Er „þannig séð sáttur“ í Hollandi en dreymir um England Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2023 18:15 Willum Þór í leik Íslands og Slóvakíu. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsmaðurinn Willum Þór Willumsson mætti nýverið í hlaðvarpsþáttinn Chat After Dark, áður Chess After Dark. Þar fór hann yfir stöðu mála en Willum Þór er samningsbundinn Go Ahead Eagles í Hollandi. Það er þó áhugi frá öðrum liðum en hár verðmiði Eagles hefur gert það að verkum að enn hefur ekkert tilboð borist. Willum Þór lék frábærlega á sínu fyrsta ári í hollensku úrvalsdeildinni eftir að hafa spilað með BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi um árabil. Hann skoraði 8 mörk og lagði upp 3 þegar GA Eagles endaði 11. sæti af 18 liðum, tólf stigum frá fallsæti. Willum Þór minnti svo heldur betur á sig þegar hann fékk tækifæri með íslenska A-landsliðinu gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM fyrr í sumar. Þó hann hafi fengið rautt spjald gegn Portúgal þá var frammistaða hans heilt yfir mjög góð og ljóst að A-landsleikirnir verða fleiri á komandi misserum. „Það er áhugi og félög búin að vera spyrjast fyrir um verðið á mér og svona. Ég er þannig séð sáttur í Go Ahead þar sem ég spila alla leiki og er vel liðinn. Mér líður vel þarna og er ekkert að stressa mig en maður vill alltaf spila á sem hæstu stigi,“ sagði hinn 24 ára gamli Willum Þór. „Ef það kemur gott tilboð mun ég líklega ýta á það að fara. Go Ahead hefur sett tveggja milljóna evra verðmiða sem mér finnst frekar hátt. Það fer örugglega eftir því hvaða félag kemur að borðinu hvort það sé dýrt eða ódýrt, en þeir verðleggja mig þannig í dag,“ bætti hann við. Dreymir um England „England er alltaf það sem kemur fyrst upp í hugann. Ég væri mjög til í að spreyta mig í góðu liði í Championship-deildinni [næstefstu deild]. Hef fínan styrk, hæð og svo er ég góður í fótunum. Það myndi henta mér vel.“ Hlaðvarpið í heild sinni má hlusta á ofar í fréttinni. Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Willum Þór lék frábærlega á sínu fyrsta ári í hollensku úrvalsdeildinni eftir að hafa spilað með BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi um árabil. Hann skoraði 8 mörk og lagði upp 3 þegar GA Eagles endaði 11. sæti af 18 liðum, tólf stigum frá fallsæti. Willum Þór minnti svo heldur betur á sig þegar hann fékk tækifæri með íslenska A-landsliðinu gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM fyrr í sumar. Þó hann hafi fengið rautt spjald gegn Portúgal þá var frammistaða hans heilt yfir mjög góð og ljóst að A-landsleikirnir verða fleiri á komandi misserum. „Það er áhugi og félög búin að vera spyrjast fyrir um verðið á mér og svona. Ég er þannig séð sáttur í Go Ahead þar sem ég spila alla leiki og er vel liðinn. Mér líður vel þarna og er ekkert að stressa mig en maður vill alltaf spila á sem hæstu stigi,“ sagði hinn 24 ára gamli Willum Þór. „Ef það kemur gott tilboð mun ég líklega ýta á það að fara. Go Ahead hefur sett tveggja milljóna evra verðmiða sem mér finnst frekar hátt. Það fer örugglega eftir því hvaða félag kemur að borðinu hvort það sé dýrt eða ódýrt, en þeir verðleggja mig þannig í dag,“ bætti hann við. Dreymir um England „England er alltaf það sem kemur fyrst upp í hugann. Ég væri mjög til í að spreyta mig í góðu liði í Championship-deildinni [næstefstu deild]. Hef fínan styrk, hæð og svo er ég góður í fótunum. Það myndi henta mér vel.“ Hlaðvarpið í heild sinni má hlusta á ofar í fréttinni.
Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira