Rannsókn og ákvörðun Haukur Arnþórsson skrifar 23. júní 2023 11:30 Fullyrðingin um að rannsóknarskyldu hafi ekki verið fullnægt við töku ákvörðunarinnar um hvalveiðibann byggir á því að ráðherrann segir það sjálfur - með því að ætla að rannsaka málið í sumar. Hún getur ekki fullyrt að málið sé fullrannsakað og farið um leið að rannsaka það. Ég tel að annað hvort hafi hún átt (i) að setja bannið á og segja málið fullrannsakað (og reyna að halda því til streitu), hún var að rökstyðja það í Mbl. í dag eða (ii) að framkvæma rannsókn í sumar og taka ákvörðunina að henni lokinni. Hún segir í Mbl. að „nota [eigi] næstu vikur til að kanna mögulegar úrbætur og taka samtal við leyfishafa og sérfræðinga“. Þannig segir hún annars vegar að rannsókn á drápunum sé lokið en rannsókn á veiðiaðferðunum sé eftir. Það er þetta sem er að, því þetta er hundalógík - alvarleiki drápanna byggir á veiðiaðferðunum. Þá er ekki heldur hægt að segja að ákveðnir þættir í rannsóknarskyldu stjórnvalds, rannsókn á drápunum, nægi til að taka ákvörðun, en um leið að önnur atriði, veiðiaðferðirnar, eigi að rannsaka betur og þær verði rannsökuð að ákvörðun tekinni. Stjórnvaldið þarf að hafa fullrannsakað mál til að taka ákvörðun. Auðvitað getur stjórnvald alltaf snúið fyrri ákvörðun við, í prinsippinu, en til þess þarf gerbreyttar forsendur, nýjar upplýsingar, nýja rannsókn og vönduð vinnubrögð (munum hvernig fór fyrir Sigríði Andersen þegar hún víxlaði röðinni á landsréttardómurunum. Þá var rannsókn ráðuneytisins ábótavant fyrir svo afdrifaríka ákvörðun). Ég vil taka fram að gefnu tilefni að ég er andstæðingur hvalveiða, en vil líka búa í réttarríki. Ég tel ekki að einar reglur eigi að gilda fyrir góðan málstað, en aðrar fyrir vondan. Höfundur er stjórnsýslufræðingur og starfar við ReykjavíkurAkademíuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Hvalveiðar Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Sjá meira
Fullyrðingin um að rannsóknarskyldu hafi ekki verið fullnægt við töku ákvörðunarinnar um hvalveiðibann byggir á því að ráðherrann segir það sjálfur - með því að ætla að rannsaka málið í sumar. Hún getur ekki fullyrt að málið sé fullrannsakað og farið um leið að rannsaka það. Ég tel að annað hvort hafi hún átt (i) að setja bannið á og segja málið fullrannsakað (og reyna að halda því til streitu), hún var að rökstyðja það í Mbl. í dag eða (ii) að framkvæma rannsókn í sumar og taka ákvörðunina að henni lokinni. Hún segir í Mbl. að „nota [eigi] næstu vikur til að kanna mögulegar úrbætur og taka samtal við leyfishafa og sérfræðinga“. Þannig segir hún annars vegar að rannsókn á drápunum sé lokið en rannsókn á veiðiaðferðunum sé eftir. Það er þetta sem er að, því þetta er hundalógík - alvarleiki drápanna byggir á veiðiaðferðunum. Þá er ekki heldur hægt að segja að ákveðnir þættir í rannsóknarskyldu stjórnvalds, rannsókn á drápunum, nægi til að taka ákvörðun, en um leið að önnur atriði, veiðiaðferðirnar, eigi að rannsaka betur og þær verði rannsökuð að ákvörðun tekinni. Stjórnvaldið þarf að hafa fullrannsakað mál til að taka ákvörðun. Auðvitað getur stjórnvald alltaf snúið fyrri ákvörðun við, í prinsippinu, en til þess þarf gerbreyttar forsendur, nýjar upplýsingar, nýja rannsókn og vönduð vinnubrögð (munum hvernig fór fyrir Sigríði Andersen þegar hún víxlaði röðinni á landsréttardómurunum. Þá var rannsókn ráðuneytisins ábótavant fyrir svo afdrifaríka ákvörðun). Ég vil taka fram að gefnu tilefni að ég er andstæðingur hvalveiða, en vil líka búa í réttarríki. Ég tel ekki að einar reglur eigi að gilda fyrir góðan málstað, en aðrar fyrir vondan. Höfundur er stjórnsýslufræðingur og starfar við ReykjavíkurAkademíuna.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun