Samstaða meðal forsætisráðherra Norðurlandanna og Kanada í Eyjum Heimir Már Pétursson skrifar 26. júní 2023 19:45 Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Kanada létu vel af dvöl sinni í Vestmannaeyjum. Fjölmiðlar fylgdu þeim hvert spor. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu stuðning þjóðanna við Úkraínu á árlegum sumarfundi þeirra í Vestmannaeyjum í dag þar sem Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada var sérstakur gestur. Fjölmörg málefni voru á dagskrá fundarins eins og loftslagsmál, umhverfismál og málefni innflytjenda og flóttafólks. Þá átti Katrín Jakobsdóttir tvíhliða fundi með Trudeau annars vegar og Petteri Orpo nýjum forsætisráðherra Finnlands hins vegar um sameiginleg málefni þjóðanna. Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja fræddi forsætisráðherrana um sögu Vestmannaeyja.Vísir/Vilhelm Ráðherrarnir minntust þess einnig að 50 ár eru liðin um þessar mundir frá því eldgos hófst í Heimaey í febrúar 1973. Justin Trudeau sagði mikla upplifun að koma til Vestmannaeyja og þakkaði heimamönnum móttökurnar. Fundur forsætisráðherranna hafi verið yfirgripsmikill. Katrín Jakobsdóttir, Justin Trudeau og Jonas Gahr Störe á fréttamannafundi forsætisráðherranna í Vestmannaeyjum.Vísir/Vilhelm „Við deilum sömu gildum, við lítum heiminn sömu augum til að leysa vandamál bæði borgara okkar og annarra og það þýðir að þetta hafa verið ótrúlega uppbyggilegar og frjóar viðræður. Við höfum fjallað um fjölbreytt mál. Þar má helst telja öryggismálin bæði hvað varðar Rússland og ógnina við öryggi sem stafaraf loftslagsbreytingum, sérstaklega á norðurslóðum,“ sagði Trudeau. Mette Fredrieksen forsætisráðherra Danmerkur tók undir með Katrínu Jakobsdóttur að málefni Úkraínu hafi verið megin mál fundarins en þau hefðu einnig náð að ræða fjölmörg önnur sameiginleg málefni þjóðanna. „Þessi lönd eru algerlega samstíga í stuðningi okkar við Úkraínu. Það er mikilvægt að taka næstu skref. Við verðum að jafnvel að auka stuðninginn enn meira. Svo við munum tryggja að Úkraína geti varið sig og um leið öryggi annars staðar í álfunni,“ sagði Fredriksen. Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs og Justin Trudeau ræða málin.Vísir/Vilhelm Jonas Gahr Störe sagði samstöðu Norðurlanda hafa sýnt sig þegar eldgos hófst í Vestmannaeyjum og fannst tilkomumikið að funda þar. „Ég man að ég var tólf ára þegar fréttir bárust í janúar 1973 af eldgosinu hérna. Þetta virkjaði Norðurlöndin,það virkjaði landið mitt hvað varðar samstöðu og stuðning. Og þegar ég kem hingað á þennan blómlega stað vil ég þakka ykkur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra fyrir að taka á móti okkur. Þetta hefur verið frábær upplifun,“ sagði Gahr Störe. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Kanada Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Fjölmörg málefni voru á dagskrá fundarins eins og loftslagsmál, umhverfismál og málefni innflytjenda og flóttafólks. Þá átti Katrín Jakobsdóttir tvíhliða fundi með Trudeau annars vegar og Petteri Orpo nýjum forsætisráðherra Finnlands hins vegar um sameiginleg málefni þjóðanna. Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja fræddi forsætisráðherrana um sögu Vestmannaeyja.Vísir/Vilhelm Ráðherrarnir minntust þess einnig að 50 ár eru liðin um þessar mundir frá því eldgos hófst í Heimaey í febrúar 1973. Justin Trudeau sagði mikla upplifun að koma til Vestmannaeyja og þakkaði heimamönnum móttökurnar. Fundur forsætisráðherranna hafi verið yfirgripsmikill. Katrín Jakobsdóttir, Justin Trudeau og Jonas Gahr Störe á fréttamannafundi forsætisráðherranna í Vestmannaeyjum.Vísir/Vilhelm „Við deilum sömu gildum, við lítum heiminn sömu augum til að leysa vandamál bæði borgara okkar og annarra og það þýðir að þetta hafa verið ótrúlega uppbyggilegar og frjóar viðræður. Við höfum fjallað um fjölbreytt mál. Þar má helst telja öryggismálin bæði hvað varðar Rússland og ógnina við öryggi sem stafaraf loftslagsbreytingum, sérstaklega á norðurslóðum,“ sagði Trudeau. Mette Fredrieksen forsætisráðherra Danmerkur tók undir með Katrínu Jakobsdóttur að málefni Úkraínu hafi verið megin mál fundarins en þau hefðu einnig náð að ræða fjölmörg önnur sameiginleg málefni þjóðanna. „Þessi lönd eru algerlega samstíga í stuðningi okkar við Úkraínu. Það er mikilvægt að taka næstu skref. Við verðum að jafnvel að auka stuðninginn enn meira. Svo við munum tryggja að Úkraína geti varið sig og um leið öryggi annars staðar í álfunni,“ sagði Fredriksen. Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs og Justin Trudeau ræða málin.Vísir/Vilhelm Jonas Gahr Störe sagði samstöðu Norðurlanda hafa sýnt sig þegar eldgos hófst í Vestmannaeyjum og fannst tilkomumikið að funda þar. „Ég man að ég var tólf ára þegar fréttir bárust í janúar 1973 af eldgosinu hérna. Þetta virkjaði Norðurlöndin,það virkjaði landið mitt hvað varðar samstöðu og stuðning. Og þegar ég kem hingað á þennan blómlega stað vil ég þakka ykkur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra fyrir að taka á móti okkur. Þetta hefur verið frábær upplifun,“ sagði Gahr Störe.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Kanada Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira