Ja Morant dæmdur í 25 leikja bann Siggeir Ævarsson skrifar 17. júní 2023 09:01 Ja Morant mun verða af töluverðum tekjum vegna bannsins, eða um 7,5 milljónum dollara Ja Morant, leikmaður Memphis Grizzlies í NBA deildinni, mun hefja næsta tímabil í 25 leikja banni. Er þetta annað bannið sem Morant hlýtur á skömmum tíma, en bæði bönnin tengjast byssusýningum á samfélagsmiðlum. Í marsmánuði fékk Morant átta leikja bann en snéri aftur á völlinn 22. mars og kláraði tímabilið án mikilla hnökra. Morant þykir einn af öflugustu skorurum deildarinnar, en hann varð 11. stigahæsti leikmaður tímabilsins, með 25,4 stig að meðaltali í leik. Meðferð skotvopna á óábyrgan hátt er þó ekki það eina sem hefur komið Morant í klandur, en hann er einnig sakaður um að hafa kýlt 17 ára dreng ítrekað á heimili sínu þegar þeir spiluðu saman körfubolta. Morant bar við sjálfsvörn í yfirheyrslum hjá lögreglu og sagði að drengurinn hafi hótað að kveikja í heimili hans. Þá voru Morant og vinir hans sakaður um að beina laser á liðsrútu Indiana Pacers í vor og síðasta sumar var hann einnig sakaður um að hóta öryggisverði í verslunarmiðstöð. Áttu þeir í samskiptum á bílastæði fyrir utan verslunarmiðstöðina og sá vörðurinn ástæðu til að tilkynnta Morant til lögreglu í kjölfarið. Adam Silver, framkvæmdastjóri NBA deildarinnar, sagði í yfirlýsingu sinni að Morant yrði að hætta þessari hegðun sinni, þ.e. að sýna byssur á óábyrgan hátt á samfélagsmiðlum. Hann sagðist hafa áhyggjur af því fordæmi sem Morant sýndi með þessari hegðun, þar sem að mörg ungmenni líta upp til leikmanna deildarinnar. „Miðað við þessar aðstæður, þá teljum við að 25 leikja bann sé réttlát niðurstaða og undirstriki að kærulaus og óábyrgð hegðun í garð skotvopna verði ekki liðin af deildinni.“ - sagði Silver í yfirlýsingu sinni. Morant myndi undir venjulegum kringumstæðum þéna 33,5 milljónir á næsta tímabili en fyrir hvern leik sem bannið nær til skerðast þær tekjur um rúma 300.000 dollara, eða 7,5 milljónir alls. Það er um milljarður í íslenskum krónum á gengi dagsins í dag. NBA Körfubolti Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af Ja Morant eftir fjóra „kveðjupósta“ hans á Instagram Einn besti leikmaður NBA-deildarinnar kveðjur sína nánustu og segir bless á samfélagsmiðlum. Það er ekkert skrítið að sumir hafi áhyggjur. 24. maí 2023 14:16 „Af hverju er hann í einhverjum gangstera-leik með byssu?“ Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld er rætt um Ja Morant og nýja „byssumyndbandið“ hans. Þetta er í annað sinn á frekar skömmum tíma sem þessi stjörnuleikmaður Memphis Grizzlies sést með byssu í myndbandi á Instagram. Þátturinn er sýndur klukkan 20:45. 15. maí 2023 16:31 Morant í byssuleik á ný Það virðist sem Ja Morant, stjarna Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta, sé ekki fær um að halda sig frá samfélagsmiðlum né skotvopnum. Enn á ný hefur hann sést meðhöndla skotvopn í myndbandi sem fer líkt og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. 14. maí 2023 19:30 Ja Morant: Átta mig nú á því hversu miklu ég hef að tapa NBA súperstjarnan Ja Morant hefur ekkert verið inn á körfuboltavellinum að undanförnu þótt fullfrískur sé. Ástæðan er ósæmileg hegðun hans utan vallar. 16. mars 2023 16:00 Lögreglan rannsakar hvort Morant hafi brotið vopnalög Lögreglan í Colorado rannsakar nú hvort Ja Morant, stjörnuleikmaður Memphis Grizzlies, hafi gerst brotlegur við vopnalög þegar hann virtist veifa byssu á skemmtistað í borginni um helgina. 7. mars 2023 11:31 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Sjá meira
Í marsmánuði fékk Morant átta leikja bann en snéri aftur á völlinn 22. mars og kláraði tímabilið án mikilla hnökra. Morant þykir einn af öflugustu skorurum deildarinnar, en hann varð 11. stigahæsti leikmaður tímabilsins, með 25,4 stig að meðaltali í leik. Meðferð skotvopna á óábyrgan hátt er þó ekki það eina sem hefur komið Morant í klandur, en hann er einnig sakaður um að hafa kýlt 17 ára dreng ítrekað á heimili sínu þegar þeir spiluðu saman körfubolta. Morant bar við sjálfsvörn í yfirheyrslum hjá lögreglu og sagði að drengurinn hafi hótað að kveikja í heimili hans. Þá voru Morant og vinir hans sakaður um að beina laser á liðsrútu Indiana Pacers í vor og síðasta sumar var hann einnig sakaður um að hóta öryggisverði í verslunarmiðstöð. Áttu þeir í samskiptum á bílastæði fyrir utan verslunarmiðstöðina og sá vörðurinn ástæðu til að tilkynnta Morant til lögreglu í kjölfarið. Adam Silver, framkvæmdastjóri NBA deildarinnar, sagði í yfirlýsingu sinni að Morant yrði að hætta þessari hegðun sinni, þ.e. að sýna byssur á óábyrgan hátt á samfélagsmiðlum. Hann sagðist hafa áhyggjur af því fordæmi sem Morant sýndi með þessari hegðun, þar sem að mörg ungmenni líta upp til leikmanna deildarinnar. „Miðað við þessar aðstæður, þá teljum við að 25 leikja bann sé réttlát niðurstaða og undirstriki að kærulaus og óábyrgð hegðun í garð skotvopna verði ekki liðin af deildinni.“ - sagði Silver í yfirlýsingu sinni. Morant myndi undir venjulegum kringumstæðum þéna 33,5 milljónir á næsta tímabili en fyrir hvern leik sem bannið nær til skerðast þær tekjur um rúma 300.000 dollara, eða 7,5 milljónir alls. Það er um milljarður í íslenskum krónum á gengi dagsins í dag.
NBA Körfubolti Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af Ja Morant eftir fjóra „kveðjupósta“ hans á Instagram Einn besti leikmaður NBA-deildarinnar kveðjur sína nánustu og segir bless á samfélagsmiðlum. Það er ekkert skrítið að sumir hafi áhyggjur. 24. maí 2023 14:16 „Af hverju er hann í einhverjum gangstera-leik með byssu?“ Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld er rætt um Ja Morant og nýja „byssumyndbandið“ hans. Þetta er í annað sinn á frekar skömmum tíma sem þessi stjörnuleikmaður Memphis Grizzlies sést með byssu í myndbandi á Instagram. Þátturinn er sýndur klukkan 20:45. 15. maí 2023 16:31 Morant í byssuleik á ný Það virðist sem Ja Morant, stjarna Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta, sé ekki fær um að halda sig frá samfélagsmiðlum né skotvopnum. Enn á ný hefur hann sést meðhöndla skotvopn í myndbandi sem fer líkt og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. 14. maí 2023 19:30 Ja Morant: Átta mig nú á því hversu miklu ég hef að tapa NBA súperstjarnan Ja Morant hefur ekkert verið inn á körfuboltavellinum að undanförnu þótt fullfrískur sé. Ástæðan er ósæmileg hegðun hans utan vallar. 16. mars 2023 16:00 Lögreglan rannsakar hvort Morant hafi brotið vopnalög Lögreglan í Colorado rannsakar nú hvort Ja Morant, stjörnuleikmaður Memphis Grizzlies, hafi gerst brotlegur við vopnalög þegar hann virtist veifa byssu á skemmtistað í borginni um helgina. 7. mars 2023 11:31 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Sjá meira
Hafa áhyggjur af Ja Morant eftir fjóra „kveðjupósta“ hans á Instagram Einn besti leikmaður NBA-deildarinnar kveðjur sína nánustu og segir bless á samfélagsmiðlum. Það er ekkert skrítið að sumir hafi áhyggjur. 24. maí 2023 14:16
„Af hverju er hann í einhverjum gangstera-leik með byssu?“ Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld er rætt um Ja Morant og nýja „byssumyndbandið“ hans. Þetta er í annað sinn á frekar skömmum tíma sem þessi stjörnuleikmaður Memphis Grizzlies sést með byssu í myndbandi á Instagram. Þátturinn er sýndur klukkan 20:45. 15. maí 2023 16:31
Morant í byssuleik á ný Það virðist sem Ja Morant, stjarna Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta, sé ekki fær um að halda sig frá samfélagsmiðlum né skotvopnum. Enn á ný hefur hann sést meðhöndla skotvopn í myndbandi sem fer líkt og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. 14. maí 2023 19:30
Ja Morant: Átta mig nú á því hversu miklu ég hef að tapa NBA súperstjarnan Ja Morant hefur ekkert verið inn á körfuboltavellinum að undanförnu þótt fullfrískur sé. Ástæðan er ósæmileg hegðun hans utan vallar. 16. mars 2023 16:00
Lögreglan rannsakar hvort Morant hafi brotið vopnalög Lögreglan í Colorado rannsakar nú hvort Ja Morant, stjörnuleikmaður Memphis Grizzlies, hafi gerst brotlegur við vopnalög þegar hann virtist veifa byssu á skemmtistað í borginni um helgina. 7. mars 2023 11:31