„Auðvitað er þetta gríðarlega mikilvægur leikur í riðlinum“ Siggeir Ævarsson skrifar 15. júní 2023 20:31 Jón Dagur Þorsteinsson. Vísir/Valur Páll Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður OH Leuven í Belgíu og íslenska landsliðsins, segist fullur tilhlökkunar fyrir komandi landsliðverkefni í undankeppni EM. Ísland mætir Slóvakíu á sjálfan þjóðarhátíðardaginn, 17. júní kl. 18:45. „Það er stemming í hópnum og ég held að það séu allir fullir tilhlökkunar fyrir fyrsta leik.“ Ísland hefur leikið tvo leiki í J-riðli og náð í einn sigur. Jón samsinnti því að það væri gríðarlega mikilvægt upp á framhaldið að gera að ná í stig og jafnvel sigur. „Auðvitað er þetta gríðarlega mikilvægur leikur í riðlinum og það væri geggjað að ná í úrslit.“ Aðspurður um hvernig landsliðsþjálfarinn Åge Hareide væri að koma inn í íslenska hópinn sagði Jón Dagur að það væri allt til fyrirmyndar. „Mjög vel. Við erum búnir að vera saman allur hópurinn síðan í gær og við vorum búnir að taka einhverjar æfingar fyrir það. Mér líst mjög vel á allt.“ Jón Dagur lék eins og áður sagði í Belgíu í vetur og sagðist vera ánægður með tímabilið og sína spilamennsku, en það hefði gert honum gott að skipta um umhverfi, en hann lék áður með AGF í Danmörku. „Mér fannst gaman að breyta um umhverfi. Ég var búinn að vera í Danmörku í fjögur ár. Virkilega gaman að spila í Belgíu og ég er að koma vel undan tímabilinu.“ Hann gat ekki svarað því hvað tæki við á næsta tímabili, en ítrekaði að hann væri ánægður með dvölina í Belgíu. „Ég bara veit það ekki. Það gæti alveg gerst en ég er mjög ánægður þarna og mjög opinn.“ Þar næsti leikur Íslands er svo gegn stórliði Portúgal. Það er óneitnalega fiðringur í mönnum yfir þeirri áskorun. „Algjörlega. Þeir eru með frábært lið og Ronaldo að mæta, það verður bara mjög gaman.“ Íslenska landsliðið mætir Slóvakíu á Laugardalsvelli á laugardag. Leikurinn hefst kl. 18:45 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Viðtalið við Jón Dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan . Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Sjá meira
„Það er stemming í hópnum og ég held að það séu allir fullir tilhlökkunar fyrir fyrsta leik.“ Ísland hefur leikið tvo leiki í J-riðli og náð í einn sigur. Jón samsinnti því að það væri gríðarlega mikilvægt upp á framhaldið að gera að ná í stig og jafnvel sigur. „Auðvitað er þetta gríðarlega mikilvægur leikur í riðlinum og það væri geggjað að ná í úrslit.“ Aðspurður um hvernig landsliðsþjálfarinn Åge Hareide væri að koma inn í íslenska hópinn sagði Jón Dagur að það væri allt til fyrirmyndar. „Mjög vel. Við erum búnir að vera saman allur hópurinn síðan í gær og við vorum búnir að taka einhverjar æfingar fyrir það. Mér líst mjög vel á allt.“ Jón Dagur lék eins og áður sagði í Belgíu í vetur og sagðist vera ánægður með tímabilið og sína spilamennsku, en það hefði gert honum gott að skipta um umhverfi, en hann lék áður með AGF í Danmörku. „Mér fannst gaman að breyta um umhverfi. Ég var búinn að vera í Danmörku í fjögur ár. Virkilega gaman að spila í Belgíu og ég er að koma vel undan tímabilinu.“ Hann gat ekki svarað því hvað tæki við á næsta tímabili, en ítrekaði að hann væri ánægður með dvölina í Belgíu. „Ég bara veit það ekki. Það gæti alveg gerst en ég er mjög ánægður þarna og mjög opinn.“ Þar næsti leikur Íslands er svo gegn stórliði Portúgal. Það er óneitnalega fiðringur í mönnum yfir þeirri áskorun. „Algjörlega. Þeir eru með frábært lið og Ronaldo að mæta, það verður bara mjög gaman.“ Íslenska landsliðið mætir Slóvakíu á Laugardalsvelli á laugardag. Leikurinn hefst kl. 18:45 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Viðtalið við Jón Dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan .
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Sjá meira