Hvammsvirkjun með fullvissu fyrir því að framkvæmdin muni skapa sveitarfélaginu fjárhagslegan ávinning, hvað þá meira. Það hefur reyndar verið skipaður starfshópur á vegum fjármálaráðherra til að hefja skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu en hvað út úr því kemur og hvenær er ómögulegt að segja. Það er vandséð hvernig ábyrg sveitarstjórn getur veitt framkvæmdaleyfi fyrir byggingu Hvammsvirkjunar að svo stöddu þó svo hún líti eingöngu á fjárhagslega hlið málsins. Allt hitt, sem er auðvitað svo miklu stærra en peningahlið þessa máls, verður ekki rætt um hér. Ekki nema til að segja það sem öllum ætti löngu að vera ljóst, að tjónið og skaðinn sem Hvammsvirkjun mun valda á náttúru og samfélag verður aldrei bætt. Höfundur er fædd og uppalin í Gnúpverjahreppi með sterk tengsl við sveitina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Landsvirkjun Umhverfismál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu Hvammsvirkjunar verður afgreidd á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps kl. 17 í dag. Ef sveitarstjórnin ætlar ekki að ganga gegn eigin orðum og svíkja sjálfa sig þá á hún aðeins einn kost. Hún verður að hafna umsókninni. Þann 15. febrúar sl. var haldinn íbúafundur í Árnesi þar sem kynnt var staða framkvæmdaleyfis hjá sveitarstjórn. Frá því er skemmst að segja að sveitarstjórinn fór þar ýtarlega yfir hvort sveitarfélagið myndi hafa einhvern fjárhagslegan ávinning af Hvammsvirkjun. Stutta svarið var nei og afstaða sveitarstjórans var skýr þegar hann sagði: „Mér finnst nærsamfélagið ekki hafa neitt upp úr þessu mér finnst við ekki njóta ávinnings af þessari starfsemi. Þeim mun meiri gögn sem ég hef fengið og þeim mun meira sem ég fer í gegn um það þeim mun betri mynd fæ ég af þessu.“ Sveitarstjórinn skýrði m.a. út að samspil tekna sveitarsjóðs og framlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga gæti orðið til þess að sveitarsjóður myndi beinlínis tapa á framkvæmdinni. Sveitarstjórinn sagði enga hafa dregið í efa að útreikningar hans væru réttir. Hann sagði líka að orkumálaráðherra, forstjóri Landsvirkjunar og hann sjálfur væru sammála því að setja þyrfti einhvers konar breytingar í lög til að tryggja nærumhverfinu sanngjarna skiptingu á auðlindinni. Og sjálfur sagðist hann telja að þetta þyrfti Alþingi að gera fyrir vorið. Efasemdir um lögmæti Á íbúafundinum sagði sveitarstjóri frá því að hann hefði fengið lögfræðing sveitarfélagsins til að óska eftir lögfræðiáliti á því hvort sveitarstjórn sem beri ábyrgð á rekstri sveitarfélags sé heimilt að lögum að veita leyfi til framkvæmda sem hafa hugsanlega neikvæð fjárhagsleg áhrif á sveitarfélagið. Það sem blasir við Engar breytingar hafa verið gerðar á lögum. Ekkert hefur breyst sem gerir það að verkum að sveitarstjórn geti veitt leyfi fyrir Hvammsvirkjun með fullvissu fyrir því að framkvæmdin muni skapa sveitarfélaginu fjárhagslegan ávinning, hvað þá meira. Það hefur reyndar verið skipaður starfshópur á vegum fjármálaráðherra til að hefja skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu en hvað út úr því kemur og hvenær er ómögulegt að segja. Það er vandséð hvernig ábyrg sveitarstjórn getur veitt framkvæmdaleyfi fyrir byggingu Hvammsvirkjunar að svo stöddu þó svo hún líti eingöngu á fjárhagslega hlið málsins. Allt hitt, sem er auðvitað svo miklu stærra en peningahlið þessa máls, verður ekki rætt um hér. Ekki nema til að segja það sem öllum ætti löngu að vera ljóst, að tjónið og skaðinn sem Hvammsvirkjun mun valda á náttúru og samfélag verður aldrei bætt. Höfundur er fædd og uppalin í Gnúpverjahreppi með sterk tengsl við sveitina.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun