„Þurfum að taka það með okkur í næsta leik“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. júlí 2023 22:30 Ólafur Ingi Skúlason er landsliðsþjálfari U19-ára liðs Íslands. Vísir/Hulda Margrét Ólafur Ingi Skúlason þjálfari íslenska U19-ára landsliðsins sagði strákana eiga hrós skilið fyrir að vinna sig inn í leikinn gegn Spánverjum. Ísland tapaði 2-1 gegn feykisterku spænsku liði. „Mér fannst við gera það vel í dag. Við vorum kannski í smá stund að vinna okkur inn í leikinn og ná skrekknum úr okkur en mér fannst við vinna á þegar á leið. Þeir skapa aðeins á okkur í fyrri hálfleik þar sem þeir ná að komast á mill lína sem við vildum alls ekki að þeir gerðu,“ sagði Ólafur Ingi í samtali við Huldu Margréti frá Vísi eftir leikinn í dag. „Þetta er ótrúlega gott lið. Hálft skref til vinstri, það þýðir að boltinn komi til hægri og við lendum aðeins svolítið á eftir. Mér fannst strákarnir leysa þetta heilt yfir frábærlega og vorum kannski sjálfum okkur verstir í þessum mörkum sem við fengum á okkur. Það er ekki jákvætt að fá á sig mark úr horni.“ Ólafur Ingi sagði þó ýmislegt jákvætt sem strákarnir gætu tekið með sér úr leiknum þrátt fyrir tapið. „Það er fullt af jákvæðum hlutum sem við tökum úr þessu. Auðvitað erum við svekktir að ná ekki í úrslit en við erum galvaskir og klárir fyrir leikinn á móti Noregi.“ Hann sagði jafnframt erfitt að mæta spænska liðinu en að sóknarleikur íslenska liðsins hefði lagast í síðari hálfleik. „Þeir eru mjög góðir að setja endurpressu þegar við vinnum boltann. Við hefðum getað gert örlítið betur í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik þá fannst mér við vera mun betri á boltann, náum að hreyfa okkur betur á milli lína. Þeir eru góðir að loka miðsvæðinu og við fundum bakverðina okkar á betri hátt þar sem þeir gátu borið boltann upp fyrir okkur. Við náðum heilt yfir að halda meira í boltann. Ég held að skrekkurinn hafi verið kominn úr þeim þegar við vorum lentir 2-0 undir.“ „Strákarnir eiga risa hrós skilið fyrir að vinna sig aftur inn í leikinn og minnka muninn í 2-1 einum færri. Það sýnir karakterinn sem er í þessum hóp og andann. Við þurfum að taka þetta með okkur í næsta leik.“ Næsti leikur Íslands er gegn Noregi þar sem liðið þarf að ná í úrslit. „Við erum að fara í hörkuleik á móti Noregi. Við þurfum að ná í úrslit þar, það er möst fyrir okkur. Norðmenn unnu Grikki 5-4 í dag í hörkuleik og eru með mjög öflugt lið. Við þurfum að mæta þeim. Nú þarf að endurheimta vel, gefa strákunum að borða og drekka nóg og vera klárir í leikinn gegn Noregi.“ Hann sagði að vel væri haldið utan um liðið á Möltu þar sem mótið fer fram. „Þetta er frábært og ekki yfir neinu að kvarta. Við erum á mjög góðum stað, með frábært teymi og það er haldið vel utan um strákana.“ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
„Mér fannst við gera það vel í dag. Við vorum kannski í smá stund að vinna okkur inn í leikinn og ná skrekknum úr okkur en mér fannst við vinna á þegar á leið. Þeir skapa aðeins á okkur í fyrri hálfleik þar sem þeir ná að komast á mill lína sem við vildum alls ekki að þeir gerðu,“ sagði Ólafur Ingi í samtali við Huldu Margréti frá Vísi eftir leikinn í dag. „Þetta er ótrúlega gott lið. Hálft skref til vinstri, það þýðir að boltinn komi til hægri og við lendum aðeins svolítið á eftir. Mér fannst strákarnir leysa þetta heilt yfir frábærlega og vorum kannski sjálfum okkur verstir í þessum mörkum sem við fengum á okkur. Það er ekki jákvætt að fá á sig mark úr horni.“ Ólafur Ingi sagði þó ýmislegt jákvætt sem strákarnir gætu tekið með sér úr leiknum þrátt fyrir tapið. „Það er fullt af jákvæðum hlutum sem við tökum úr þessu. Auðvitað erum við svekktir að ná ekki í úrslit en við erum galvaskir og klárir fyrir leikinn á móti Noregi.“ Hann sagði jafnframt erfitt að mæta spænska liðinu en að sóknarleikur íslenska liðsins hefði lagast í síðari hálfleik. „Þeir eru mjög góðir að setja endurpressu þegar við vinnum boltann. Við hefðum getað gert örlítið betur í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik þá fannst mér við vera mun betri á boltann, náum að hreyfa okkur betur á milli lína. Þeir eru góðir að loka miðsvæðinu og við fundum bakverðina okkar á betri hátt þar sem þeir gátu borið boltann upp fyrir okkur. Við náðum heilt yfir að halda meira í boltann. Ég held að skrekkurinn hafi verið kominn úr þeim þegar við vorum lentir 2-0 undir.“ „Strákarnir eiga risa hrós skilið fyrir að vinna sig aftur inn í leikinn og minnka muninn í 2-1 einum færri. Það sýnir karakterinn sem er í þessum hóp og andann. Við þurfum að taka þetta með okkur í næsta leik.“ Næsti leikur Íslands er gegn Noregi þar sem liðið þarf að ná í úrslit. „Við erum að fara í hörkuleik á móti Noregi. Við þurfum að ná í úrslit þar, það er möst fyrir okkur. Norðmenn unnu Grikki 5-4 í dag í hörkuleik og eru með mjög öflugt lið. Við þurfum að mæta þeim. Nú þarf að endurheimta vel, gefa strákunum að borða og drekka nóg og vera klárir í leikinn gegn Noregi.“ Hann sagði að vel væri haldið utan um liðið á Möltu þar sem mótið fer fram. „Þetta er frábært og ekki yfir neinu að kvarta. Við erum á mjög góðum stað, með frábært teymi og það er haldið vel utan um strákana.“
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira