Sport

Dag­skráin í dag: Opna breska fer af stað og Evrópu­ævin­týri Víkings og KA heldur á­fram

Smári Jökull Jónsson skrifar
Víkingar mæta lettneska liðinu Riga á heimavelli í kvöld.
Víkingar mæta lettneska liðinu Riga á heimavelli í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Það er ýmislegt um að vera á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag. Víkingur og KA spila í forkeppni Sambandsdeildarinnar og þá fer Opna breska meistaramótið í golfi af stað.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18:30 hefst útsending frá leik Víkings og Riga í Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu. Víkingar eru 2-0 undir eftir fyrri leikinn og þurfa sigur í kvöld til að komast áfram.

Stöð 2 Sport 2

Beint útsending frá La Sella Open mótinu á LET-mótaröðinni í golfi hefst klukkan 11:00 og þá verður annar dagur Dow Great Lakes Bay mótsins á LPGA-mótaröðinni í beinni útsendingu frá klukkan 16:00.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 6:30 verður sýnt beint frá æfingasvæði Opna breska meistaramótsins í golfi þar sem kylfingar hita sig upp fyrir keppni dagsins. Útsendingin stendur yfir til 10:00 og hefst aftur klukkan 11:30.

Stöð 2 Sport 4

Fyrsti dagur Opna breska mótsins er í dag. Útsending hófst klukkan 5:30 og stendur yfir fram á kvöld.

Stöð 2 Sport 5

Leikur KA og Connah´s Quay frá Wales verður sýndur beint klukkan 17:50. KA er með 2-0 forystu eftir fyrri leikinn á heimavelli og því í ágætri stöðu fyrir leik kvöldsins.

Stöð 2 Esport

Upphitun fyrir áttunda dag BLAST Premier hefst klukkan 12:30 en leikir dagsins verða sýndir beint klukkan 13:00 og 16:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×