Minnast Árna Johnsen með hlýju: Bóngóður vinur sem sat aldrei auðum höndum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. júní 2023 15:30 Guðni Ágústsson, Ómar Ragnarsson, Geir H. Haarde og Bjarni Benediktsson eru meðal þeirra sem minnast Árna. Árni Johnsen, þingmaður, tónlistarmaður og blaðamaður, var jarðsunginn í dag frá Landakirkju í Vestmannaeyjum. Samferðamenn hans í pólitík og öðrum störfum minnast hans með hlýju. „Ungur nam ég að orðið „vinur“ þýddi að maður gæti rætt málin í hreinskilni. Vinur er vinur í raun. Við yfirgefum ekki! Addi fór oftast betri leiðir en flestir en stundum inn í brotsjó. Þótt mér hafi sárnað fjórum sinnum þá fyrirgaf ég honum fjörutíu sinnum. Það var ekki hægt að erfa neitt við hann frænda minn. Hann var mér svo kær og alltaf til reiðu,“ segir Árni Sigfússon, frændi Árna Johnsen og fyrrverandi borgarstjóri, í minningargrein í Morgunblaðinu í dag. Árni er einn af fjölmörgum samferðamönnum Árna sem minnast hans á þessum degi í minningargreinum blaðsins þar sem Árni starfaði um langt skeið. En Árni lést þann 7. júní á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum, 79 ára að aldri. Hasar á Grænlandi „Ég tel hann hafa verið þingmann fjögurra eyja, Vestmannaeyja, Íslands, Færeyja og Grænlands,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins. „Í öllum þessum eyjum var hann á heimavelli og fagnað sem vini og velgjörðarmanni. Það var unun að sjá vinsældir hans í Færeyjum, en þar var ég með honum í frægum ferðum og einstökum. Árni var alltaf öðruvísi fundvís á lausnir mála í kjördæminu, þegar allt var strand kom lausnin eins og leiftur úr kolli hans.“ Guðni Ágústsson segir Árna mann fjögurra eyja. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, góður vinur Árna, rifjar einmitt upp sögu af háska þeirra félaga á Grænlandi. Þegar þeir voru ásamt veiðimönnum á hafísnum utan við Thule, nyrstu byggð heims. „Skyndilega vöknuðum við upp við það að hafísinn hafði brotnað upp í sterkum straumi og jakar úti um allt. Litla jakann okkar rak frá landfasta ísnum. Ólgandi hafið var við tjaldskörina,“ segir Ragnar. „Eina leiðin til að bjarga lífinu var að stökkva á milli ísjakanna til að ná yfir á landfasta ísinn. Það var barátta upp á líf og dauða.“ Þegar kom að einni vökinni hafði bilið breikkað en Árni stökk og náði yfir. Ragnar og Árni lentu í ævintýrum á Grænlandi.RAX „ Vökin stækkaði og ég sá að ég mundi ekki ná yfir og horfði á ískalt grængolandi hafið á milli jakanna. Árni kallaði: „Stökktu!“ Ég kallaði til baka að ég myndi ekki ná yfir. „Stökktu strax,“ kallaði Árni þá ákveðið. Ég hafði alltaf treyst honum og það var ekkert um annað að ræða en að láta vaða,“ segir Ragnar. Tók hann langt tilhlaup og hljóp eins og fætur toguðu. „Ég skildi ekkert í Árna sem hljóp í hálfhring á hinum ísjakanum og kom á fleygiferð eftir brúninni þar sem ég ætla að lenda. Ég lenti með tærnar á blábrúninni og var við það að missa jafnvægið þegar Árni kom og kippti mér upp á ísjakann. Við duttum kylliflatir á ísinn, stóðum svo upp og horfðumst í augu. Árni glotti og sagði: „Vanir menn“ eins og þetta væri ekkert mál.“ Hjálpsemi í blóð borin Fjölmiðlamaðurinn kunni Ómar Ragnarsson minnist Árna og þess tíma þegar þeir heimsóttu einsetumanninn Gísla á Uppsölum og tóku við hann viðtöl, Árni fyrir blað en Ómar fyrir sjónvarp. Ómar og Árni hittu fyrir Gísla á Uppsölum.Vísir/Vilhelm „Hjálpsemi var Árna í blóð borin og var einhver eftirminnilegasti eiginleiki hans; dugnaðurinn við að leggja góðum málum lið var einstakur,“ segir Ómar. „Erfitt er að ímynda sér nokkurn sem var jafn gersneyddur því fyrirbæri sem kallað er að vera verkkvíðinn. Eftir meira en sex áratuga vináttu er því ofarlega í huga djúp þökk fyrir það að hafa átt hann að við svo ótal fjölbreytt og gefandi viðfangsefni. Það síðasta var að bjarga húsinu á Uppsölum frá eyðileggingu.“ Bóngóður og kom mörgu í verk Fjölmargir samferðamenn Árna í stjórnmálum, einkum fyrrverandi og núverandi Sjálfstæðismenn, minnast hans með hlýju. Fyrirlestur hjá Varðberg „Árni Johnsen sat aldrei auðum höndum. Hann var alltaf á þönum. Kannski sást hann ekki alltaf fyrir, en hann kom mörgu í verk. Ekkert mannlegt var honum óviðkomandi,“ segir Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra. Bjarni kallar Árna sendiherra Vestmannaeyja.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lýsir kynnum sínum af Árna sem stjórnmálamanni. „Þekkt var að Árni var bóngóður maður og gekkst fúslega við því að vera fyrirgreiðslupólitíkus, umbjóðendum sínum innan handar um alls konar erindi í bænum. Sendiherra Vestmannaeyja, eins og gantast var með. Hann var einnig liðlegur inni í þingi ef þar mátti leggja framfaramálum lið, en kunni líka að segja nei ef honum leist mátulega á málið eða framgang þess,“ segir Bjarni. Árni í Eldey um kringdur sjófuglunum.RAX Annar fyrrverandi forsætisráðherra, Geir H. Haarde, nefnir sérstaklega eyjuna hans Árna, Bjarnarey. „Í Bjarnarey var hann á heimavelli, glaður í bragði með gítarinn á lofti og frá honum stafaði hlýja og góðvild. Þá var gaman að vera til og þannig vil ég muna hann,“ segir Geir. Eitthvað óskýranlegt Árni gekk í gegnum margar áskoranir í sínu lífi. Sonarmissi tveggja sona á skömmum tíma, heilsubrest og fangelsisdóm. Eru þessar sorgir til umfjöllunar í greinunum. Eitt listaverka Árna.RAX „Ég átti opinbert erindi í Duus-hús í Keflavík 12. febrúar 2004. Óvænt hitti ég þar Árna Johnsen við að setja upp sýningu á steinverkum, sem hann hafði gert á meðan hann sat inni á Kvíabryggju. Skoðaði ég verkin undir hressilegri leiðsögn hans. Þennan dag losnaði hann einmitt úr fangavistinni,“ segir Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra. „Yfir samskiptum okkar var oft eitthvað óskýranlegt.“ Ólíkindatól í músík Þrátt fyrir langan feril í stjórnmálum og blaðamennsku verður að teljast líklegt að flestir Íslendingar þekki Árna Johnsen sem tónlistarmann. Með gítarinn á lofti í Brekkusöngnum á Þjóðhátíð, ár eftir ár, frammi fyrir tugþúsundum. Árni var blaðamaður Morgunblaðsins um áratuga skeið.RAX Margir minnast Árna fyrir tónlistina. „Og fyrir utan dægurlögin skellti hann sér líka í að semja sinfónískt tónverk – og fékk Sinfóníuhljómsveit Úkraínu til að leika það inn á plötu. Þvílíkt ólíkindatól! Ég hef heyrt snjalla tónlistarmenn rífast um það hvað Árni Johnsen kunni mörg grip á gítar og hvort hann héldi alltaf lagi í söngnum, en eftir hann liggur meira á þessu sviði en flesta þá sem kunna þó fleiri grip!“ segir Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og þingmaður. Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Tónlist Vestmannaeyjar Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
„Ungur nam ég að orðið „vinur“ þýddi að maður gæti rætt málin í hreinskilni. Vinur er vinur í raun. Við yfirgefum ekki! Addi fór oftast betri leiðir en flestir en stundum inn í brotsjó. Þótt mér hafi sárnað fjórum sinnum þá fyrirgaf ég honum fjörutíu sinnum. Það var ekki hægt að erfa neitt við hann frænda minn. Hann var mér svo kær og alltaf til reiðu,“ segir Árni Sigfússon, frændi Árna Johnsen og fyrrverandi borgarstjóri, í minningargrein í Morgunblaðinu í dag. Árni er einn af fjölmörgum samferðamönnum Árna sem minnast hans á þessum degi í minningargreinum blaðsins þar sem Árni starfaði um langt skeið. En Árni lést þann 7. júní á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum, 79 ára að aldri. Hasar á Grænlandi „Ég tel hann hafa verið þingmann fjögurra eyja, Vestmannaeyja, Íslands, Færeyja og Grænlands,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins. „Í öllum þessum eyjum var hann á heimavelli og fagnað sem vini og velgjörðarmanni. Það var unun að sjá vinsældir hans í Færeyjum, en þar var ég með honum í frægum ferðum og einstökum. Árni var alltaf öðruvísi fundvís á lausnir mála í kjördæminu, þegar allt var strand kom lausnin eins og leiftur úr kolli hans.“ Guðni Ágústsson segir Árna mann fjögurra eyja. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, góður vinur Árna, rifjar einmitt upp sögu af háska þeirra félaga á Grænlandi. Þegar þeir voru ásamt veiðimönnum á hafísnum utan við Thule, nyrstu byggð heims. „Skyndilega vöknuðum við upp við það að hafísinn hafði brotnað upp í sterkum straumi og jakar úti um allt. Litla jakann okkar rak frá landfasta ísnum. Ólgandi hafið var við tjaldskörina,“ segir Ragnar. „Eina leiðin til að bjarga lífinu var að stökkva á milli ísjakanna til að ná yfir á landfasta ísinn. Það var barátta upp á líf og dauða.“ Þegar kom að einni vökinni hafði bilið breikkað en Árni stökk og náði yfir. Ragnar og Árni lentu í ævintýrum á Grænlandi.RAX „ Vökin stækkaði og ég sá að ég mundi ekki ná yfir og horfði á ískalt grængolandi hafið á milli jakanna. Árni kallaði: „Stökktu!“ Ég kallaði til baka að ég myndi ekki ná yfir. „Stökktu strax,“ kallaði Árni þá ákveðið. Ég hafði alltaf treyst honum og það var ekkert um annað að ræða en að láta vaða,“ segir Ragnar. Tók hann langt tilhlaup og hljóp eins og fætur toguðu. „Ég skildi ekkert í Árna sem hljóp í hálfhring á hinum ísjakanum og kom á fleygiferð eftir brúninni þar sem ég ætla að lenda. Ég lenti með tærnar á blábrúninni og var við það að missa jafnvægið þegar Árni kom og kippti mér upp á ísjakann. Við duttum kylliflatir á ísinn, stóðum svo upp og horfðumst í augu. Árni glotti og sagði: „Vanir menn“ eins og þetta væri ekkert mál.“ Hjálpsemi í blóð borin Fjölmiðlamaðurinn kunni Ómar Ragnarsson minnist Árna og þess tíma þegar þeir heimsóttu einsetumanninn Gísla á Uppsölum og tóku við hann viðtöl, Árni fyrir blað en Ómar fyrir sjónvarp. Ómar og Árni hittu fyrir Gísla á Uppsölum.Vísir/Vilhelm „Hjálpsemi var Árna í blóð borin og var einhver eftirminnilegasti eiginleiki hans; dugnaðurinn við að leggja góðum málum lið var einstakur,“ segir Ómar. „Erfitt er að ímynda sér nokkurn sem var jafn gersneyddur því fyrirbæri sem kallað er að vera verkkvíðinn. Eftir meira en sex áratuga vináttu er því ofarlega í huga djúp þökk fyrir það að hafa átt hann að við svo ótal fjölbreytt og gefandi viðfangsefni. Það síðasta var að bjarga húsinu á Uppsölum frá eyðileggingu.“ Bóngóður og kom mörgu í verk Fjölmargir samferðamenn Árna í stjórnmálum, einkum fyrrverandi og núverandi Sjálfstæðismenn, minnast hans með hlýju. Fyrirlestur hjá Varðberg „Árni Johnsen sat aldrei auðum höndum. Hann var alltaf á þönum. Kannski sást hann ekki alltaf fyrir, en hann kom mörgu í verk. Ekkert mannlegt var honum óviðkomandi,“ segir Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra. Bjarni kallar Árna sendiherra Vestmannaeyja.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lýsir kynnum sínum af Árna sem stjórnmálamanni. „Þekkt var að Árni var bóngóður maður og gekkst fúslega við því að vera fyrirgreiðslupólitíkus, umbjóðendum sínum innan handar um alls konar erindi í bænum. Sendiherra Vestmannaeyja, eins og gantast var með. Hann var einnig liðlegur inni í þingi ef þar mátti leggja framfaramálum lið, en kunni líka að segja nei ef honum leist mátulega á málið eða framgang þess,“ segir Bjarni. Árni í Eldey um kringdur sjófuglunum.RAX Annar fyrrverandi forsætisráðherra, Geir H. Haarde, nefnir sérstaklega eyjuna hans Árna, Bjarnarey. „Í Bjarnarey var hann á heimavelli, glaður í bragði með gítarinn á lofti og frá honum stafaði hlýja og góðvild. Þá var gaman að vera til og þannig vil ég muna hann,“ segir Geir. Eitthvað óskýranlegt Árni gekk í gegnum margar áskoranir í sínu lífi. Sonarmissi tveggja sona á skömmum tíma, heilsubrest og fangelsisdóm. Eru þessar sorgir til umfjöllunar í greinunum. Eitt listaverka Árna.RAX „Ég átti opinbert erindi í Duus-hús í Keflavík 12. febrúar 2004. Óvænt hitti ég þar Árna Johnsen við að setja upp sýningu á steinverkum, sem hann hafði gert á meðan hann sat inni á Kvíabryggju. Skoðaði ég verkin undir hressilegri leiðsögn hans. Þennan dag losnaði hann einmitt úr fangavistinni,“ segir Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra. „Yfir samskiptum okkar var oft eitthvað óskýranlegt.“ Ólíkindatól í músík Þrátt fyrir langan feril í stjórnmálum og blaðamennsku verður að teljast líklegt að flestir Íslendingar þekki Árna Johnsen sem tónlistarmann. Með gítarinn á lofti í Brekkusöngnum á Þjóðhátíð, ár eftir ár, frammi fyrir tugþúsundum. Árni var blaðamaður Morgunblaðsins um áratuga skeið.RAX Margir minnast Árna fyrir tónlistina. „Og fyrir utan dægurlögin skellti hann sér líka í að semja sinfónískt tónverk – og fékk Sinfóníuhljómsveit Úkraínu til að leika það inn á plötu. Þvílíkt ólíkindatól! Ég hef heyrt snjalla tónlistarmenn rífast um það hvað Árni Johnsen kunni mörg grip á gítar og hvort hann héldi alltaf lagi í söngnum, en eftir hann liggur meira á þessu sviði en flesta þá sem kunna þó fleiri grip!“ segir Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og þingmaður.
Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Tónlist Vestmannaeyjar Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira