Fyrri beina útsendingin er frá leik Keflavíkur og KA. Útsending hefst klukkan 17:50 á Bestu deildar rásinni. Keflavík sem er í neðsta sæti deildarinnar hefur gert fjögur jafntefli í síðustu fimm leikjum. KA mun reyna halda góðum takti úr forkeppni Sambandsdeildarinnar áfram.
FH og Fylkir er síðasti leikur umferðarinnar. Bein útsending hefst frá Kaplakrikavelli hefst klukkan 19:00.
16. umferðin í heild sinni verður síðan gerð upp í Stúkunni. Útsending hefst klukkan 21:25 á Stöð 2 Sport.