FÍH hafði betur gegn Rúv Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. júní 2023 10:00 Félag íslenskra hljómlistarmanna hafði betur gegn Rúv í félagsdómi. Vísir/Vilhelm Félagsdómur staðfestir að óheimilt sé að sniðganga ákvæði kjarasamninga sem kveða á um lágmarkskjör í máli FÍH gegn Rúv. Dómurinn féll vegna samninga stofnunarinnar við hljómlistarmenn á Jazzhátíð Reykjavíkur og er fordæmisgefandi, sérstaklega í listgreinum. Nánar má lesa um málið á vef BHM. Félag íslenskra hljómlistarmanna fór með málið fyrir dóm á þeim forsendum að Ríkisútvarpinu bæri að greiða hljómlistarmönnunum sem spiluðu á Jazzhátíð Reykjavíkur samkvæmt kjarasamningi FÍH og Rúv. Rúv mótmælti því og vísaði til þess að ekkert ráðningarsamband hafi verið til staðar. Ríkisútvarpið vildi greiða tónlistarfólkinu með auglýsingum á miðlum Rúv og með greiðslu beint til Jazzhátíðar, sem svo skipti fjárhæðinni á milli hljóðfæðraleikaranna í samræmi við þátttöku. Fyrirkomulagið hafði áður verið á þann veg. Ekki hægt að víkja frá lágmarkskjörum Í dómi Félagsdóms er staðfest að kjarasamningur FÍH og Rúv gildir. Að mati dómsins er ekki hægt að víkja til hliðar ákvæðum kjarasamnings um lágmarkskjör. Þar vegi þungt að kjarasamningurinn geri ráð fyrir greiðslum til hljómlistarmanna að skilyrðum uppfylltum, óháð því hvort formlegt eða óformlegt ráðningarsamband sé til staðar. BHM bendir á líkindi dómsins við dóm Landsréttar sem féll ríflega ári fyrr í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Hann staðfesti með afgerandi hætti að beint ráðningarsamband er ekki forsenda skuldbindingargildis kjarasamnings sem fjallar um greiðslur vegna hljóðritana og/eða beinna útsendinga á tónlist. Dómurinn hafi því fordæmisgildi sem slíkur, sér í lagi í listageiranum þar sem kjarasamningar fjalla sérstaklega um greiðslur á ráðningarformi eða hvort ráðning sé til staðar. Þá staðfestir Félagsdómur að ákvæði kjarasamninga kveða á um lágmarkskjör sem óheimilt er að sniðganga. Breytir þar engu hvort framkvæmdin hafi áður verið önnur en kjarasamningur kveður á um. Dómsmál Kjaramál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 27. maí 2022 15:24 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Nánar má lesa um málið á vef BHM. Félag íslenskra hljómlistarmanna fór með málið fyrir dóm á þeim forsendum að Ríkisútvarpinu bæri að greiða hljómlistarmönnunum sem spiluðu á Jazzhátíð Reykjavíkur samkvæmt kjarasamningi FÍH og Rúv. Rúv mótmælti því og vísaði til þess að ekkert ráðningarsamband hafi verið til staðar. Ríkisútvarpið vildi greiða tónlistarfólkinu með auglýsingum á miðlum Rúv og með greiðslu beint til Jazzhátíðar, sem svo skipti fjárhæðinni á milli hljóðfæðraleikaranna í samræmi við þátttöku. Fyrirkomulagið hafði áður verið á þann veg. Ekki hægt að víkja frá lágmarkskjörum Í dómi Félagsdóms er staðfest að kjarasamningur FÍH og Rúv gildir. Að mati dómsins er ekki hægt að víkja til hliðar ákvæðum kjarasamnings um lágmarkskjör. Þar vegi þungt að kjarasamningurinn geri ráð fyrir greiðslum til hljómlistarmanna að skilyrðum uppfylltum, óháð því hvort formlegt eða óformlegt ráðningarsamband sé til staðar. BHM bendir á líkindi dómsins við dóm Landsréttar sem féll ríflega ári fyrr í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Hann staðfesti með afgerandi hætti að beint ráðningarsamband er ekki forsenda skuldbindingargildis kjarasamnings sem fjallar um greiðslur vegna hljóðritana og/eða beinna útsendinga á tónlist. Dómurinn hafi því fordæmisgildi sem slíkur, sér í lagi í listageiranum þar sem kjarasamningar fjalla sérstaklega um greiðslur á ráðningarformi eða hvort ráðning sé til staðar. Þá staðfestir Félagsdómur að ákvæði kjarasamninga kveða á um lágmarkskjör sem óheimilt er að sniðganga. Breytir þar engu hvort framkvæmdin hafi áður verið önnur en kjarasamningur kveður á um.
Dómsmál Kjaramál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 27. maí 2022 15:24 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 27. maí 2022 15:24
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels