Hann hefur þegar spilað tvö ár í meistaraflokki og er fyrir löngu kominn í franska A-landsliðið. Körfuboltáhugafólk hefur séð mögnuð myndbönd af honum í franska boltanum. Nú er komið að því að stíga inn á stóra sviðið í NBA-deildinni.
San Antonio Spurs valdi hann fyrstan í nýliðavalinu í síðustu viku og það hefur verið mikið að gera hjá kappanum síðan.
Hann mætti til San Antonio þar sem tóku við blaðamannafundur, viðtöl og myndatökur. Eftir það klæddi hann sig í búninginn í fyrsta sinn og bauð blaðamönnum að fylgjast með léttri skotæfingu.
Það er óhætt að segja myndir frá skotæfingunni hafi sjokkerað spennta stuðningsmenn enda hitti strákurinn ekki í körfuna. Wembanyama skaut og skaut en hitti ekki neitt. Hann virtist ekki geta keypt sér körfu þrátt fyrir að engin hafi verið í vörn.
Hér fyrir neðan má sjá eitt af myndböndunum af lélegri hittni Wembanyama en fall er vonandi fararheill fyrir kappann.