„Við sjáum alveg hvað við getum gert til að brjóta þá niður, bæði með og án bolta“ Siggeir Ævarsson skrifar 17. júní 2023 12:05 Guðlaugur Victor Pálsson segir Ísland eiga góða möguleika á sigri gegn Slóvökum í kvöld Vísir/Vilhelm Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður D.C. United og íslenska landsliðsins, segir að Åge Hareide sé búinn að undirbúa íslenska hópinn vel fyrir leikinn gegn Slóvakíu og telur að Ísland eigi góða möguleika á að sækja þrjú stig í kvöld. „Við erum að undirbúa okkur mjög vel. Við erum að æfa vel og erum mikið að leikgreina. Flestir leikmennirnir eru búnir að vera hérna lengur en ég, ég er bara nýkominn. En það er farið í öll þau smáatriði sem þarf svo að við vinnum þennan mikilvæga leik.“ Guðlaugur vildi ekki eyða of mörgum orðum í stórleikinn gegn Portúgal á þriðjudaginn. Leikurinn gegn Slóvakíu væri verkefnið sem hópurinn er að hugsa um núna. „Að sjálfsögðu verður það gaman. Eins og þú sérð þá er þjóðin spenntari fyrir því en Slóvakíu en það er annað mál. En ég vil bara fókusera á laugardagsleikinn.“ Hann sagði að Ísland ætti góðan séns á að ná í stigin þrjú í kvöld en það yrði ekki auðsótt. „Þeir eru klárlega til staðar. Þetta er gott lið. Þetta eru leikmenn sem eru að spila í mjög góðum liðum í góðum deildum. En við sjáum alveg hvað við getum gert til að brjóta þá niður, bæði með og án bolta. En eins og ég segi, við erum bara líka þannig lið að við þurfum að vera allir upp á tíu til að ná í góð úrslit.“ Guðlaugur segir að hópurinn sé vel stemmdur enda séu leikmennirnir farnir að þekkjast vel. „Bara mjög flottur. Við náttúrulega þekkja allir hvern annan og erum allir búnir að spila vel. Kannski einn tveir sem eru að koma inn í þetta núna, ungir og efnilegir strákar en heilt yfir mjög jákvætt.“ Hann segir að Åge Hareide hafi komið sterkur inn, en Guðlaugur kannast aðeins við hans fyrri störf síðan hann spilaði sjálfur í Svíþjóð. Hareide er búinn að leggja upp með ákveðið plan og allir þekki sín hlutverk og nú sé það liðsins að fara eftir því. „Mér líst mjög vel á hann. Ég þekki aðeins til hans frá tímanum mínum í Svíþjóð. Þetta er maður sem hefur gert frábæra hluti bæði með félagsliðum og landsliðum og hann veit alveg hvað hann er að gera. Hann er mjög skýr. Við erum búnir að fara mikið í gegnum taktíkina og hvernig hann vill gera þetta. Hann er mjög skýr og vill hafa hlutina svona og því verður bara að fylgja.“ Viðtalið í heild við Guðlaug Victor má sjá hér að neðan, en í seinni hluta þess fer hann yfir stöðuna í bandarísku deildinni, samstarfið við Wayne Rooney þjálfara D.C. United og áhrif komu Lionel Messi á deildina. Klippa: Guðlaugur Victor um Slóvakíu Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
„Við erum að undirbúa okkur mjög vel. Við erum að æfa vel og erum mikið að leikgreina. Flestir leikmennirnir eru búnir að vera hérna lengur en ég, ég er bara nýkominn. En það er farið í öll þau smáatriði sem þarf svo að við vinnum þennan mikilvæga leik.“ Guðlaugur vildi ekki eyða of mörgum orðum í stórleikinn gegn Portúgal á þriðjudaginn. Leikurinn gegn Slóvakíu væri verkefnið sem hópurinn er að hugsa um núna. „Að sjálfsögðu verður það gaman. Eins og þú sérð þá er þjóðin spenntari fyrir því en Slóvakíu en það er annað mál. En ég vil bara fókusera á laugardagsleikinn.“ Hann sagði að Ísland ætti góðan séns á að ná í stigin þrjú í kvöld en það yrði ekki auðsótt. „Þeir eru klárlega til staðar. Þetta er gott lið. Þetta eru leikmenn sem eru að spila í mjög góðum liðum í góðum deildum. En við sjáum alveg hvað við getum gert til að brjóta þá niður, bæði með og án bolta. En eins og ég segi, við erum bara líka þannig lið að við þurfum að vera allir upp á tíu til að ná í góð úrslit.“ Guðlaugur segir að hópurinn sé vel stemmdur enda séu leikmennirnir farnir að þekkjast vel. „Bara mjög flottur. Við náttúrulega þekkja allir hvern annan og erum allir búnir að spila vel. Kannski einn tveir sem eru að koma inn í þetta núna, ungir og efnilegir strákar en heilt yfir mjög jákvætt.“ Hann segir að Åge Hareide hafi komið sterkur inn, en Guðlaugur kannast aðeins við hans fyrri störf síðan hann spilaði sjálfur í Svíþjóð. Hareide er búinn að leggja upp með ákveðið plan og allir þekki sín hlutverk og nú sé það liðsins að fara eftir því. „Mér líst mjög vel á hann. Ég þekki aðeins til hans frá tímanum mínum í Svíþjóð. Þetta er maður sem hefur gert frábæra hluti bæði með félagsliðum og landsliðum og hann veit alveg hvað hann er að gera. Hann er mjög skýr. Við erum búnir að fara mikið í gegnum taktíkina og hvernig hann vill gera þetta. Hann er mjög skýr og vill hafa hlutina svona og því verður bara að fylgja.“ Viðtalið í heild við Guðlaug Victor má sjá hér að neðan, en í seinni hluta þess fer hann yfir stöðuna í bandarísku deildinni, samstarfið við Wayne Rooney þjálfara D.C. United og áhrif komu Lionel Messi á deildina. Klippa: Guðlaugur Victor um Slóvakíu
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira