Viðskipti innlent

Haf­steinn, Jón Gunnar og Sig­ríður Gyða til LearnCove

Atli Ísleifsson skrifar
Hafsteinn Sigurðsson, Jón Gunnar Stefánsson og Sigríður Gyða Héðinsdóttir.
Hafsteinn Sigurðsson, Jón Gunnar Stefánsson og Sigríður Gyða Héðinsdóttir.

Hafsteinn Sigurðsson, Jón Gunnar Stefánsson og Sigríður Gyða Héðinsdóttir hafa öll verið ráðin til starfa hjá nýsköpunarfyrirtækisins LearnCove.

Í tilkynningu segir að Hafsteinn hafi verið ráðinn sem hugbúnaðarsérfræðingur en hann hafi áður starfað hjá Sidekick Health við hugbúnaðargerð. Hafsteinn sé með BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

„Jón Gunnar Stefánsson hefur verið ráðinn sem sölu og viðskiptastjóri. Hann starfaði áður sem sérfræðingur í fjármáladeild hjá Elkem. Jón Gunnar er með BS gráðu í viðskiptafræði og próf í verðbréfamiðlun frá Háskólanum í Reykjavík.

Sigríður Gyða Héðinsdóttir hefur verið ráðin sem sölu og viðskiptastjóri. Hún starfaði áður hjá nýsköpunarfyrirtækinu Arc Studio sem markaðsfulltrúi. Sigríður er með BA gráðu í ensku og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og MA gráðu í miðlun og samskiptastjórnun frá Hochschule Macromedia í Þýskalandi,“ segir í tilkynningunni.

LearnCove er fræðslu- og þjálfunarhugbúnaður sem styður einnig ferla og úttektir. Í tilkynningunni segir að fyrirtækið sé í miklum vexti og hafi tekið fyrstu skrefin með alþjóðlegum viðskiptavinum í Kanada, Grikklandi og Grænlandi ásamt því að vera í notkun hjá rúmlega fimmtíu fyrirtækjum innanlands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×