Allt annað að sjá Wembanyama í leik númer tvö Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2023 14:00 Victor Wembanyama hitti vel í nótt og sýndi þar af hverju menn eru svo spenntir fyrir honum. AP/John Locher Victor Wembanyama leit ekki út eins og undrabarn í fyrsta leik sínum í Sumardeildinni en það var allt annað upp á teningnum í nótt. Hinn nítján ára gamli Wembanyama var valinn fyrstur af San Antonio Spurs í nýliðavalinu og væntingarnar hafa ekki verið meiri til leikmanns síðan að LeBron James kom inn í deildina fyrir tuttugu árum. Wembanyama er 226 sentimetra leikmaður sem hefur boltameðferð bakvarðar, er góð þriggja stiga skytta, með góðan leikskilning og er auk þess frábær varnarmaður. Victor Wembanyama displays his tantalizing skillset in his 2nd #NBA2KSummerLeague outing!27 PTS, 12 REB, 3 BLK pic.twitter.com/Nqw23FEFbL— NBA (@NBA) July 10, 2023 Eftir að hafa klikkað á ellefu af þrettán skotum sínum í fyrsta leiknum þá var Wembanyama heitur í leik tvö. Wembanyama skoraði 27 stig á 27 mínútum auk þess að taka 12 fráköst og verja þrjú skot. Hann hitti úr 9 af 14 skotum sínum. Wembanyama hafði verið með 9 stig og 8 fráköst í fyrsta leiknum þar sem taugarnar voru greinilega að gera honum lífið leitt. Að þessu sinni hitti hann meðal annars úr tveimur fyrstu þriggja stiga skotum sínum. San Antonio Spurs tapaði reyndar leiknum 85-80 á móti Portland Trail Blazers. „Ég vildi að við hefðum unnið leikinn. Mér finnst að ég hefði getað gert meira til að hjálpa liðinu að vinna leikinn. Við verðum að halda áfram að læra. Við spiluðum ekki okkar besta leik í fyrstu þremur leikhlutunum en svo vorum við með yfirburði í þeim fjórða. Það sýnir persónuleika liðsins,“ sagði Victor Wembanyama. „Ég persónulega tel að það sé eðlilegt að verða betri með hverjum leik. Þetta var bara fyrsti leikurinn minn fyrir tveimur dögum,“ sagði Wembanyama. In the past month, I think basketball wasn't even 50% of my schedule. I can't stand it. I know it's a special moment in my life, but I'm glad it's over. I just wanna hoop. Victor Wembanyama on the media tour and being able to focus on basketball now.(via @TomerAzarly) pic.twitter.com/E782jt5TFp— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) July 10, 2023 NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Sjá meira
Hinn nítján ára gamli Wembanyama var valinn fyrstur af San Antonio Spurs í nýliðavalinu og væntingarnar hafa ekki verið meiri til leikmanns síðan að LeBron James kom inn í deildina fyrir tuttugu árum. Wembanyama er 226 sentimetra leikmaður sem hefur boltameðferð bakvarðar, er góð þriggja stiga skytta, með góðan leikskilning og er auk þess frábær varnarmaður. Victor Wembanyama displays his tantalizing skillset in his 2nd #NBA2KSummerLeague outing!27 PTS, 12 REB, 3 BLK pic.twitter.com/Nqw23FEFbL— NBA (@NBA) July 10, 2023 Eftir að hafa klikkað á ellefu af þrettán skotum sínum í fyrsta leiknum þá var Wembanyama heitur í leik tvö. Wembanyama skoraði 27 stig á 27 mínútum auk þess að taka 12 fráköst og verja þrjú skot. Hann hitti úr 9 af 14 skotum sínum. Wembanyama hafði verið með 9 stig og 8 fráköst í fyrsta leiknum þar sem taugarnar voru greinilega að gera honum lífið leitt. Að þessu sinni hitti hann meðal annars úr tveimur fyrstu þriggja stiga skotum sínum. San Antonio Spurs tapaði reyndar leiknum 85-80 á móti Portland Trail Blazers. „Ég vildi að við hefðum unnið leikinn. Mér finnst að ég hefði getað gert meira til að hjálpa liðinu að vinna leikinn. Við verðum að halda áfram að læra. Við spiluðum ekki okkar besta leik í fyrstu þremur leikhlutunum en svo vorum við með yfirburði í þeim fjórða. Það sýnir persónuleika liðsins,“ sagði Victor Wembanyama. „Ég persónulega tel að það sé eðlilegt að verða betri með hverjum leik. Þetta var bara fyrsti leikurinn minn fyrir tveimur dögum,“ sagði Wembanyama. In the past month, I think basketball wasn't even 50% of my schedule. I can't stand it. I know it's a special moment in my life, but I'm glad it's over. I just wanna hoop. Victor Wembanyama on the media tour and being able to focus on basketball now.(via @TomerAzarly) pic.twitter.com/E782jt5TFp— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) July 10, 2023
NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Sjá meira