Sport

Dag­skráin í dag: Víkingar í Lett­landi, KA í Grafar­holti, N1-mótið og margt fleira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Víkingar eru í beinni í dag.
Víkingar eru í beinni í dag. Vísir/Hulda Margrét

Það er vægast sagt nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Við bjóðum upp á íslensk lið í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta, Bestu deild karla í fótbolta, tölvuspil, golf að ógleymdu N1-mótinu á Akureyri.

Stöð 2 Sport

Klukkan 16.15 eru Sumarmótin á dagskrá en mótið sem fjallað er um að þessu sinni er N1-mótið á Akureyri.

Klukkan 16.50 höldum við til Lettlands þar sem Víkingur mætir Riga FC í undankeppni Sambandsdeild Evrópu í fótbolta.

Klukkan 19.00 er leikur HK og KR í Bestu deildinni á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 19.30 er DANA Open-mótið í golfi á dagskrá. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 17.50 hefst útsending frá heimavelli Fram í Grafarholti þar sem KA mætir Connah´s Quay frá Wales í undankeppni Sambandsdeild Evrópu.

Stöð 2 E-Sport

Klukkan 12.30 hefst upphitun fyrir keppni dagsins í BLAST Premier. Klukkan 13.00 hefst leikur Team Vitality og Evil Geniuses. Klukkan 16.30 mætast svo NIP og Complexity.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×