Anton byrjaði sundið af krafti og var lengi meðal efstu manna. Hann gaf hins vegar eftir á síðustu fimmtíu metrunum og endaði í 7. sæti. Anton synti á 2:09,50 mínútum.
Kínverjinn Haiyang Qin kom fyrstur í mark á nýju heimsmeti, 2:05,48 mínútum.
Anton getur gengið sáttur frá borði eftir HM. Hann komst ekki bara í úrslit heldur náði hann einnig Ólympíulágmarki í gær þegar hann synti á 2:09,19 mínútum í undanrásunum. Hann keppir því á sínum fjórðu Ólympíuleikum á næsta ári.
Íslandsmet Antons í tvö hundruð metra bringusundi frá 2017 er 2:08,74 mínútur.