Sport

Farangurinn varð eftir í París en liðið komið til Zagreb

Andri Már Eggertsson skrifar
Vonandi skila töskurnar sér fyrir fyrsta leik á morgun
Vonandi skila töskurnar sér fyrir fyrsta leik á morgun Facebook/HSÍ

Ungmennalandslið Íslands í handbolta hafa tvisvar lent í því í júlí mánuði að farangurinn týnist í millilendingu.

Í gær varð farangur leikmanna og þjálfara U19 ára landsliðs karla í handbolta eftir í París þar sem liðið millilenti. Þegar liðið mætti á flugvöllinn í Zagreb voru aðeins fjórar töskur sem skiluðu sér en hinar tuttugu og tvær urðu eftir í París.Þetta kemur fram í frétt Handbolta.is

Heimir Ríkharðsson annar þjálfara liðsins sagði í viðtali við Handbolta.is að allir leikmennirnir væru með íþróttaskó í handfarangri og flestir væru einnig með æfingafatnað.

Fyrsti leikur Íslands er á miðvikudaginn og Heimir vonast til þess að keppnisbúningarnir munu skila sér fyrir leikinn.

Í byrjun júlí mánaðar lenti ungmennalandslið kvenna í sama aldursflokki í sömu vandræðum. Liðið var komið til Rúmeníu en 23 af 27 töskum varð eftir í Búkarest. Í þeirra tilfelli skilaði farangurinn sér rétt fyrir fyrsta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×