Körfubolti

KR-ingur í nýliðaval þróunardeildar NBA

Jón Már Ferro skrifar
Þorvaldur Orri Árnason er gríðarlegt efni.
Þorvaldur Orri Árnason er gríðarlegt efni. Vísir/Bára Dröfn

Körfuboltamaðurinn og KR-ingurinn Þorvaldur Orri Árnason hefur skráð sig í nýliðaval þróunardeildar NBA. Valið fer fram 28. júní næstkomandi en Þorvaldur er í hópi drengja 18 til 21 árs á alþjóðlegum lista sem valið er úr.

Þorvaldur lék 23 leiki með KR á síðasta tímabili, féll með liðinu, en var langt frá því að vera aðal vandamál stórveldisins. Hann var með 13 stig, fimm fráköst og þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik. 

Þorvaldur er tæpir tveir metrar á hæð og er talið gríðarlegt efni. Hann hefur yfir að ráða mikilli tækni og góðum leikskilning.

Á síðasta ári var Þorvaldur valinn í fyrsta skipti í landslið Íslands í körfubolta. Graig Pedersen, landsliðsþjálfari valdi hann fyrir tvo mikilvæga leiki í undankeppni HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×