Sumarið kemur og fer en það er alltaf von Bragi Bjarnason skrifar 24. júní 2023 06:01 Við verðum víst að sætta okkur við þann veruleika að geta ekki stjórnað veðurfarinu en við getum þó haft jákvæð áhrif á aðra þætti í samfélaginu sem og okkar eigin viðhorf. Það má kannski segja að það sé lúxusvandamál að pirra sig yfir veðurfarinu í stað þess að njóta bara útiveru, bæjarhátíða eða annarra skemmtilegra verkefna, sem eru nokkur hérna í Sveitarfélaginu Árborg. Leikskólamálin í góðum farvegi Vel hefur gengið að úthluta leikskólaplássum og nú þegar hafa öll börn fædd í maí 2022 og áttu umsókn fengið úthlutað plássi í leikskóla frá og með næsta hausti. Það er ánægjulegt að sveitarfélagið geti úhlutað svo mörgum börnum rými í leikskólum Árborgar. Markmiðið er að halda áfram uppbyggingu þessara lykilinnviða. Um leið er til skoðunar að fjölga valkostum fyrir foreldra svo sem í samvinnu við einkarekna leikskóla. Samfélag af okkar stærð ber það fyllilega að mínu mati að bjóða upp á fjölbreytta valkosti í rekstri leikskóla. Stafræn þróun á réttri leið Þróun í stafrænni tækni hjá sveitarfélaginu hefur gengið vel og áhersla verið lögð á að vinnuumhverfi starfsmanna sé í gegnum skýjaumhverfið “Office 365”. Það má segja að Covid 19 hafi ýtt sveitarfélaginu mjög hratt í þessar breytingar. Eðli málsins samkvæmtu þurfti að vinna úr ýmsum hliðarverkunum í kjölfarið til að ná fram sem bestri virkni fyrir starfsmenn. Þróunin í þessum málaflokki er hröð og nú í maí varð Sveitarfélagið Árborg fyrst sveitarfélaga til að birta starfsfólki launaseðla þess í gegnum pósthólf hins opinbera á island.is. Það felur í sér hagræðingu í rekstri þar sem sveitarfélagið þarf ekki að greiða fyrir þá birtingu líkt og í gegnum heimabanka. Markmiðið er að sem flest gögn, umsóknir og upplýsingar frá ríki, sveitarfélögum og öðrum opinberum aðilum fari í gegnum sama svæðið á island.is. Íbúar geti þá með einfaldari hætti og á sama stað sótt um þjónustu eða fengið send gögn. Þekkt fyrir fjölbreytt hátíðarhald Þegar kemur að bæjarhátíðunum er Sveitarfélagið Árborg þekkt fyrir litríkar og skemmtilegar hátíðir. Nú um helgina eru Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka og Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára á Selfossi. Helgina 29. júní-2. júlí er haldið Íslandsmót í hestaíþróttum á Selfossi ásamt hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum. Sömu helgi blása síðan Stokkseyringar til árlegrar Bryggjuhátíðar. Grill og tónlistarhátíðin “Kótelettan” fer fram 7.-9. júlí og Sumar á Selfossi lokar sumrinu dagana 10.-13. ágúst. Nánari upplýsingar um bæjarhátíðir í Árborg má finna á www.arborg.is. Ýmsir aðrir viðburðir eru síðan í gangi yfir sumarið og má nefna knattspyrnuleiki, sumarlestur á bókasafninu á Selfossi alla miðvikudaga og fleira. Það er því sannarlega mikið um að vera í Sveitarfélaginu Árborg í sumar og ættu allir að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Bragi Bjarnason Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Við verðum víst að sætta okkur við þann veruleika að geta ekki stjórnað veðurfarinu en við getum þó haft jákvæð áhrif á aðra þætti í samfélaginu sem og okkar eigin viðhorf. Það má kannski segja að það sé lúxusvandamál að pirra sig yfir veðurfarinu í stað þess að njóta bara útiveru, bæjarhátíða eða annarra skemmtilegra verkefna, sem eru nokkur hérna í Sveitarfélaginu Árborg. Leikskólamálin í góðum farvegi Vel hefur gengið að úthluta leikskólaplássum og nú þegar hafa öll börn fædd í maí 2022 og áttu umsókn fengið úthlutað plássi í leikskóla frá og með næsta hausti. Það er ánægjulegt að sveitarfélagið geti úhlutað svo mörgum börnum rými í leikskólum Árborgar. Markmiðið er að halda áfram uppbyggingu þessara lykilinnviða. Um leið er til skoðunar að fjölga valkostum fyrir foreldra svo sem í samvinnu við einkarekna leikskóla. Samfélag af okkar stærð ber það fyllilega að mínu mati að bjóða upp á fjölbreytta valkosti í rekstri leikskóla. Stafræn þróun á réttri leið Þróun í stafrænni tækni hjá sveitarfélaginu hefur gengið vel og áhersla verið lögð á að vinnuumhverfi starfsmanna sé í gegnum skýjaumhverfið “Office 365”. Það má segja að Covid 19 hafi ýtt sveitarfélaginu mjög hratt í þessar breytingar. Eðli málsins samkvæmtu þurfti að vinna úr ýmsum hliðarverkunum í kjölfarið til að ná fram sem bestri virkni fyrir starfsmenn. Þróunin í þessum málaflokki er hröð og nú í maí varð Sveitarfélagið Árborg fyrst sveitarfélaga til að birta starfsfólki launaseðla þess í gegnum pósthólf hins opinbera á island.is. Það felur í sér hagræðingu í rekstri þar sem sveitarfélagið þarf ekki að greiða fyrir þá birtingu líkt og í gegnum heimabanka. Markmiðið er að sem flest gögn, umsóknir og upplýsingar frá ríki, sveitarfélögum og öðrum opinberum aðilum fari í gegnum sama svæðið á island.is. Íbúar geti þá með einfaldari hætti og á sama stað sótt um þjónustu eða fengið send gögn. Þekkt fyrir fjölbreytt hátíðarhald Þegar kemur að bæjarhátíðunum er Sveitarfélagið Árborg þekkt fyrir litríkar og skemmtilegar hátíðir. Nú um helgina eru Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka og Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára á Selfossi. Helgina 29. júní-2. júlí er haldið Íslandsmót í hestaíþróttum á Selfossi ásamt hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum. Sömu helgi blása síðan Stokkseyringar til árlegrar Bryggjuhátíðar. Grill og tónlistarhátíðin “Kótelettan” fer fram 7.-9. júlí og Sumar á Selfossi lokar sumrinu dagana 10.-13. ágúst. Nánari upplýsingar um bæjarhátíðir í Árborg má finna á www.arborg.is. Ýmsir aðrir viðburðir eru síðan í gangi yfir sumarið og má nefna knattspyrnuleiki, sumarlestur á bókasafninu á Selfossi alla miðvikudaga og fleira. Það er því sannarlega mikið um að vera í Sveitarfélaginu Árborg í sumar og ættu allir að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun