Hægt að ná verðbólgu hratt niður með miklum fórnarkostnaði Eiður Þór Árnason skrifar 26. júní 2023 13:30 Már Guðmundsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri segir íslenskt hagkerfi á yfirsnúningi. vísir/vilhelm Fyrrverandi seðlabankastjóri segir fólk þurfa hætta að leita af sökudólgum eða einföldum skýringum í umræðu um verðbólguna. Hægt sé að keyra hana niður með miklum hraða ef vilji sé fyrir hendi en ekki án mikils fórnarkostnaðar. Þetta segir Már Guðmundsson í Vísbendingu þar sem hann fer vítt og breitt um tíma sinn sem seðlabankastjóri á árunum 2009 til 2019 sem var ekki laus við átök og áskoranir. Ársverðbólga mældist 9,5 prósent hér á landi í maímánuði, langt frá 2,5 prósent markmiði Seðlabankans. Hagstofan uppfærir vísitölu neysluverðs á miðvikudag og spáir bæði Landsbankinn og Íslandsbanki því að verðbólga haldi áfram að hjaðna og fari undir 9 prósent, þá í fyrsta sinn í eitt ár. Már segir um eftirspurnarverðbólgu að ræða sem skýrist af því að umsvifin í íslensku hagkerfi séu einfaldlega of mikil. „Við verðum að hætta að tala um að þetta sé fasteignamarkaðnum að kenna. Að þetta sé Reykjavík að kenna. Að þetta sé hinu og þessu að kenna. Þetta er bara það sem þetta er. Umsvifin eru umfram það sem kerfið þolir. Það er of mikil innlend eftirspurn og það verður auðvitað að kæla hana. Oft segir fólk: Já, það er verðbólga en góðu fréttirnar eru að það er mikill hagvöxtur. Það er hins vegar bara hin hliðin á sama peningnum,“ er haft eftir Má í Vísbendingu. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur verið gagnrýnd fyrir raskar stýrivaxtahækkanir. vísir/vilhelm Már bætir við að verðstöðugleiki geti ekki verið eina markmið stjórnvalda sem þurfi einnig að huga að fórnarkostnaði og almannahag í víðari skilningi. Erfitt sé að gera stórtæka atlögu að verðbólgunni án þess að slíkar aðgerðir hafi neikvæðar afleiðingar fyrir fólk og fyrirtæki. „Það er auðvitað hægt að ná niður verðbólgu á morgun með nógu drastískum aðgerðum. Með því að tæma hús, senda fólk úr landi í stórum stíl og loka heilu atvinnugreinunum. Þá dettur þenslan niður. En það er ekki það sem við viljum. Við viljum hafa aðlögunarferli að þessu markmiði og forðast of mikinn fórnarkostnað af of snöggri niðurkeyrslu verðbólgunnar. Við viljum gefa okkur tíma til þess.“ Stýrivaxtahækkanir þyrnir í augum Seðlabankinn hefur brugðist við þrálátri verðbólgunni með ítrekuðum stýrivaxtahækkunum sem hafa leitt til aukins vaxtakostnaðar fyrir heimili og fyrirtæki. Hafa stýrivextir verið færðir úr 3,75 í 8,75 prósent á rétt rúmu ári. Hefur peningastefnunefnd Seðlabankans hlotið nokkra gagnrýni fyrir framgöngu sína, ekki síst frá verkalýðsforkólfum. Ásgeir Jónsson, núverandi seðlabankastjóri hefur kallað eftir heildarlausn við verðbólguvandanum og sagt forsvarsmenn mismunandi fylkinga þurfa að setjast niður og setja saman stefnu fyrir framtíðina. Greining Íslandsbanka spáir því að verðbólga muni hjaðna úr 9,5 prósentum í 8,7 prósent í júní. Að sögn bankans hefur þróun á íbúðamarkaði haft mikil áhrif á hækkun vísitölu neysluverðs síðustu mánuði og muni sömuleiðis gera það í júní þó að íbúðaverð hækki talsvert hægar en mánuðina á undan. Íslandsbanki gerir ráð fyrir því að verðbólgutoppnum hafi verið náð í febrúar þegar hún mældist 10,2 prósent. Haft var eftir Ásgeiri Jónssyni fyrr í mánuðinum að hann teldi að verðbólgan komi til með að lækka hraðar en spár geri ráð fyrir. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólga niður í 9,5 prósent Verðbólgan mældist 9,5 prósent í maí og fór niður um 0,4 prósentustig frá því í apríl þegar hún var 9,9 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. 26. maí 2023 09:42 Spá talsverðri hjöðnun verðbólgu í júní Íslandsbanki spáir því að verðbólga muni hjaðna hratt á næstu mánuðum og að ársverðbólga muni mælast 8,7 prósent í júnímánuði. Það yrði í fyrsta skipti í heilt ár þar sem ársverðbólgan fer undir níu prósent. 14. júní 2023 13:55 Kallar eftir samstöðu og býst við lækkun verðbólgu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir þörf á heildarlausn við verðbólguvandanum. Forsvarsmenn mismunandi fylkinga þurfi að setjast niður og setja saman stefnu fyrir framtíðina. Hann segist einnig telja að verðbólga muni lækka hraðar en spár geri ráð fyrir. 11. júní 2023 12:24 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þetta segir Már Guðmundsson í Vísbendingu þar sem hann fer vítt og breitt um tíma sinn sem seðlabankastjóri á árunum 2009 til 2019 sem var ekki laus við átök og áskoranir. Ársverðbólga mældist 9,5 prósent hér á landi í maímánuði, langt frá 2,5 prósent markmiði Seðlabankans. Hagstofan uppfærir vísitölu neysluverðs á miðvikudag og spáir bæði Landsbankinn og Íslandsbanki því að verðbólga haldi áfram að hjaðna og fari undir 9 prósent, þá í fyrsta sinn í eitt ár. Már segir um eftirspurnarverðbólgu að ræða sem skýrist af því að umsvifin í íslensku hagkerfi séu einfaldlega of mikil. „Við verðum að hætta að tala um að þetta sé fasteignamarkaðnum að kenna. Að þetta sé Reykjavík að kenna. Að þetta sé hinu og þessu að kenna. Þetta er bara það sem þetta er. Umsvifin eru umfram það sem kerfið þolir. Það er of mikil innlend eftirspurn og það verður auðvitað að kæla hana. Oft segir fólk: Já, það er verðbólga en góðu fréttirnar eru að það er mikill hagvöxtur. Það er hins vegar bara hin hliðin á sama peningnum,“ er haft eftir Má í Vísbendingu. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur verið gagnrýnd fyrir raskar stýrivaxtahækkanir. vísir/vilhelm Már bætir við að verðstöðugleiki geti ekki verið eina markmið stjórnvalda sem þurfi einnig að huga að fórnarkostnaði og almannahag í víðari skilningi. Erfitt sé að gera stórtæka atlögu að verðbólgunni án þess að slíkar aðgerðir hafi neikvæðar afleiðingar fyrir fólk og fyrirtæki. „Það er auðvitað hægt að ná niður verðbólgu á morgun með nógu drastískum aðgerðum. Með því að tæma hús, senda fólk úr landi í stórum stíl og loka heilu atvinnugreinunum. Þá dettur þenslan niður. En það er ekki það sem við viljum. Við viljum hafa aðlögunarferli að þessu markmiði og forðast of mikinn fórnarkostnað af of snöggri niðurkeyrslu verðbólgunnar. Við viljum gefa okkur tíma til þess.“ Stýrivaxtahækkanir þyrnir í augum Seðlabankinn hefur brugðist við þrálátri verðbólgunni með ítrekuðum stýrivaxtahækkunum sem hafa leitt til aukins vaxtakostnaðar fyrir heimili og fyrirtæki. Hafa stýrivextir verið færðir úr 3,75 í 8,75 prósent á rétt rúmu ári. Hefur peningastefnunefnd Seðlabankans hlotið nokkra gagnrýni fyrir framgöngu sína, ekki síst frá verkalýðsforkólfum. Ásgeir Jónsson, núverandi seðlabankastjóri hefur kallað eftir heildarlausn við verðbólguvandanum og sagt forsvarsmenn mismunandi fylkinga þurfa að setjast niður og setja saman stefnu fyrir framtíðina. Greining Íslandsbanka spáir því að verðbólga muni hjaðna úr 9,5 prósentum í 8,7 prósent í júní. Að sögn bankans hefur þróun á íbúðamarkaði haft mikil áhrif á hækkun vísitölu neysluverðs síðustu mánuði og muni sömuleiðis gera það í júní þó að íbúðaverð hækki talsvert hægar en mánuðina á undan. Íslandsbanki gerir ráð fyrir því að verðbólgutoppnum hafi verið náð í febrúar þegar hún mældist 10,2 prósent. Haft var eftir Ásgeiri Jónssyni fyrr í mánuðinum að hann teldi að verðbólgan komi til með að lækka hraðar en spár geri ráð fyrir.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólga niður í 9,5 prósent Verðbólgan mældist 9,5 prósent í maí og fór niður um 0,4 prósentustig frá því í apríl þegar hún var 9,9 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. 26. maí 2023 09:42 Spá talsverðri hjöðnun verðbólgu í júní Íslandsbanki spáir því að verðbólga muni hjaðna hratt á næstu mánuðum og að ársverðbólga muni mælast 8,7 prósent í júnímánuði. Það yrði í fyrsta skipti í heilt ár þar sem ársverðbólgan fer undir níu prósent. 14. júní 2023 13:55 Kallar eftir samstöðu og býst við lækkun verðbólgu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir þörf á heildarlausn við verðbólguvandanum. Forsvarsmenn mismunandi fylkinga þurfi að setjast niður og setja saman stefnu fyrir framtíðina. Hann segist einnig telja að verðbólga muni lækka hraðar en spár geri ráð fyrir. 11. júní 2023 12:24 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Verðbólga niður í 9,5 prósent Verðbólgan mældist 9,5 prósent í maí og fór niður um 0,4 prósentustig frá því í apríl þegar hún var 9,9 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. 26. maí 2023 09:42
Spá talsverðri hjöðnun verðbólgu í júní Íslandsbanki spáir því að verðbólga muni hjaðna hratt á næstu mánuðum og að ársverðbólga muni mælast 8,7 prósent í júnímánuði. Það yrði í fyrsta skipti í heilt ár þar sem ársverðbólgan fer undir níu prósent. 14. júní 2023 13:55
Kallar eftir samstöðu og býst við lækkun verðbólgu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir þörf á heildarlausn við verðbólguvandanum. Forsvarsmenn mismunandi fylkinga þurfi að setjast niður og setja saman stefnu fyrir framtíðina. Hann segist einnig telja að verðbólga muni lækka hraðar en spár geri ráð fyrir. 11. júní 2023 12:24