Stefna norskum stjórnvöldum vegna nýrra olíuleyfa Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2023 15:43 Norski olíuborpallurinn Sleipnir. Leyfin sem voru veitt í gær voru bæði fyrir stækkun núverandi olíusvæða og fyrir vinnslu á nýjum svæðum í Norðursjó og Noregshafi. Vísir/EPA Tvenn náttúruverndarsamtök segjast ætla að stefna norska ríkinu vegna ákvörðunar stjórnvalda um að gefa út nítján ný leyfi fyrir olíu- og gasvinnslu í gær. Þau saka ríkisstjórnina um að brjóta gegn stjórnarskrá og hunsa skuldbindingar sínar í mannréttindamálum með leyfunum. Leyfin sem norska ríkisstjórnin gaf út í gær auka núverandi vinnslu á olíu og gasi í Norðursjó og Noregshafi og bæta við nýjum svæðum. Stjórnvöld sögðu leyfin meðal annars mikilvæg til þess að tryggja orkuöryggi Evrópu. Grænfriðungar í Noregi og Náttúra og æsku, tvenn náttúruverndarsamtök, mótmæla áformunum um að framlengja framleiðslu á jarðefnaeldsneyti sem veldur loftslagsbreytingum á jörðinni um áratugi. „Þetta er alger vanvirðing við loftslagið, vísindi og jafnvel hæstarétt okkar í því eina skyni að þóknast olíuiðnaðinum,“ sagði Frode Pleym, framkvæmdastjóri Grænfriðunga í Noregi. Samtökin töpuðu svipuðu máli gegn ríkinu vegna leyfa sem voru veitt árið 2016 fyrir Hæstarétti Noregs árið 2020. Dómurinn sagði þá að 112. grein stjórnarskrárinnar sem á að tryggja rétt fólks til hreins umhverfis ætti aðeins við ef ríkið tæki enga ábyrgð á umhverfis- eða loftslagsmálum en sú væri ekki raunin, að því er segir í frétt AFP-fréttaveitunnar. Núna byggja samtökin á því að stjórnvöld hafi lítið sem ekkert látið rannsaka loftslagsáhrif nýju olíusvæðanna. Stjórnvöld bregðist einnig skyldu sinni að tryggja hagsmuni barna og brjóti þannig bæði gegn stjórnarskrá Noregs og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Noregur Umhverfismál Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Samþykkja leyfi fyrir nítján olíu- og gasvinnsluverkefni við Noreg Norsk stjórnvöld gáfu grænt ljós á nítján olíu- og gasvinnsluverkefni á landgrunni sínu í dag. Heildarfjárfestingin er sögð nema meira en 200 milljörðum norskra króna, jafnvirði meira en 2.500 milljarða íslenskra króna. 28. júní 2023 13:46 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Leyfin sem norska ríkisstjórnin gaf út í gær auka núverandi vinnslu á olíu og gasi í Norðursjó og Noregshafi og bæta við nýjum svæðum. Stjórnvöld sögðu leyfin meðal annars mikilvæg til þess að tryggja orkuöryggi Evrópu. Grænfriðungar í Noregi og Náttúra og æsku, tvenn náttúruverndarsamtök, mótmæla áformunum um að framlengja framleiðslu á jarðefnaeldsneyti sem veldur loftslagsbreytingum á jörðinni um áratugi. „Þetta er alger vanvirðing við loftslagið, vísindi og jafnvel hæstarétt okkar í því eina skyni að þóknast olíuiðnaðinum,“ sagði Frode Pleym, framkvæmdastjóri Grænfriðunga í Noregi. Samtökin töpuðu svipuðu máli gegn ríkinu vegna leyfa sem voru veitt árið 2016 fyrir Hæstarétti Noregs árið 2020. Dómurinn sagði þá að 112. grein stjórnarskrárinnar sem á að tryggja rétt fólks til hreins umhverfis ætti aðeins við ef ríkið tæki enga ábyrgð á umhverfis- eða loftslagsmálum en sú væri ekki raunin, að því er segir í frétt AFP-fréttaveitunnar. Núna byggja samtökin á því að stjórnvöld hafi lítið sem ekkert látið rannsaka loftslagsáhrif nýju olíusvæðanna. Stjórnvöld bregðist einnig skyldu sinni að tryggja hagsmuni barna og brjóti þannig bæði gegn stjórnarskrá Noregs og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Noregur Umhverfismál Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Samþykkja leyfi fyrir nítján olíu- og gasvinnsluverkefni við Noreg Norsk stjórnvöld gáfu grænt ljós á nítján olíu- og gasvinnsluverkefni á landgrunni sínu í dag. Heildarfjárfestingin er sögð nema meira en 200 milljörðum norskra króna, jafnvirði meira en 2.500 milljarða íslenskra króna. 28. júní 2023 13:46 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Samþykkja leyfi fyrir nítján olíu- og gasvinnsluverkefni við Noreg Norsk stjórnvöld gáfu grænt ljós á nítján olíu- og gasvinnsluverkefni á landgrunni sínu í dag. Heildarfjárfestingin er sögð nema meira en 200 milljörðum norskra króna, jafnvirði meira en 2.500 milljarða íslenskra króna. 28. júní 2023 13:46