Albert: „Hefði átt að klára færin mín betur“ Hjörvar Ólafsson skrifar 17. júní 2023 22:07 Albert Guðmundsson var ógnandi í framlínu íslenska liðsins. Vísir/Diego Albert Guðmundsson lék í fremstu víglínu hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Slóvakíu í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli í kvöld. Albert við iðinn við að koma sér í góðar stöður og færi en náði ekki að reka smiðshöggið á þær sóknir. „Við hefðum átt að gera betur í fyrri hálfleik og ég þar á meðal í þeim færum sem ég fékk. Þetta voru bara tæknifeilar og smáatriði sem hefði þurft að gera betur til þess að setja boltann inn,“ sagði Albert sem kom aftur inn í byrjunarliðið eftir að hafa verið úti í kuldanum undir lok stjórnartíðar Arnars Þórs Viðarssonar. Åge Hareide stillti Alberti Guðmundssyni og Alfreði Finnbogasyni saman í fremstu víglínu hjá íslenska liðinu. „Það var mjög gaman að taka þátt í þessum leik. Það er alltaf gaman að spila í bláu treyjunni og heiður að spila fyrir land og þjóð,“ sagði framherjinn um endurkomu sína. „Mér fannst við betri aðilinn í þessum leik og það er bara færanýtingin sem fer með okkur. Við vorum ofan á í fyrri hálfleik, tekið aðeins niður um miðbik seinni hálfleiks og náðum svo að setja þá undir pressu undir lok leiksins. Það er sorglegt að tapa þessum leik þegar litið er á frammistöðuna heilt yfir í leiknum. Þrátt fyrir tvö töp gegn þjóðum sem verða líklega í kringum okkur í riðlinum þá er ég bjartsýnn á framhaldið þar sem við spiluðum vel í þessum leik og getum byggt á því,“ sagði Albert um stöðu mála hjá liðinu. Albert Guðmundsson setur boltann framhjá í einu af færunum sem hann fékk í leiknum. Vísir/Diego Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
„Við hefðum átt að gera betur í fyrri hálfleik og ég þar á meðal í þeim færum sem ég fékk. Þetta voru bara tæknifeilar og smáatriði sem hefði þurft að gera betur til þess að setja boltann inn,“ sagði Albert sem kom aftur inn í byrjunarliðið eftir að hafa verið úti í kuldanum undir lok stjórnartíðar Arnars Þórs Viðarssonar. Åge Hareide stillti Alberti Guðmundssyni og Alfreði Finnbogasyni saman í fremstu víglínu hjá íslenska liðinu. „Það var mjög gaman að taka þátt í þessum leik. Það er alltaf gaman að spila í bláu treyjunni og heiður að spila fyrir land og þjóð,“ sagði framherjinn um endurkomu sína. „Mér fannst við betri aðilinn í þessum leik og það er bara færanýtingin sem fer með okkur. Við vorum ofan á í fyrri hálfleik, tekið aðeins niður um miðbik seinni hálfleiks og náðum svo að setja þá undir pressu undir lok leiksins. Það er sorglegt að tapa þessum leik þegar litið er á frammistöðuna heilt yfir í leiknum. Þrátt fyrir tvö töp gegn þjóðum sem verða líklega í kringum okkur í riðlinum þá er ég bjartsýnn á framhaldið þar sem við spiluðum vel í þessum leik og getum byggt á því,“ sagði Albert um stöðu mála hjá liðinu. Albert Guðmundsson setur boltann framhjá í einu af færunum sem hann fékk í leiknum. Vísir/Diego
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira