Maður og bolti Ólafur Arnar Jónsson skrifar 14. júní 2023 13:31 Í Þjórsá eru núna sjö vatnsaflsvirkjanir sem Landsvirkjun hefur reist hverja af annarri síðustu hálfa öldina. Hvammsvirkjun, áttunda virkjunin á þessu svæði, fellur mjög vel að því hlutverki fyrirtækisins að hámarka afraksturinn af þeim orkulindum sem Landsvirkjun er trúað fyrir. Sem orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar er verðmætasköpun og sjálfbærni leiðarljós í allri starfsemi Landsvirkjunar. Frá því að byrjað var að virkja Þjórsá hefur laxastofninn í ánni fjórfaldast og er nú sá stærsti á landinu. Fyrir því eru ýmsar ástæður sem raktar voru í grein hér á Vísi fyrir skemmstu. Auk þess sem þar kom fram má nefna hlut Veiðifélags Þjórsár. Veiðifélagið hefur jafnan gert miklar kröfur til Landsvirkjunar um búnað, hönnun og skipulag svo fiskur og seiði eigi greiða leið upp og niður ána á virkjanasvæðunum. Sá metnaður hefur borið þennan góða árangur sem að framan greinir. Hvammsvirkjun engin undantekning Hvammsvirkjun er þarna engin undantekning. Meðfram hönnun virkjunarinnar hafa verið gerðar umfangsmiklar rannsóknir til að tryggja áframhaldandi góða fiskigengd. Margir umhverfisþættir verða svo vaktaðir áfram, bæði fyrir og eftir gangsetningu. Nú ber hins vegar svo við að stjórnarmaður í Veiðifélaginu vegur illa að starfsheiðri dr. Sigurðar Guðjónssonar, fiskifræðings. Í grein Jóns Árna Vignissonar sem birtist í gær segir beinlínis að sérfræðiþekking Sigurðar sé einskis virði, hann sé aðeins að „greiða leið stórfyrirtækja.“ Jón Árni virðist komast að þessari niðurstöðu vegna þess að Sigurður hafi starfað fyrir Hafrannsóknastofnun áður en hann kom til starfa fyrir Landsvirkjun. Megnið af sinni starfsævi starfaði dr. Sigurður hjá Veiðimálastofnun og eftir sameiningu stofnananna varð hann forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Hann lét af störfum þar árið 2021. Dr. Sigurður hefur sem sagt rannsakað og stýrt rannsóknum á fiskistofnum áratugum saman. Það er ljóst að fengur er að fræðimanni með slíka reynslu og þekkingu í umhverfisrannsóknateymi Landsvirkjunar en þar hefur hann starfað síðastliðið ár við góðan orðstír. Fagleg umræða mikils virði Landsvirkjun tekur allri málefnalegri gagnrýni fagnandi. Dylgjur um annarleg sjónarmið sérfræðinga falla ekki í þann flokk og óskandi að hægt sé að halda umræðunni á faglegri nótum. Um 40% af laxastofninum í Þjórsá eru veidd í net fyrir neðan virkjanir á ári hverju. Veiðifélag Þjórsár hefur því uppskorið margfalda veiði vegna þeirrar miklu áherslu sem Landsvirkjun hefur lagt á að búa vel að fiskistofnum árinnar samhliða uppbyggingu virkjana gegnum tíðina. Hvammsvirkjun verður engin undantekning og alveg óþarfi að vega að heiðri reynslumikilla fræðimanna í þeim skoðanaskiptum. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér umgjörð framkvæmdarinnar, þá bendi ég á vefsíðuna: landsvirkjun.is/hvammsvirkjun Höfundur er forstöðumaður nærsamfélags og náttúru hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Umhverfismál Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í Þjórsá eru núna sjö vatnsaflsvirkjanir sem Landsvirkjun hefur reist hverja af annarri síðustu hálfa öldina. Hvammsvirkjun, áttunda virkjunin á þessu svæði, fellur mjög vel að því hlutverki fyrirtækisins að hámarka afraksturinn af þeim orkulindum sem Landsvirkjun er trúað fyrir. Sem orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar er verðmætasköpun og sjálfbærni leiðarljós í allri starfsemi Landsvirkjunar. Frá því að byrjað var að virkja Þjórsá hefur laxastofninn í ánni fjórfaldast og er nú sá stærsti á landinu. Fyrir því eru ýmsar ástæður sem raktar voru í grein hér á Vísi fyrir skemmstu. Auk þess sem þar kom fram má nefna hlut Veiðifélags Þjórsár. Veiðifélagið hefur jafnan gert miklar kröfur til Landsvirkjunar um búnað, hönnun og skipulag svo fiskur og seiði eigi greiða leið upp og niður ána á virkjanasvæðunum. Sá metnaður hefur borið þennan góða árangur sem að framan greinir. Hvammsvirkjun engin undantekning Hvammsvirkjun er þarna engin undantekning. Meðfram hönnun virkjunarinnar hafa verið gerðar umfangsmiklar rannsóknir til að tryggja áframhaldandi góða fiskigengd. Margir umhverfisþættir verða svo vaktaðir áfram, bæði fyrir og eftir gangsetningu. Nú ber hins vegar svo við að stjórnarmaður í Veiðifélaginu vegur illa að starfsheiðri dr. Sigurðar Guðjónssonar, fiskifræðings. Í grein Jóns Árna Vignissonar sem birtist í gær segir beinlínis að sérfræðiþekking Sigurðar sé einskis virði, hann sé aðeins að „greiða leið stórfyrirtækja.“ Jón Árni virðist komast að þessari niðurstöðu vegna þess að Sigurður hafi starfað fyrir Hafrannsóknastofnun áður en hann kom til starfa fyrir Landsvirkjun. Megnið af sinni starfsævi starfaði dr. Sigurður hjá Veiðimálastofnun og eftir sameiningu stofnananna varð hann forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Hann lét af störfum þar árið 2021. Dr. Sigurður hefur sem sagt rannsakað og stýrt rannsóknum á fiskistofnum áratugum saman. Það er ljóst að fengur er að fræðimanni með slíka reynslu og þekkingu í umhverfisrannsóknateymi Landsvirkjunar en þar hefur hann starfað síðastliðið ár við góðan orðstír. Fagleg umræða mikils virði Landsvirkjun tekur allri málefnalegri gagnrýni fagnandi. Dylgjur um annarleg sjónarmið sérfræðinga falla ekki í þann flokk og óskandi að hægt sé að halda umræðunni á faglegri nótum. Um 40% af laxastofninum í Þjórsá eru veidd í net fyrir neðan virkjanir á ári hverju. Veiðifélag Þjórsár hefur því uppskorið margfalda veiði vegna þeirrar miklu áherslu sem Landsvirkjun hefur lagt á að búa vel að fiskistofnum árinnar samhliða uppbyggingu virkjana gegnum tíðina. Hvammsvirkjun verður engin undantekning og alveg óþarfi að vega að heiðri reynslumikilla fræðimanna í þeim skoðanaskiptum. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér umgjörð framkvæmdarinnar, þá bendi ég á vefsíðuna: landsvirkjun.is/hvammsvirkjun Höfundur er forstöðumaður nærsamfélags og náttúru hjá Landsvirkjun.
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar