Craig Brown látinn 82 ára að aldri Siggeir Ævarsson skrifar 26. júní 2023 19:30 Brown stjórnaði skoska landsliðinu í yfir 70 leikjum á tímabilinu 1993-2001, og kom liðinu bæði í lokakeppni EM 1996 og HM 1998. Vísir/Getty Craig Brown, fyrrum þjálfari skoska landsliðsins í knattspyrnu, er látinn 82 ára að aldri. Enginn þjálfari í sögu liðsins hefur stýrt því í jafn mörgum leikjum, en alls lék liðið 71 leik undir hans stjórn og hann er síðasti þjálfarinn sem kom liðinu í lokakeppni HM. Brown kom fyrst inn í þjálfarateymi landsliðsins 1986, þegar Alex Ferguson sem þá var þjálfari Aberdeen og landsliðsins, hringdi í hann og bað hann að ganga til liðs við þjálfarateymið. Brown var einnig aðstoðarþjálfari Andy Roxburgh hjá landsliðinu og saman komu þeir liðinu í lokakeppni HM 1990 og EM 1992. Ferguson og Brown var vel til vina en vinskapur þeirra náði allt aftur til 6. áratugarins, þegar þeir spiluðu saman í skólabolta, þar sem Brown var fyrirliði. „Þegar mér var sýndur sá heiður að stýra Skotlandi í lokakeppni HM í Mexíkó þá var einn maður sem ég varð að taka með mér, vegna mannkosta hans og þekkingu á fótbolta, það var Craig.“ - sagði Ferguson í yfirlýsingu í dag og bætti við að Brown hefði verið „algjörlega dásamlegur maður.“ Síðasti þjálfarinn til að koma Skotlandi á HM Brown tók svo við landsliðinu sem aðalþjálfari 1993 og kom því í lokakeppni Evrópumótsins 1996 og í lokakeppni heimsmeistaramótsins 1998, en síðan þá hefur enginn þjálfari liðsins náð að koma liðinu aftur í lokakeppni HM. Brown lét af störfum hjá landsliðinu 2001 eftir að hafa mistekist að koma liðinu í lokakeppni HM. Hann átti eftir að þjálfara Preston, Motherwell og Aberdeen eftir það en settist í helgan stein að mestu 2013 en sinnti áfram stjórnarstörfum. Skotar minnast Brown með hlýju á samfélagsmiðlum, enda sannkölluð goðsögn í skoskum fótbolta sem kvaddi í dag. When you think back of all the people who have been kind to you, all the good times you ve had and the privileges you ve enjoyed through football... I just can t thank people enough for the kindness and the enjoyment I ve had in the game. Craig Brown, 1940 2023 pic.twitter.com/8aSaDFZJDT— Scotland National Team (@ScotlandNT) June 26, 2023 Skoski boltinn Fótbolti Skotland Andlát Bretland Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Jordan lagði NASCAR Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Brown kom fyrst inn í þjálfarateymi landsliðsins 1986, þegar Alex Ferguson sem þá var þjálfari Aberdeen og landsliðsins, hringdi í hann og bað hann að ganga til liðs við þjálfarateymið. Brown var einnig aðstoðarþjálfari Andy Roxburgh hjá landsliðinu og saman komu þeir liðinu í lokakeppni HM 1990 og EM 1992. Ferguson og Brown var vel til vina en vinskapur þeirra náði allt aftur til 6. áratugarins, þegar þeir spiluðu saman í skólabolta, þar sem Brown var fyrirliði. „Þegar mér var sýndur sá heiður að stýra Skotlandi í lokakeppni HM í Mexíkó þá var einn maður sem ég varð að taka með mér, vegna mannkosta hans og þekkingu á fótbolta, það var Craig.“ - sagði Ferguson í yfirlýsingu í dag og bætti við að Brown hefði verið „algjörlega dásamlegur maður.“ Síðasti þjálfarinn til að koma Skotlandi á HM Brown tók svo við landsliðinu sem aðalþjálfari 1993 og kom því í lokakeppni Evrópumótsins 1996 og í lokakeppni heimsmeistaramótsins 1998, en síðan þá hefur enginn þjálfari liðsins náð að koma liðinu aftur í lokakeppni HM. Brown lét af störfum hjá landsliðinu 2001 eftir að hafa mistekist að koma liðinu í lokakeppni HM. Hann átti eftir að þjálfara Preston, Motherwell og Aberdeen eftir það en settist í helgan stein að mestu 2013 en sinnti áfram stjórnarstörfum. Skotar minnast Brown með hlýju á samfélagsmiðlum, enda sannkölluð goðsögn í skoskum fótbolta sem kvaddi í dag. When you think back of all the people who have been kind to you, all the good times you ve had and the privileges you ve enjoyed through football... I just can t thank people enough for the kindness and the enjoyment I ve had in the game. Craig Brown, 1940 2023 pic.twitter.com/8aSaDFZJDT— Scotland National Team (@ScotlandNT) June 26, 2023
Skoski boltinn Fótbolti Skotland Andlát Bretland Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Jordan lagði NASCAR Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira