Líta málið alvarlegum augum og boða tilkynningu Kolbeinn Tumi Daðason og Magnús Jochum Pálsson skrifa 12. júlí 2023 14:59 Skjáskot úr myndbandi sem vegfarendur náðu af framúrakstrinum. Nokkur hætta var á ferðum þegar flutningabílstjóri Samskipa með tengivagn reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness síðdegis í gær. Forstöðumaður innanlandsflutninga Samskipa segir atvikið engan veginn í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækisins og að rætt verði við bílstjórann í dag til að ljúka málinu. Ökumaður flutningabílsins var búinn að taka fram úr fimm bílum þegar bíll kom á móti honum. Til að forða sér frá árekstri þurfti flutningabíllinn að sveigja aftur inn á hinn vegarhelminginn með þeim afleiðingum að annar bíll endaði úti í vegarkanti. Í samtal við Vísi í gær sagði Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, markaðsstjóri Samskipa, að rætt hafi verið við umræddan bílstjóra vegna málsins en hún gat þó ekki sagt til um það hvort þetta kynni að hafa afleiðingar fyrir starfsmanninn. Ingi Þór Hermannsson, forstöðumaður innnanlandsflutninga Samskipa, segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum. Hann var til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Í fyrsta lagi vil ég segja að við hörmum þetta atvik. Það er engan veginn í samræmi verklag okkar og öryggiskröfur,“ segir Ingi Þór. „Á þessu var tekið strax í gær þegar þetta kom upp. Við erum að vinna í þessu máli í dag og munum ljúka samtali við bílstjórann strax eftir hádegi og þá kemst niðurstaða í þetta mál.“ Ingi segir að öryggismál séu Samskipum mjög hugleikinn í allri starfsemi fyrirtækisins og mantran „Komum heil heim“ sé þar ráðandi. Það eigi líka við um vegfarendur. Ingi Þór tjáði Vísi nú klukkan þrjú að von væri á tilkynningu vegna málsins á næstu klukkustund. Búið væri að ræða við bílstjórann og niðurstaða komin í málið. Samgöngur Lögreglumál Borgarbyggð Umferðaröryggi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Ökumaður flutningabílsins var búinn að taka fram úr fimm bílum þegar bíll kom á móti honum. Til að forða sér frá árekstri þurfti flutningabíllinn að sveigja aftur inn á hinn vegarhelminginn með þeim afleiðingum að annar bíll endaði úti í vegarkanti. Í samtal við Vísi í gær sagði Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, markaðsstjóri Samskipa, að rætt hafi verið við umræddan bílstjóra vegna málsins en hún gat þó ekki sagt til um það hvort þetta kynni að hafa afleiðingar fyrir starfsmanninn. Ingi Þór Hermannsson, forstöðumaður innnanlandsflutninga Samskipa, segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum. Hann var til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Í fyrsta lagi vil ég segja að við hörmum þetta atvik. Það er engan veginn í samræmi verklag okkar og öryggiskröfur,“ segir Ingi Þór. „Á þessu var tekið strax í gær þegar þetta kom upp. Við erum að vinna í þessu máli í dag og munum ljúka samtali við bílstjórann strax eftir hádegi og þá kemst niðurstaða í þetta mál.“ Ingi segir að öryggismál séu Samskipum mjög hugleikinn í allri starfsemi fyrirtækisins og mantran „Komum heil heim“ sé þar ráðandi. Það eigi líka við um vegfarendur. Ingi Þór tjáði Vísi nú klukkan þrjú að von væri á tilkynningu vegna málsins á næstu klukkustund. Búið væri að ræða við bílstjórann og niðurstaða komin í málið.
Samgöngur Lögreglumál Borgarbyggð Umferðaröryggi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira