ÍA datt í gullpottinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2023 09:00 Formaður Knattspyrnufélags ÍA segir að peningurinn sem félagið fær vegna kaupa Lille á Hákoni Arnari fari í að bæta innviði félagsins. Lille/ÍA Peningurinn sem ÍA fær í sinn vasa eftir að franska knattspyrnufélagið Lille borgaði í kringum tvo og hálfan milljarð íslenskra króna fyrir Hákon Arnar Haraldsson fer í að byggja upp félagið og bæta leikmenn þess. Þetta staðfesti Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, í viðtali við Vísi. Hákon Arnar er uppalinn Skagamaður og þó hann hafi ekki náð að spila mikið með aðalliði félagsins þá ól hann manninn á Akranesi áður en haldið var í víking til Kaupmannahafnar. Þar blómstraði hann allsvakalega, varð tvívegis Danmerkurmeistari ásamt því að verða bikarmeistari og spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. „Umtalsverðar fjárhæðir“ Eftir magnaðar frammistöður með FC Kaupmannahöfn var hann seldur til Frakklands á upphæð sem er talin vera tæpir tveir og hálfur milljarður íslenskra króna. Vísir hefur heimildir fyrir því að ÍA fái tæp 20 prósent af þeirri upphæð eða um 500 milljónir íslenskra króna. Eggert gat þó ekki staðfest það en sagði þó að ÍA fengi „umtalsverðar fjárhæðir“ vegna sölunnar. „Hef ekki séð greiðsluflæðið á þessum samning enn en hafandi verið í kringum þetta þá veit ég að svona greiðslur koma oftast nær í nokkrum greiðslum. Kemur venjulega á tveggja til þriggja ára tímabili, jafnvel fjögurra.“ Fer í uppbyggingu félagsins „Við höfum gefið það út að markmiðið er að halda áfram að þróa ÍA sem félag. Við viljum bæta þjálfun, bæta innviði og aðstöðu. Munum því einblína á að bæta það. ÍA er ekki að fara kaupa leikmenn fyrir þennan pening.“ „Við viljum bæta þjálfun ungra drengja og stúlkna til framtíðar, það er það sem við viljum. Viljum byggja upp félagið og bæta okkar fólk.“ ÍA hefur undanfarin misseri gert vel í að selja leikmenn erlendis. Nýjasta dæmið er Daníel Ingi Jóhannesson en hann samdi við FC Nordsjælland og mun því búa í sömu borg og eldri bróðir sinn, Ísak Bergmann, sem spilar með FCK. Fari svo að Daníel Ingi blómstri erlendis og verði seldur áfram þá mun ÍA einnig hagnast ágætlega á þeirri sölu. „Við höfum gert það við nánast alla leikmennina sem við seldum erlendis, höfum verið að semja um hluta af áframhaldandi sölu. Um leið og við eigum sögu um leikmenn sem hafa náð árangri þá hjálpar það öllu, bæði söluna sjálfa og svo áframsöluna.“ Eggert nefndi til að mynda Arnór Sigurðsson sem samdi nýverið við Blackburn Rovers í ensku B-deildinni. Einnig má nefna Stefán Teit Þórðarson sem leikur með Silkeborg í Danmörku og Bjarka Stein Bjarkason sem ÍA fékk frá Aftureldingu og seldi til Ítalíu. „Akranes er frábær staður til að taka næsta skref. Okkur langar að búa til framúrskarandi umgjörð og aðstöðu,“ sagði Eggert að endingu og ljóst er að Hákons-peningurinn aðstoðar við það. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla ÍA Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Hákon Arnar er uppalinn Skagamaður og þó hann hafi ekki náð að spila mikið með aðalliði félagsins þá ól hann manninn á Akranesi áður en haldið var í víking til Kaupmannahafnar. Þar blómstraði hann allsvakalega, varð tvívegis Danmerkurmeistari ásamt því að verða bikarmeistari og spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. „Umtalsverðar fjárhæðir“ Eftir magnaðar frammistöður með FC Kaupmannahöfn var hann seldur til Frakklands á upphæð sem er talin vera tæpir tveir og hálfur milljarður íslenskra króna. Vísir hefur heimildir fyrir því að ÍA fái tæp 20 prósent af þeirri upphæð eða um 500 milljónir íslenskra króna. Eggert gat þó ekki staðfest það en sagði þó að ÍA fengi „umtalsverðar fjárhæðir“ vegna sölunnar. „Hef ekki séð greiðsluflæðið á þessum samning enn en hafandi verið í kringum þetta þá veit ég að svona greiðslur koma oftast nær í nokkrum greiðslum. Kemur venjulega á tveggja til þriggja ára tímabili, jafnvel fjögurra.“ Fer í uppbyggingu félagsins „Við höfum gefið það út að markmiðið er að halda áfram að þróa ÍA sem félag. Við viljum bæta þjálfun, bæta innviði og aðstöðu. Munum því einblína á að bæta það. ÍA er ekki að fara kaupa leikmenn fyrir þennan pening.“ „Við viljum bæta þjálfun ungra drengja og stúlkna til framtíðar, það er það sem við viljum. Viljum byggja upp félagið og bæta okkar fólk.“ ÍA hefur undanfarin misseri gert vel í að selja leikmenn erlendis. Nýjasta dæmið er Daníel Ingi Jóhannesson en hann samdi við FC Nordsjælland og mun því búa í sömu borg og eldri bróðir sinn, Ísak Bergmann, sem spilar með FCK. Fari svo að Daníel Ingi blómstri erlendis og verði seldur áfram þá mun ÍA einnig hagnast ágætlega á þeirri sölu. „Við höfum gert það við nánast alla leikmennina sem við seldum erlendis, höfum verið að semja um hluta af áframhaldandi sölu. Um leið og við eigum sögu um leikmenn sem hafa náð árangri þá hjálpar það öllu, bæði söluna sjálfa og svo áframsöluna.“ Eggert nefndi til að mynda Arnór Sigurðsson sem samdi nýverið við Blackburn Rovers í ensku B-deildinni. Einnig má nefna Stefán Teit Þórðarson sem leikur með Silkeborg í Danmörku og Bjarka Stein Bjarkason sem ÍA fékk frá Aftureldingu og seldi til Ítalíu. „Akranes er frábær staður til að taka næsta skref. Okkur langar að búa til framúrskarandi umgjörð og aðstöðu,“ sagði Eggert að endingu og ljóst er að Hákons-peningurinn aðstoðar við það.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla ÍA Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira