Fals on í fals á fals ofan? Tómas Ellert Tómasson skrifar 9. júlí 2023 10:01 Undanfarnar vikur hefur opinberast smátt og smátt með hvaða hætti stöðugleikaeignir sem ríkissjóður eignaðist við uppgjör föllnu bankanna voru og hafa verið meðhöndlaðar í meðförum fjármálaráðuneytisins, Lindarhvols ehf, framkvæmdaaðilum sölu eignanna og þeirra sem sjá áttu um eftirlit með framkvæmd sölu eignanna. Um þó nokkuð marga aðila er að ræða. Sú mynd sem er að teiknast upp af meðferð og söluferli eignanna er ekki falleg að sjá. Leyndarhyggja; lögbrot; sektargreiðslur; pólitísk tengsl; óútskýrðir afslættir; vinum, vandamönnum og sjálfum sér hyglað; grautfúin stjórnsýsla og siðferðileg gjaldþrot svo fátt eitt sé upptalið. Rammi myndarinnar er klár, hann var settur saman í kjölfar bankahrunsins fyrir fimmtán árum síðan með Rannsóknarskýrslu Alþingis. Af fyrstu dráttum myndarinnar af meðhöndlun stöðugleikaeignanna má sjá að það stefnir í mikil líkindi með henni og myndarinnar sem dregin var upp af aðdraganda bankahrunsins. Sama listformið þó einhver blæbrigðamunur muni verða á myndunum tveim þ.e. annarsvegar aðdraganda bankahrunsins og hinsvegar einum af eftirmálum þess, framkvæmd á sölu stöðugleikaeignanna. Varnartengiliðir söluframkvæmdarinnar segja gagnrýni á störf sín óréttláta. Meint fals þeirra sé á misskilningi byggt og til þess eins fallið að sverta þau miklu afrek sem þeir hafi unnið við söluna. Að mati þeirra er hér um að ræða bestu sölu ríkiseigna í sögu Íslands og jafnvel sú besta í Evrópu. Fáir útvaldir taka undir þá málsvörn þeirra. Þrátt fyrir málsvörn varnartengiliðanna og fárra útvaldra að þá hefur myndin af framkvæmd á sölu stöðugleikaeignanna, þó ókláruð sé, ratað inn á borð ríkissaksóknara vegna meintra falsana. Ekki þó vegna þess að myndin sjálf sé fölsuð heldur vegna þess að fyrstu drættir myndarinnar gefa til kynna að fals on í fals á fals ofan hafi viðgengist við meðhöndlun og meðferð stöðuleikaeignanna, þeirra rúmu 400 milljarða króna sem þær innihéldu í upphafi. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Starfsemi Lindarhvols Miðflokkurinn Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur opinberast smátt og smátt með hvaða hætti stöðugleikaeignir sem ríkissjóður eignaðist við uppgjör föllnu bankanna voru og hafa verið meðhöndlaðar í meðförum fjármálaráðuneytisins, Lindarhvols ehf, framkvæmdaaðilum sölu eignanna og þeirra sem sjá áttu um eftirlit með framkvæmd sölu eignanna. Um þó nokkuð marga aðila er að ræða. Sú mynd sem er að teiknast upp af meðferð og söluferli eignanna er ekki falleg að sjá. Leyndarhyggja; lögbrot; sektargreiðslur; pólitísk tengsl; óútskýrðir afslættir; vinum, vandamönnum og sjálfum sér hyglað; grautfúin stjórnsýsla og siðferðileg gjaldþrot svo fátt eitt sé upptalið. Rammi myndarinnar er klár, hann var settur saman í kjölfar bankahrunsins fyrir fimmtán árum síðan með Rannsóknarskýrslu Alþingis. Af fyrstu dráttum myndarinnar af meðhöndlun stöðugleikaeignanna má sjá að það stefnir í mikil líkindi með henni og myndarinnar sem dregin var upp af aðdraganda bankahrunsins. Sama listformið þó einhver blæbrigðamunur muni verða á myndunum tveim þ.e. annarsvegar aðdraganda bankahrunsins og hinsvegar einum af eftirmálum þess, framkvæmd á sölu stöðugleikaeignanna. Varnartengiliðir söluframkvæmdarinnar segja gagnrýni á störf sín óréttláta. Meint fals þeirra sé á misskilningi byggt og til þess eins fallið að sverta þau miklu afrek sem þeir hafi unnið við söluna. Að mati þeirra er hér um að ræða bestu sölu ríkiseigna í sögu Íslands og jafnvel sú besta í Evrópu. Fáir útvaldir taka undir þá málsvörn þeirra. Þrátt fyrir málsvörn varnartengiliðanna og fárra útvaldra að þá hefur myndin af framkvæmd á sölu stöðugleikaeignanna, þó ókláruð sé, ratað inn á borð ríkissaksóknara vegna meintra falsana. Ekki þó vegna þess að myndin sjálf sé fölsuð heldur vegna þess að fyrstu drættir myndarinnar gefa til kynna að fals on í fals á fals ofan hafi viðgengist við meðhöndlun og meðferð stöðuleikaeignanna, þeirra rúmu 400 milljarða króna sem þær innihéldu í upphafi. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun