Telma: Fannst ég eiga seinna markið Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. júní 2023 22:01 Telma Ívarsdóttir í leik með Blikum. Vísir/Diego Telma Ívarsdóttir átti góðan leik í marki Breiðabliks í 2-2 jafntefli liðsins við Þrótt. Breiðablik tók forystuna snemma en fékk á sig tvö mörk með skömmu millibili í seinni hálfleik. Telma viðurkennir sjálf mistök sín í seinna markinu. „Ég er svekkt, mér líður svolítið eins og ég hafi tapað. Mér fannst ég eiga seinna markið sem var frekar svekkjandi. Fer þarna undir mig á nær[stönginni], ég átti bara að taka hann. Mér fannst við samt verðskulda mark númer tvö og jafntefli sem lokaniðurstöðu frekar en að tapa leiknum. En þetta er pirrandi.“ Eftir frábæra byrjun og góða spilamennsku í upphafi seinni hálfleiks féll Blikaliðið mjög aftarlega á völlinn og hleypti Þrótturum á sig. Þrátt fyrir að hafa verið minna með boltann og ekki skapað sér eins mörg færi og Þróttur telur Telma sitt lið hæglega hafa getað unnið leikinn. „Heilt yfir bara fínt, fyrri hálfleikurinn svona síðustu tuttugu, þá vorum við svolítið bara að sparka honum fram og vildum ekkert hafa boltann en mér fannst seinni hálfleikurinn betri. Við komum okkur í fínar stöður og hefðum alveg getað klárað leikinn fannst mér.“ Eftir 9 umferðir situr Breiðablik í öðru sæti deildarinnar með 17 stig, tveimur stigum á eftir ríkjandi meisturum Vals. Hvernig líst á Telmu á stöðuna eins og hún er í dag? „Bara fín, fótbolti er fótbolti og það getur allt gerst í þessari deild. Við gerðum jafntefli í dag, Valur gerði jafntefli, þannig að mér finnst þetta bara fínt. Auðvitað værum við til í að vera með fleiri stig, en við virðum stigið í dag.“ Breiðablik mætir toppliði Vals í næstu umferð, þar sem Blikarnir hafa tækifæri til að skjóta sér á toppinn. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli næsta sunnudag klukkan 19:15. Íslenski boltinn Breiðablik Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira
„Ég er svekkt, mér líður svolítið eins og ég hafi tapað. Mér fannst ég eiga seinna markið sem var frekar svekkjandi. Fer þarna undir mig á nær[stönginni], ég átti bara að taka hann. Mér fannst við samt verðskulda mark númer tvö og jafntefli sem lokaniðurstöðu frekar en að tapa leiknum. En þetta er pirrandi.“ Eftir frábæra byrjun og góða spilamennsku í upphafi seinni hálfleiks féll Blikaliðið mjög aftarlega á völlinn og hleypti Þrótturum á sig. Þrátt fyrir að hafa verið minna með boltann og ekki skapað sér eins mörg færi og Þróttur telur Telma sitt lið hæglega hafa getað unnið leikinn. „Heilt yfir bara fínt, fyrri hálfleikurinn svona síðustu tuttugu, þá vorum við svolítið bara að sparka honum fram og vildum ekkert hafa boltann en mér fannst seinni hálfleikurinn betri. Við komum okkur í fínar stöður og hefðum alveg getað klárað leikinn fannst mér.“ Eftir 9 umferðir situr Breiðablik í öðru sæti deildarinnar með 17 stig, tveimur stigum á eftir ríkjandi meisturum Vals. Hvernig líst á Telmu á stöðuna eins og hún er í dag? „Bara fín, fótbolti er fótbolti og það getur allt gerst í þessari deild. Við gerðum jafntefli í dag, Valur gerði jafntefli, þannig að mér finnst þetta bara fínt. Auðvitað værum við til í að vera með fleiri stig, en við virðum stigið í dag.“ Breiðablik mætir toppliði Vals í næstu umferð, þar sem Blikarnir hafa tækifæri til að skjóta sér á toppinn. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli næsta sunnudag klukkan 19:15.
Íslenski boltinn Breiðablik Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira