Hver bendir á annan á þingi Gísli Rafn Ólafsson skrifar 29. júní 2023 10:37 Ég er oft spurður hvernig það sé að vera á þingi og það getur verið erfitt að svara því í stuttu máli, því það er margt gott sem ég hef upplifað á þessum tíma sem ég hef setið á þingi, en líka margt sem betur mætti fara. Mér þótti því við hæfi, nú þegar kjörtímabilið er hálfnað að taka saman nokkra punkta og setja þá á blað. 1. Þegar eitthvað fer úrskeiðis, þá þorir enginn að taka ábyrgð Mistök gerast, hvort sem það er í lagasetningu eða framkvæmd þeirra. En í stað þess að taka ábyrgð á mistökunum, þá er alltaf farið í að benda á einhverja aðra, nú eða tala um eitthvað allt annað. Þetta þýðir oft að smávægileg mistök vinda upp á sig og verða að stórmáli. Stjórnmálamenn, rétt eins og annað fólk gerir mistök og hefur stundum rangt fyrir sér, en ólíkt mörgum öðrum stéttum, þá virðist það vera bannað að viðurkenna slíkt. 2. Samráð við lagasetningu er bara til sýnis Á undanförnum áratug hefur verið lögð mikil vinna í það að auka samráð í lagasetningarferlinu. Ráðuneyti setja drög að frumvörpum í samráðsgátt og þingnefndir óska eftir umsögnum sem hluta af ferli mála innan þingsins. Allt lítur þetta vel út á pappírunum, en sannleikurinn er sá að lítið tillit er tekið til þeirra umsagna sem koma inn, nema ef bent er á einhver mjög augljóslega röng atriði, nú eða ef umsagnaraðilinn er hagsmunaaðili með mjög sterk ítök innan stjórnarflokkanna. Þetta sýndar-samráð, eins og Sherry Arnstein kallaði það, gerir það að verkum að færri og færri umsagnir berast um mál því margir umsagnaraðilar vita að ekkert er tekið mark á því hvað er skrifað. 3. Alþingi er ekki fyrir fólk með fjölskyldur Skipulag þinghalds er alls ekki hugsað fyrir fólk með fjölskyldur eða ung börn. Mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga er þinghaldið oftast frá 9 á morgnanna til 8 á kvöldin. Á þriðjudögum getur þinghaldið staðið til miðnættis. Þó svo að í staðin sé sjaldnast þinghald á föstudögum (gert til að landsbyggðarþingmenn geti átt langar helgar heima í kjördæmi), þá er sannleikurinn sá að stíf dagskrá hinna fjögurra daga vikunnar gerir það að verkum að fundir með utanaðkomandi aðilum lenda flestir á föstudögum, auk þess sem sá dagur er oft nýttur af þingmönnum til þess að undirbúa komandi viku. Á móti benda sumir á að fríin séu löng hjá þingmönnum, en í góðu viðtali við Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis í DV á dögunum, kom einmitt vel fram að sá tími er einnig fullur af bæði þingstörfum og undirbúningi fyrir komandi þing. 4. Fyrirsjáanleikinn er nær enginn Dagskrá þingfundar næsta dags liggur nær aldrei fyrir, fyrr en við lok þingfundar þessa dags. Það er auðvitað skiljanlegt að ekki sé hægt að sjá fyrir nákvæmlega hvaða mál klárist á hverjum degi, en ef gert er ráð fyrir að mál sem ekki klárist fari yfir á næsta dag, er lítill fyrirsjáanleiki í því hvaða önnur mál munu verða rædd næsta dag. Þetta þýðir að þingmenn fá oft mjög lítinn tíma til þess að undirbúa sig fyrir komandi dag. Ofan á þetta bætist að þegar kemur að nefndarstörfum, þá er fyrirsjáanleikinn í dagskrá ekki mikið betri og stundum kemur dagskrá ekki fyrr en kvöldið áður, þó svo að sumir nefndarformenn reyni að gefa nefndarmönnum innsýn í dagskrá amk. 1-2 sólarhringa fram í tímann. 5. Þingmannamál eru bara til sýnis fyrir fjölmiðla Eitt af grundvallaratriðum þingræðis er að þingmenn geta lagt fram lagafrumvörp og þingsályktanir. Sannleikurinn er hins vegar sá að aðeins örfá þingmannamál komast út úr nefndum á hverju ári. Nú á nýliðnu þingi komust 2 þingmannamál úr nefnd (af yfir 250) og voru samþykkt og á þarsíðasta þingi fengu 5 þingmannamál að komast úr nefnd, en flest þeirra voru felld eða send til ríkisstjórnar. Fæst þessara mála voru tekin á dagskrá nefndanna. Það er því hægt að segja að það að leggja fram þingmannamál er í raun bara tækifæri fyrir þingmenn að koma sýnum skoðunum á framfæri og mögulega fá tækifæri til þess að ræða hugmyndir sýnar í fjölmiðlum sem taka eftir málinu. Myndin er úr NY Times árið 1871 og er eftir Thomas Nast. Hún sýnir “William M. 'Boss' Tweed and the Tweed Ring of corrupt New York City politicians.” Engin ábyrð, hver bendir á annan. 6. Hraðafgreiðsla við þinglok Síðustu dagar fyrir þinglok (bæði um áramót og að vori) einkennast af því að tugir frumvarpa eru oft afgreiddir á mjög stuttum tíma. Nú á nýliðnu þingi lagði ríkisstjórnin fram nær 40 þingmál í lok mars sem hún vildi afgreiða fyrir þinglok í byrjun júní. Einföld stærðfræði sýnir fram á að með því að leggja frumvörp fram svo seint, þá er vonlaust að þau fái ítarlega og góða umfjöllun í nefndum og í þingsal. Sem betur fer var eitthvað farið að hrikta í stjórnarsamstarfinu undir lok þingvetrar og því ákváðu þau að falla frá nær öllum þessum málum. 7. Samningar um þingstörf og framvindu mála Það þarf að setja þrýsting á ríkisstjórnina að leggja frumvörp fram mun fyrr og svo þurfa þingflokksformenn að tala saman og semja um afgreiðslur mála, ekki bara í svokölluðum þinglokasamningum (sem oft eru ekki gerðir fyrr en 2-5 dögum fyrir þinglok), heldur mun fyrr á hverjum þingvetri. En öll umræða um slíkt fær mjög neikvæðar móttökur hjá þeim sem ráða. Í flestum þingum á Norðurlöndum er samið um framgang þingstarfsins og mála mun fyrr en hér á landi. 8. Það skiptir máli hvaðan góða hugmyndir koma Nær allar breytingartillögur við lagafrumvörp, frá þingmönnum úr stjórnarandstöðuflokkum eru felldar, alveg sama hversu góðar þær eru. Þingmenn stjórnarflokkanna koma jafnvel upp í atkvæðaskýringu og segja að um góða tillögu sé að ræða, en að hún verði kannski skoðuð við næstu yfirferð málsins í þinginu eftir einhver ár. Til þess að komast framhjá þessu þá hef ég (og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar) notað þá aðferð að taka tíma í að sannfæra einhvern nefndarmann úr stjórnarflokkunum að taka heiðurinn af því að koma með breytingartillöguna og þannig tryggja að hún komist í gegn. 9. Rýni frumvarpa með tilliti til stjórnarskrár og alþjóðasáttmálum Í allt of mörgum frumvörpum sem koma inn í þingið frá ráðuneytunum er ekki búið að leggja nægilega mikla (eða einhverja) vinnu í að meta það hvort að eitthvað í frumvarpinu stangist á við Stjórnarskrá Íslands eða einhverja þá alþjóðlega samninga og sáttmála sem Ísland hefur undirritað. Þegar að þingmenn stjórnarandstöðunnar óska eftir í nefndum þingsins að slíkt mat fari fram þá er hörð andstaða gegn öllu slíku. Það er eins og að stjórnarflokkarnir haldi að þar með sé verið að reyna að tefja málið, en sannleikurinn er sá að þarna er einungis verið að krefjast þess að vandað sé til lagasetningar, enda hefur íslenska ríkið allt of oft verið dæmt fyrir MDE eða öðrum alþjóðadómstólum fyrir brot. 10. Að hafa jákvæð áhrif Sú aðferð sem ég hef notað til þess að koma þeim atriðum áfram sem ég berst fyrir, er að ræða málin utan þingsals við líkt þenkjandi þingmenn og ráðherra úr öllum flokkum. Ég lærði það snemma í starfi mínu á vettvangi hamfara að með því að setja fókus á sameiginlegu markmiðin þá var hægt að leysa þau atriði sem skyldu okkur að. Sú reynsla hefur nýst mér vel á vettvangi þingsins og leitt til þess að ég hef náð að hafa jákvæð áhrif bakvið tjöldin á mörg mikilvæg mál sem hafa verið á borði þingsins þessi undanfarin tvö ár. En það eru einmitt þessi jákvæðu áhrif sem gera það að verkum að ég er sáttur við starf mitt á þinginu fram til þessa. Ég mun halda áfram að beita mér fyrir því að bæta það hvernig við sem þar sitjum vinnum í þágu þjóðarinnar. Ég mun halda áfram að rækta þverpólitíska samstöðu um mikilvæg málefni. Ég mun halda áfram að benda á það hvað má betur fara og vera óhræddur við að segja hlutina eins og þeir eru. Því það er svo sannarlega kominn tími á að við stundum öðruvísi stjórnmál! Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Gísli Rafn Ólafsson Píratar Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég er oft spurður hvernig það sé að vera á þingi og það getur verið erfitt að svara því í stuttu máli, því það er margt gott sem ég hef upplifað á þessum tíma sem ég hef setið á þingi, en líka margt sem betur mætti fara. Mér þótti því við hæfi, nú þegar kjörtímabilið er hálfnað að taka saman nokkra punkta og setja þá á blað. 1. Þegar eitthvað fer úrskeiðis, þá þorir enginn að taka ábyrgð Mistök gerast, hvort sem það er í lagasetningu eða framkvæmd þeirra. En í stað þess að taka ábyrgð á mistökunum, þá er alltaf farið í að benda á einhverja aðra, nú eða tala um eitthvað allt annað. Þetta þýðir oft að smávægileg mistök vinda upp á sig og verða að stórmáli. Stjórnmálamenn, rétt eins og annað fólk gerir mistök og hefur stundum rangt fyrir sér, en ólíkt mörgum öðrum stéttum, þá virðist það vera bannað að viðurkenna slíkt. 2. Samráð við lagasetningu er bara til sýnis Á undanförnum áratug hefur verið lögð mikil vinna í það að auka samráð í lagasetningarferlinu. Ráðuneyti setja drög að frumvörpum í samráðsgátt og þingnefndir óska eftir umsögnum sem hluta af ferli mála innan þingsins. Allt lítur þetta vel út á pappírunum, en sannleikurinn er sá að lítið tillit er tekið til þeirra umsagna sem koma inn, nema ef bent er á einhver mjög augljóslega röng atriði, nú eða ef umsagnaraðilinn er hagsmunaaðili með mjög sterk ítök innan stjórnarflokkanna. Þetta sýndar-samráð, eins og Sherry Arnstein kallaði það, gerir það að verkum að færri og færri umsagnir berast um mál því margir umsagnaraðilar vita að ekkert er tekið mark á því hvað er skrifað. 3. Alþingi er ekki fyrir fólk með fjölskyldur Skipulag þinghalds er alls ekki hugsað fyrir fólk með fjölskyldur eða ung börn. Mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga er þinghaldið oftast frá 9 á morgnanna til 8 á kvöldin. Á þriðjudögum getur þinghaldið staðið til miðnættis. Þó svo að í staðin sé sjaldnast þinghald á föstudögum (gert til að landsbyggðarþingmenn geti átt langar helgar heima í kjördæmi), þá er sannleikurinn sá að stíf dagskrá hinna fjögurra daga vikunnar gerir það að verkum að fundir með utanaðkomandi aðilum lenda flestir á föstudögum, auk þess sem sá dagur er oft nýttur af þingmönnum til þess að undirbúa komandi viku. Á móti benda sumir á að fríin séu löng hjá þingmönnum, en í góðu viðtali við Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis í DV á dögunum, kom einmitt vel fram að sá tími er einnig fullur af bæði þingstörfum og undirbúningi fyrir komandi þing. 4. Fyrirsjáanleikinn er nær enginn Dagskrá þingfundar næsta dags liggur nær aldrei fyrir, fyrr en við lok þingfundar þessa dags. Það er auðvitað skiljanlegt að ekki sé hægt að sjá fyrir nákvæmlega hvaða mál klárist á hverjum degi, en ef gert er ráð fyrir að mál sem ekki klárist fari yfir á næsta dag, er lítill fyrirsjáanleiki í því hvaða önnur mál munu verða rædd næsta dag. Þetta þýðir að þingmenn fá oft mjög lítinn tíma til þess að undirbúa sig fyrir komandi dag. Ofan á þetta bætist að þegar kemur að nefndarstörfum, þá er fyrirsjáanleikinn í dagskrá ekki mikið betri og stundum kemur dagskrá ekki fyrr en kvöldið áður, þó svo að sumir nefndarformenn reyni að gefa nefndarmönnum innsýn í dagskrá amk. 1-2 sólarhringa fram í tímann. 5. Þingmannamál eru bara til sýnis fyrir fjölmiðla Eitt af grundvallaratriðum þingræðis er að þingmenn geta lagt fram lagafrumvörp og þingsályktanir. Sannleikurinn er hins vegar sá að aðeins örfá þingmannamál komast út úr nefndum á hverju ári. Nú á nýliðnu þingi komust 2 þingmannamál úr nefnd (af yfir 250) og voru samþykkt og á þarsíðasta þingi fengu 5 þingmannamál að komast úr nefnd, en flest þeirra voru felld eða send til ríkisstjórnar. Fæst þessara mála voru tekin á dagskrá nefndanna. Það er því hægt að segja að það að leggja fram þingmannamál er í raun bara tækifæri fyrir þingmenn að koma sýnum skoðunum á framfæri og mögulega fá tækifæri til þess að ræða hugmyndir sýnar í fjölmiðlum sem taka eftir málinu. Myndin er úr NY Times árið 1871 og er eftir Thomas Nast. Hún sýnir “William M. 'Boss' Tweed and the Tweed Ring of corrupt New York City politicians.” Engin ábyrð, hver bendir á annan. 6. Hraðafgreiðsla við þinglok Síðustu dagar fyrir þinglok (bæði um áramót og að vori) einkennast af því að tugir frumvarpa eru oft afgreiddir á mjög stuttum tíma. Nú á nýliðnu þingi lagði ríkisstjórnin fram nær 40 þingmál í lok mars sem hún vildi afgreiða fyrir þinglok í byrjun júní. Einföld stærðfræði sýnir fram á að með því að leggja frumvörp fram svo seint, þá er vonlaust að þau fái ítarlega og góða umfjöllun í nefndum og í þingsal. Sem betur fer var eitthvað farið að hrikta í stjórnarsamstarfinu undir lok þingvetrar og því ákváðu þau að falla frá nær öllum þessum málum. 7. Samningar um þingstörf og framvindu mála Það þarf að setja þrýsting á ríkisstjórnina að leggja frumvörp fram mun fyrr og svo þurfa þingflokksformenn að tala saman og semja um afgreiðslur mála, ekki bara í svokölluðum þinglokasamningum (sem oft eru ekki gerðir fyrr en 2-5 dögum fyrir þinglok), heldur mun fyrr á hverjum þingvetri. En öll umræða um slíkt fær mjög neikvæðar móttökur hjá þeim sem ráða. Í flestum þingum á Norðurlöndum er samið um framgang þingstarfsins og mála mun fyrr en hér á landi. 8. Það skiptir máli hvaðan góða hugmyndir koma Nær allar breytingartillögur við lagafrumvörp, frá þingmönnum úr stjórnarandstöðuflokkum eru felldar, alveg sama hversu góðar þær eru. Þingmenn stjórnarflokkanna koma jafnvel upp í atkvæðaskýringu og segja að um góða tillögu sé að ræða, en að hún verði kannski skoðuð við næstu yfirferð málsins í þinginu eftir einhver ár. Til þess að komast framhjá þessu þá hef ég (og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar) notað þá aðferð að taka tíma í að sannfæra einhvern nefndarmann úr stjórnarflokkunum að taka heiðurinn af því að koma með breytingartillöguna og þannig tryggja að hún komist í gegn. 9. Rýni frumvarpa með tilliti til stjórnarskrár og alþjóðasáttmálum Í allt of mörgum frumvörpum sem koma inn í þingið frá ráðuneytunum er ekki búið að leggja nægilega mikla (eða einhverja) vinnu í að meta það hvort að eitthvað í frumvarpinu stangist á við Stjórnarskrá Íslands eða einhverja þá alþjóðlega samninga og sáttmála sem Ísland hefur undirritað. Þegar að þingmenn stjórnarandstöðunnar óska eftir í nefndum þingsins að slíkt mat fari fram þá er hörð andstaða gegn öllu slíku. Það er eins og að stjórnarflokkarnir haldi að þar með sé verið að reyna að tefja málið, en sannleikurinn er sá að þarna er einungis verið að krefjast þess að vandað sé til lagasetningar, enda hefur íslenska ríkið allt of oft verið dæmt fyrir MDE eða öðrum alþjóðadómstólum fyrir brot. 10. Að hafa jákvæð áhrif Sú aðferð sem ég hef notað til þess að koma þeim atriðum áfram sem ég berst fyrir, er að ræða málin utan þingsals við líkt þenkjandi þingmenn og ráðherra úr öllum flokkum. Ég lærði það snemma í starfi mínu á vettvangi hamfara að með því að setja fókus á sameiginlegu markmiðin þá var hægt að leysa þau atriði sem skyldu okkur að. Sú reynsla hefur nýst mér vel á vettvangi þingsins og leitt til þess að ég hef náð að hafa jákvæð áhrif bakvið tjöldin á mörg mikilvæg mál sem hafa verið á borði þingsins þessi undanfarin tvö ár. En það eru einmitt þessi jákvæðu áhrif sem gera það að verkum að ég er sáttur við starf mitt á þinginu fram til þessa. Ég mun halda áfram að beita mér fyrir því að bæta það hvernig við sem þar sitjum vinnum í þágu þjóðarinnar. Ég mun halda áfram að rækta þverpólitíska samstöðu um mikilvæg málefni. Ég mun halda áfram að benda á það hvað má betur fara og vera óhræddur við að segja hlutina eins og þeir eru. Því það er svo sannarlega kominn tími á að við stundum öðruvísi stjórnmál! Höfundur er þingmaður Pírata.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun