Sumarið er tíminn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2023 08:01 Íslenska sumarið er sannarlega töfrum líkast. Bjartar sumarnætur fá okkur til að gleyma stað og stund og þegar sólin lætur sjá sig og jafnvel lognið líka, þá er hvergi betra að vera. Vitaskuld eigum að njóta þessa tímabils því það er hvorki langt né sérlega áreiðanlegt. Stjórnmálin eru engin undantekning þegar það kemur að áhrifum íslenska sumarsins. Fá mikilvæg mál ná flugi og við viljum flest frekar stressa okkur á því að ná sem mestu út úr fágætum sumardögum en að hugsa um hvers vegna verðbólga og vaxtastig hjá okkur er margfalt hærri en annars staðar. Eða hvers vegna stór þjóðþrifamál sitja pikkföst í fyrsta gír. Ljái okkur hver sem vill. Óþægindatilfinning En í miðju sólarstressinu er ekki laust við að óþægindatilfinning sæki að, því framundan er óvissuhaust og líklega þungur vetur. Verðbólgan er ennþá há, kjarasamningar að losna, mörg heimili standa frammi fyrir stóraukinni greiðslubyrði þegar lán á föstum vöxtum losna með haustinu, stórar ákvarðanir í orkumálum eru í lausu lofti, ekkert lát er á stríðsrekstri Rússa í Úkraínu og svo mætti lengi telja. Allt saman mál sem tekist verður á innan fáeinna vikna og öll spjót munu standa á stjórnvöldum. Að mörgu leyti er sumarið tími þessarar ríkisstjórnar. Ákall almennings um svör, skýra stefnu og ákvarðanir dofnar og vonin um að sumarið taki aldrei enda verður yfirsterkari flestu. Fyrir ríkisstjórnina er þetta ávísun á kyrrstöðu og stöðnun sem er hennar kjörstaða. Eitthvað sem við vitum nú að hún kann betur en flestir aðrir. En við sem höfum verið viðloðin stjórnmál til lengri tíma vitum líka að það kemur haust og síðan vetur að afloknu sumri. Svikalogn varir aldrei að eilífu. Að þora að treysta fólki Viðreisn er óhrædd við að standa með sínum stefnumálum allan ársins hring. Við viljum að fólk og fyrirtæki á Íslandi fá val um að búa við meiri stöðugleika. Þar sem heimatilbúnar sveiflur og kostnaður við að halda úti örmynt skekkja ekki myndina og ýta ósjálfrátt undir sveiflukennda samfélagsgerð þar sem annað hvort er sumar eða bara dimmur frostavetur. Við treystum fólki til að taka stórar og flóknar ákvarðanir um eigin framtíð. Við viljum sjá samfélagið færast úr viðjum sérhagsmuna þeirra afla sem svo augljóslega hafa enn tangarhald á gömlu flokkunum. Það sést best þegar ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar reyna þó að taka ákvarðanir í takt við nútímann. Þá rísa þessi öfl upp á afturlappirnar, bíta frá sér og minna okkur á að kyrrstaðan helgast af því að þessi öfl hafa sammælst um að halda friðinn svo lengi sem þau halda völdum. Það er ávísun á stutt sumar og langan vetur. Í slíku umhverfi færumst við ekki áfram. Stórum spurningum er ósvarað og ákvarðanir um lítil og stór mál eru ekki teknar. Ríkisfjármálunum hefur enn ekki verið beitt af festu til að ná niður verðbólgu, þrátt fyrir hávært ákall þar um. Vandanum er ýtt yfir á næstu ríkisstjórn og kynslóðir. Endurunnar kynningar um aðgerðir hafa ekki vakið upp traust á mörkuðum, né sent skilaboð til vinnumarkaðarins um að stjórnvöld ætli að gera sitt. Og vegna ágreinings innan ríkisstjórnar fer Ríkissáttasemjari inn í kjaravetur með bitlítil sáttatæki. Ríkisstjórnin hefur haft sex ár til að styrkja heilbrigðisstofnanir okkar, styðja við heilbrigðisstarfsfólk og grynnka á biðlistum. Afraksturinn er lítið annað en óreiða á striga. Ákvarðanir um orkuöflun eru í biðstöðu með afdrifaríkum afleiðingum fyrir samkeppnishæfni okkar, svo ekki sé talað um möguleika okkar til að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum. Minni en táknræn mál Síðan eru það öll minni en ekki síður mikilvægu málin sem falla í skuggann af þeim stærri. Oft táknræn mál. Mál sem þau okkar, sem aðhyllast raunverulega hugmyndafræði um frelsi og frjálslyndi, láta ekki hjá líða að breyta þegar tækifæri gefst - líkt og þegar fólk situr í meirihluta á þingi og í ríkisstjórn. Aðgerðarleysi á þeim sviðum segir mikið til um getuleysi stjórnarflokkanna. Við í Viðreisn viljum lækka verðið á matarkörfunni með því að auka frelsi og samkeppni því það hefur sýnt sig að það skilar mestum árangri fyrir neytendur. Verðlagsnefnd búvara og ógagnsæir tollkvótar eru gott dæmi um tangarhaldið sem kyrrstaðan veldur. En ríkisstjórnin rígheldur í kerfi sem þjónar hvorki bændum né neytendum. Og lítur á lítið magn af innfluttum úkraínskum kjúklingabringum sem ógn við úrelt kerfi í stað þess að styðja ódeig baráttu Úkraínu fyrir frelsi og sjálfshjálp. Annað dæmi um úrelt fyrirkomulag er verslun með áfengi, sem er svo gott sem orðin frjáls í gegnum netverslanir. En það er ekki vegna stefnu stjórnvalda heldur stefnuleysis. Og ákvörðunarfælni. Viðreisn fagnar að sjálfsögðu auknu frelsi í verslun með allar vörur, en það veit ekki á gott þegar mál þróast með þeim hætti að lög sem sett eru á Alþingi eru löngu orðin úrelt en stjórnvöld horfa meðvituð í hina áttina. Í stað þess að taka umræðu og ákvarðanir sem gætu verið þeim erfiðar. Þrátt fyrir að það stefni í átakahaust þar sem efnahagsmál og kjaraviðræður munu bera hæst er ljóst að átökin innan ríkisstjórnar um hin ýmsu mál, stór sem smá, verða síst minni. Reynslan af þeim átökum er að lítið hreyfist. Með tilheyrandi tjóni fyrir almannahagsmuni og samfélagið. Eftir gæfuríkt sumar blasir við viðburðaríkt haust. Og Viðreisn er í startholunum. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslenska sumarið er sannarlega töfrum líkast. Bjartar sumarnætur fá okkur til að gleyma stað og stund og þegar sólin lætur sjá sig og jafnvel lognið líka, þá er hvergi betra að vera. Vitaskuld eigum að njóta þessa tímabils því það er hvorki langt né sérlega áreiðanlegt. Stjórnmálin eru engin undantekning þegar það kemur að áhrifum íslenska sumarsins. Fá mikilvæg mál ná flugi og við viljum flest frekar stressa okkur á því að ná sem mestu út úr fágætum sumardögum en að hugsa um hvers vegna verðbólga og vaxtastig hjá okkur er margfalt hærri en annars staðar. Eða hvers vegna stór þjóðþrifamál sitja pikkföst í fyrsta gír. Ljái okkur hver sem vill. Óþægindatilfinning En í miðju sólarstressinu er ekki laust við að óþægindatilfinning sæki að, því framundan er óvissuhaust og líklega þungur vetur. Verðbólgan er ennþá há, kjarasamningar að losna, mörg heimili standa frammi fyrir stóraukinni greiðslubyrði þegar lán á föstum vöxtum losna með haustinu, stórar ákvarðanir í orkumálum eru í lausu lofti, ekkert lát er á stríðsrekstri Rússa í Úkraínu og svo mætti lengi telja. Allt saman mál sem tekist verður á innan fáeinna vikna og öll spjót munu standa á stjórnvöldum. Að mörgu leyti er sumarið tími þessarar ríkisstjórnar. Ákall almennings um svör, skýra stefnu og ákvarðanir dofnar og vonin um að sumarið taki aldrei enda verður yfirsterkari flestu. Fyrir ríkisstjórnina er þetta ávísun á kyrrstöðu og stöðnun sem er hennar kjörstaða. Eitthvað sem við vitum nú að hún kann betur en flestir aðrir. En við sem höfum verið viðloðin stjórnmál til lengri tíma vitum líka að það kemur haust og síðan vetur að afloknu sumri. Svikalogn varir aldrei að eilífu. Að þora að treysta fólki Viðreisn er óhrædd við að standa með sínum stefnumálum allan ársins hring. Við viljum að fólk og fyrirtæki á Íslandi fá val um að búa við meiri stöðugleika. Þar sem heimatilbúnar sveiflur og kostnaður við að halda úti örmynt skekkja ekki myndina og ýta ósjálfrátt undir sveiflukennda samfélagsgerð þar sem annað hvort er sumar eða bara dimmur frostavetur. Við treystum fólki til að taka stórar og flóknar ákvarðanir um eigin framtíð. Við viljum sjá samfélagið færast úr viðjum sérhagsmuna þeirra afla sem svo augljóslega hafa enn tangarhald á gömlu flokkunum. Það sést best þegar ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar reyna þó að taka ákvarðanir í takt við nútímann. Þá rísa þessi öfl upp á afturlappirnar, bíta frá sér og minna okkur á að kyrrstaðan helgast af því að þessi öfl hafa sammælst um að halda friðinn svo lengi sem þau halda völdum. Það er ávísun á stutt sumar og langan vetur. Í slíku umhverfi færumst við ekki áfram. Stórum spurningum er ósvarað og ákvarðanir um lítil og stór mál eru ekki teknar. Ríkisfjármálunum hefur enn ekki verið beitt af festu til að ná niður verðbólgu, þrátt fyrir hávært ákall þar um. Vandanum er ýtt yfir á næstu ríkisstjórn og kynslóðir. Endurunnar kynningar um aðgerðir hafa ekki vakið upp traust á mörkuðum, né sent skilaboð til vinnumarkaðarins um að stjórnvöld ætli að gera sitt. Og vegna ágreinings innan ríkisstjórnar fer Ríkissáttasemjari inn í kjaravetur með bitlítil sáttatæki. Ríkisstjórnin hefur haft sex ár til að styrkja heilbrigðisstofnanir okkar, styðja við heilbrigðisstarfsfólk og grynnka á biðlistum. Afraksturinn er lítið annað en óreiða á striga. Ákvarðanir um orkuöflun eru í biðstöðu með afdrifaríkum afleiðingum fyrir samkeppnishæfni okkar, svo ekki sé talað um möguleika okkar til að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum. Minni en táknræn mál Síðan eru það öll minni en ekki síður mikilvægu málin sem falla í skuggann af þeim stærri. Oft táknræn mál. Mál sem þau okkar, sem aðhyllast raunverulega hugmyndafræði um frelsi og frjálslyndi, láta ekki hjá líða að breyta þegar tækifæri gefst - líkt og þegar fólk situr í meirihluta á þingi og í ríkisstjórn. Aðgerðarleysi á þeim sviðum segir mikið til um getuleysi stjórnarflokkanna. Við í Viðreisn viljum lækka verðið á matarkörfunni með því að auka frelsi og samkeppni því það hefur sýnt sig að það skilar mestum árangri fyrir neytendur. Verðlagsnefnd búvara og ógagnsæir tollkvótar eru gott dæmi um tangarhaldið sem kyrrstaðan veldur. En ríkisstjórnin rígheldur í kerfi sem þjónar hvorki bændum né neytendum. Og lítur á lítið magn af innfluttum úkraínskum kjúklingabringum sem ógn við úrelt kerfi í stað þess að styðja ódeig baráttu Úkraínu fyrir frelsi og sjálfshjálp. Annað dæmi um úrelt fyrirkomulag er verslun með áfengi, sem er svo gott sem orðin frjáls í gegnum netverslanir. En það er ekki vegna stefnu stjórnvalda heldur stefnuleysis. Og ákvörðunarfælni. Viðreisn fagnar að sjálfsögðu auknu frelsi í verslun með allar vörur, en það veit ekki á gott þegar mál þróast með þeim hætti að lög sem sett eru á Alþingi eru löngu orðin úrelt en stjórnvöld horfa meðvituð í hina áttina. Í stað þess að taka umræðu og ákvarðanir sem gætu verið þeim erfiðar. Þrátt fyrir að það stefni í átakahaust þar sem efnahagsmál og kjaraviðræður munu bera hæst er ljóst að átökin innan ríkisstjórnar um hin ýmsu mál, stór sem smá, verða síst minni. Reynslan af þeim átökum er að lítið hreyfist. Með tilheyrandi tjóni fyrir almannahagsmuni og samfélagið. Eftir gæfuríkt sumar blasir við viðburðaríkt haust. Og Viðreisn er í startholunum. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun