Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Íþróttadeild Stöðvar 2 og Vísis skrifar 17. júní 2023 21:00 Guðlaugur Victor átti fínan leik á miðjunni í dag. Getty/Alex Grimm Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. Íslenska liðið byrjaði leikinn afar vel og kröftuglega og var það gegn gangi leiksins þegar það lenti undir. Liðið hefði hæglega getað leitt 3-0 fyrir fyrsta mark Slóvaka. Alfreð Finnbogason jafnaði af vítapunktinum fyrir hlé en Íslandi gekk verr að skapa sér færi í síðari hálfleik. Skrípamark Slóvaka þar sem hreinsun Jóhanns Berg Guðmundssonar fór af andstæðingi og yfir Rúnar Alex í markinu tryggði Slóvökum svo 2-1 sigur. Að neðan má sjá mat íþróttadeildar Stöðvar 2 og Vísis á frammistöðu íslenska liðsins. Einkunnir Íslands Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður: 7 Á frábæra vörslu í fyrri hálfleiknum úr dauðafæri Slóvaka eftir fyrirgjöf. Mögulega smá út á fótavinnuna að setja í öðru marki Slóvaka. Góður í að spila út frá marki. Alfons Sampsted, hægri bakvörður: 6 Átti fínan leik heilt yfir en lætur fara illa með sig í aðdraganda annars marks Slóvaka. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður: 6 Átti í erfiðleikum með að spila út og margar sendingar fóru beint út af eða á mótherja. Þó þéttur varnarlega stærstan part. Misnotaði færi til að jafna í uppbótartíma. Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður: 6 Geðveik sending á Albert í dauðafæri hans í fyrri hálfleik. Beygði sig hins vegar frá boltanum í fyrra marki Slóvaka. Hann og Sverrir ágætir stóran hluta leiks en geta betur. Valgeir Lunddal Friðriksson, vinstri bakvörður: 6 Ágætis leikur heilt yfir í hans fyrsta byrjunarliðsleik í keppnisleik. Var í tómu tjóni að koma boltanum frá marki í aðdraganda annars marks Slóvakíu. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður: 7 Flott frumraun hjá Willum í keppnisleik. Kraftur í honum á hægri kantinum og á stóran hlut í góðri byrjun Íslands sóknarlega í leiknum. Fiskaði vítið í marki Íslands. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður: 8 (Maður leiksins) Besti maður Íslands. Leiddi liðið af miðjunni og steig upp í hlutverk Arons Einars sem datt út úr liðinu skömmu fyrir leik. Stöðvaði margar sóknir Slóvaka. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður: 6 Ágætur á miðjunni í spili en mögulega hægt að setja út á staðsetningu hans í fyrsta marki Slóvaka. Á svo furðulega hreinsun sem leiðir til annars marks gestanna. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður: 7 Átti góða spretti, þar á meðal í aðdraganda marksins þar sem hann átti skot að marki sem barst til Willums sem fiskaði spyrnuna. Lék sér að bakverði Slóvaka oftar en einu sinni fyrir hléið en dró af honum í síðari hálfleik. Leikæfingin lítil þar sem hann kláraði tímabilið snemma í Belgíu. Fer út af á 63. mínútu Albert Guðmundsson, framherji: 7 Kom frábærlega inn í liðið og var sérstaklega öflugur í fyrri hálfleik. Nánast allt fram á við hjá Íslandi fór í gegnum hann en að sama skapi á hann að gera betur í færunum í upphafi leiks. Hefði hæglega getað verið með þrennu eftir korter. Alfreð Finnbogason, framherji: 7 Skoraði mark Íslands. Linkaði vel upp spil og náði vel saman við Albert í framlínunni. Þeir hefðu getað nýtt góð tækifæri í upphafi leiks betur. Fer út af á 63. mínútu Hákon Arnar Haraldsson - Kom inn fyrir Alfreð Finnbogason á 63. mínútu: 5 Gekk illa að setja mark sitt á leikinn. Mikael Egill Ellertsson - Kom inn fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 63. mínútu: 5 Gekk illa að setja mark sitt á leikinn. Sævar Atli Magnússon - Kom inn fyrir Alfons Sampsted á 81. mínútu Spilaði of stutt til að fá einkunn. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Íslenska liðið byrjaði leikinn afar vel og kröftuglega og var það gegn gangi leiksins þegar það lenti undir. Liðið hefði hæglega getað leitt 3-0 fyrir fyrsta mark Slóvaka. Alfreð Finnbogason jafnaði af vítapunktinum fyrir hlé en Íslandi gekk verr að skapa sér færi í síðari hálfleik. Skrípamark Slóvaka þar sem hreinsun Jóhanns Berg Guðmundssonar fór af andstæðingi og yfir Rúnar Alex í markinu tryggði Slóvökum svo 2-1 sigur. Að neðan má sjá mat íþróttadeildar Stöðvar 2 og Vísis á frammistöðu íslenska liðsins. Einkunnir Íslands Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður: 7 Á frábæra vörslu í fyrri hálfleiknum úr dauðafæri Slóvaka eftir fyrirgjöf. Mögulega smá út á fótavinnuna að setja í öðru marki Slóvaka. Góður í að spila út frá marki. Alfons Sampsted, hægri bakvörður: 6 Átti fínan leik heilt yfir en lætur fara illa með sig í aðdraganda annars marks Slóvaka. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður: 6 Átti í erfiðleikum með að spila út og margar sendingar fóru beint út af eða á mótherja. Þó þéttur varnarlega stærstan part. Misnotaði færi til að jafna í uppbótartíma. Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður: 6 Geðveik sending á Albert í dauðafæri hans í fyrri hálfleik. Beygði sig hins vegar frá boltanum í fyrra marki Slóvaka. Hann og Sverrir ágætir stóran hluta leiks en geta betur. Valgeir Lunddal Friðriksson, vinstri bakvörður: 6 Ágætis leikur heilt yfir í hans fyrsta byrjunarliðsleik í keppnisleik. Var í tómu tjóni að koma boltanum frá marki í aðdraganda annars marks Slóvakíu. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður: 7 Flott frumraun hjá Willum í keppnisleik. Kraftur í honum á hægri kantinum og á stóran hlut í góðri byrjun Íslands sóknarlega í leiknum. Fiskaði vítið í marki Íslands. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður: 8 (Maður leiksins) Besti maður Íslands. Leiddi liðið af miðjunni og steig upp í hlutverk Arons Einars sem datt út úr liðinu skömmu fyrir leik. Stöðvaði margar sóknir Slóvaka. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður: 6 Ágætur á miðjunni í spili en mögulega hægt að setja út á staðsetningu hans í fyrsta marki Slóvaka. Á svo furðulega hreinsun sem leiðir til annars marks gestanna. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður: 7 Átti góða spretti, þar á meðal í aðdraganda marksins þar sem hann átti skot að marki sem barst til Willums sem fiskaði spyrnuna. Lék sér að bakverði Slóvaka oftar en einu sinni fyrir hléið en dró af honum í síðari hálfleik. Leikæfingin lítil þar sem hann kláraði tímabilið snemma í Belgíu. Fer út af á 63. mínútu Albert Guðmundsson, framherji: 7 Kom frábærlega inn í liðið og var sérstaklega öflugur í fyrri hálfleik. Nánast allt fram á við hjá Íslandi fór í gegnum hann en að sama skapi á hann að gera betur í færunum í upphafi leiks. Hefði hæglega getað verið með þrennu eftir korter. Alfreð Finnbogason, framherji: 7 Skoraði mark Íslands. Linkaði vel upp spil og náði vel saman við Albert í framlínunni. Þeir hefðu getað nýtt góð tækifæri í upphafi leiks betur. Fer út af á 63. mínútu Hákon Arnar Haraldsson - Kom inn fyrir Alfreð Finnbogason á 63. mínútu: 5 Gekk illa að setja mark sitt á leikinn. Mikael Egill Ellertsson - Kom inn fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 63. mínútu: 5 Gekk illa að setja mark sitt á leikinn. Sævar Atli Magnússon - Kom inn fyrir Alfons Sampsted á 81. mínútu Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira