Réttur dagur til að láta svæfa hund vegna elli eða hægfara veikinda Hallgerður Hauksdóttir skrifar 4. ágúst 2023 15:01 Þegar hundar veikjast eða slasast illa þá leiðbeinir dýralæknir um hvenær óhjákvæmilegt er að svæfa. Málið vandast við hægvaxandi veikindi eða ellikvilla, þar er svigrúm fyrir hendi og ákvörðun hvílir meira á herðum eiganda. Þá er hægt að velja á milli tveggja rangra daga til að láta svæfa, rangra af ólíkum ástæðum en báðir rangir af því það er alltaf ömurlegt að missa elskaðan hund. Fólk sem er að reyna að ákveða rétta daginn þarf að átta sig á að réttur dagur er iðulega ekki í boði. Svæfing er framundan þegar meðhöndlun dugir hundi ekki sæmilega lengur. Fremur einföld viðmið gilda frá hundinum sjálfum séð, en hér er gefið að hann eigi góða eigendur, gott heimili og njóti þjónustu dýralæknis. Það er í sjálfu sér enginn glæpur að vera gamall eða lasinn hundur og lifa við það ef lífsgæðin eru ásættanleg. Ef hundurinn er að öðru leyti líkur sjálfum sér þá eru viðmiðin þrjú þessi: nærist eðlilega, skilar eðlilega og sýnir áhuga/vill vera með í því vanalega. Þegar eitt af þessu bregst eða þrengir að öllu þrennu þá stendur valið á milli tveggja rangra daga. Á þessum tíma er hætt við að fólk leiti logandi ljósi að rétta deginum til að láta svæfa og að fá jafnframt sem lengstan tíma með hundinum. Óhjákvæmilegt er að líkna hundunum okkar, við berum þessa ábygð. Leit að réttum degi fylgir gríðarmikið álag og betra er að miða við val um aðeins tvo ranga daga. Hér eru valkostirnir: annað hvort er staða hundsins þannig að það upplifist enn of snemmt að láta svæfa – eða það er dregið of lengi og því orðið aðeins of seint þegar að því kemur. Flest fólk sér það eftir á hvort það valdi seinni daginn. Það getur eftir á miðað nokkurn vegin út hversu löngu fyrr hefði verið rétt að panta hjá dýralækninum. En þá hefði það valið fyrri daginn og á þeim tíma án þess að geta miðað þetta út og því upplifast of snemmt. Hundsins vegna er betra að velja fyrri daginn, enda ekkert annað framundan en seinni og verri dagurinn fyrir hann. Þarna getur sú staða myndast að hundur tórir við engin lífsgæði af því eigandinn er að leita að rétta deginum, treystir sér ekki til að velja þann fyrri ranga og endar því á þeim síðari ranga. Það er mjög erfitt að veita hundi líkn á fyrri deginum því við veigrum okkur við hinu óumflýjanlega. Sú veigrun getur birst sem leit að „rétta“ deginum. Ég veit hvað þetta er ótrúlega erfið staða fyrir fólk sem elskar hundana sína sem fjölskyldumeðlimi. Greinin er skrifuð eftir veitta lexíu hundsins Lísu Lottu sem var með bilaðar hjartalokur og var svæfð seinni ranga daginn eftir langa leit að rétta deginum og veitta lexíu hundsins Jaka sem var með krabba í milta og var með átaki valinn fyrri rangi dagurinn. Bæði nutu frábærrar aðstoðar dýralækna og alls mögulegs atlætis heima við. Niðurstaðan er að fyrri rangi dagurinn er betri, erfiðari fyrir eigandann en betri fyrir bæði þegar upp er staðið og lexían er að það eru bara í boði dagurinn sem okkur fannst það aðeins of snemmt eða dagurinn sem við vitum að það var orðið aðeins of seint. Vonandi getur þessi hugleiðing orðið fleiri hundaeigendum að gagni í þessum erfiðu sporum. Við sem höfum einhvern tíma valið seinni ranga daginn skulum samt alls ekki álasa okkur, þetta blasir engan vegin við og mest áríðandi er að hundarnir okkar vissu hvað þau voru okkur innilega hjartfólgin og ómissandi. Höfundur er hundaeigandi, með einn öldung í heimili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Þegar hundar veikjast eða slasast illa þá leiðbeinir dýralæknir um hvenær óhjákvæmilegt er að svæfa. Málið vandast við hægvaxandi veikindi eða ellikvilla, þar er svigrúm fyrir hendi og ákvörðun hvílir meira á herðum eiganda. Þá er hægt að velja á milli tveggja rangra daga til að láta svæfa, rangra af ólíkum ástæðum en báðir rangir af því það er alltaf ömurlegt að missa elskaðan hund. Fólk sem er að reyna að ákveða rétta daginn þarf að átta sig á að réttur dagur er iðulega ekki í boði. Svæfing er framundan þegar meðhöndlun dugir hundi ekki sæmilega lengur. Fremur einföld viðmið gilda frá hundinum sjálfum séð, en hér er gefið að hann eigi góða eigendur, gott heimili og njóti þjónustu dýralæknis. Það er í sjálfu sér enginn glæpur að vera gamall eða lasinn hundur og lifa við það ef lífsgæðin eru ásættanleg. Ef hundurinn er að öðru leyti líkur sjálfum sér þá eru viðmiðin þrjú þessi: nærist eðlilega, skilar eðlilega og sýnir áhuga/vill vera með í því vanalega. Þegar eitt af þessu bregst eða þrengir að öllu þrennu þá stendur valið á milli tveggja rangra daga. Á þessum tíma er hætt við að fólk leiti logandi ljósi að rétta deginum til að láta svæfa og að fá jafnframt sem lengstan tíma með hundinum. Óhjákvæmilegt er að líkna hundunum okkar, við berum þessa ábygð. Leit að réttum degi fylgir gríðarmikið álag og betra er að miða við val um aðeins tvo ranga daga. Hér eru valkostirnir: annað hvort er staða hundsins þannig að það upplifist enn of snemmt að láta svæfa – eða það er dregið of lengi og því orðið aðeins of seint þegar að því kemur. Flest fólk sér það eftir á hvort það valdi seinni daginn. Það getur eftir á miðað nokkurn vegin út hversu löngu fyrr hefði verið rétt að panta hjá dýralækninum. En þá hefði það valið fyrri daginn og á þeim tíma án þess að geta miðað þetta út og því upplifast of snemmt. Hundsins vegna er betra að velja fyrri daginn, enda ekkert annað framundan en seinni og verri dagurinn fyrir hann. Þarna getur sú staða myndast að hundur tórir við engin lífsgæði af því eigandinn er að leita að rétta deginum, treystir sér ekki til að velja þann fyrri ranga og endar því á þeim síðari ranga. Það er mjög erfitt að veita hundi líkn á fyrri deginum því við veigrum okkur við hinu óumflýjanlega. Sú veigrun getur birst sem leit að „rétta“ deginum. Ég veit hvað þetta er ótrúlega erfið staða fyrir fólk sem elskar hundana sína sem fjölskyldumeðlimi. Greinin er skrifuð eftir veitta lexíu hundsins Lísu Lottu sem var með bilaðar hjartalokur og var svæfð seinni ranga daginn eftir langa leit að rétta deginum og veitta lexíu hundsins Jaka sem var með krabba í milta og var með átaki valinn fyrri rangi dagurinn. Bæði nutu frábærrar aðstoðar dýralækna og alls mögulegs atlætis heima við. Niðurstaðan er að fyrri rangi dagurinn er betri, erfiðari fyrir eigandann en betri fyrir bæði þegar upp er staðið og lexían er að það eru bara í boði dagurinn sem okkur fannst það aðeins of snemmt eða dagurinn sem við vitum að það var orðið aðeins of seint. Vonandi getur þessi hugleiðing orðið fleiri hundaeigendum að gagni í þessum erfiðu sporum. Við sem höfum einhvern tíma valið seinni ranga daginn skulum samt alls ekki álasa okkur, þetta blasir engan vegin við og mest áríðandi er að hundarnir okkar vissu hvað þau voru okkur innilega hjartfólgin og ómissandi. Höfundur er hundaeigandi, með einn öldung í heimili.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun